Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 25
AÐALVIDTAL SliIM AW -----------------T----------------- Mér flnnst elns og ég sé að staðna -segir Arnar (írélarssim. landsliðsmaður úr Breiðabliki Arnar Grétarsson er í dag einn sterkasti miðjumaður okkar Islendinga. Hann leikur með Breiðablik í Sjóvá-Almennra deildinni en Arnar er uppalinn hjá félaginu. Hann á að baki 150-160 meistaraflokksleiki í 1. og 2. deild og hefur skorað um 30 mörk fyrir liðið. Mörkin og leikirnir verða hins vegar ekki mikið fleiri fyrir Arnar hjá Breiðabliki þar sem hann segir að það sé kominn tími fyrir hann að prófa eitthvað nýtt. Arnar rœðir árin hjá Breiðabliki, falldrauginn, framtíðina, landsliðið, útlönd og að sjálfsögðu Sjóvá- Almennra deildina í eftirfarandi viðtali. Hefur þú alltaf verið hjá Breiðabliki? „Já, ég er uppalinn hér og hef aldrei reynt fyrir mér annarsstaðar að undanskildum smá tíma þegar við hjónin fórum til Skotlands. Það átti að vera tvö ár en það varð bara átta mánuðir." Nú tók ég eftir því í leik um daginn að þú ert í treyju númer 8 en varst hérna áður fyrr númer 6, er einhver ástæða fyrir númerabreytingunni? „Nei, ég er enginn sérstakur „númerakall". Eg var að vísu alltaf í yngri flokkunum í treyju númer 10 en það er alveg dottið upp fyrir og dag er ekkert sérstakt númer sem ég verð að hafa." Svo ef það kæmi einhver nýr til Breiðabliks og vildi fá treyju númer 8 mundir þú láta númerið tafarlaust af hendi? „Já, já. Ef það væri einhver „númera- kall" gæti hann fengið áttuna ef honum liði betur við það." Nú stóðuð þið ykkur mjög vel á undirbúningstímabilinu en hafið svo átt í miklum erfiðleikum í allt sumar í Sjóvá-Almennra deildinni, hver er ástæðan fyrir þessu misjafna gengi? „Fyrir það fyrsta stillum við ekki upp okkar sterkasta liði í fyrsta leik og lendum í alveg hræðilegum leik og eftir það hefur þetta verið sérstaklega erfitt andlega. Það virðist sem menn hafi misst sjálfstraustið, við höfum verið með menn meidda og margir leikmenn hafa fengið leikbann. Þetta hefur hefur sett stórt strik í reikninginn þar sem þjálfarinn hefur aldrei getað stillt upp Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.