Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 36
Breidablík hefur í mörg ár verið á toppnum í 1. deild kvenna í knattspyrnu og ekkert lát virðist œtla að verða á þeirri hefð í ár. Ein ástœðan fyrir þessu góða gengi Blikanna í gegnum árin er Asthildur Helgadóttir sem í dag á orðið langan feril að baki með Breiðablik og KR. En hvað hefur Asthildur unnið marga Islandsmeistaratitla á ferlinum? VIÐTAL V „Ég held aö þeir séu orðnir um sextán eða sautján. Ég fór í tvö ár í KR en þá unnum við bara annað árið en fyrir utan það hef ég alltaf unnið deildina og þá alltaf með Breiðablik." En hvað hefur þú oft orðið bikar- meistari? „Við tökum bikarinn í ár en ég hef aldrei unnið bikarkeppnina áður - hins vegar tapað tvisvar í úrslitleik." Nú er deildin rétt hálfnuð og þið svo til búnar að vinna deildina. Er eitthvað gaman að þessu? „Ég vil nú ekki segja að við séum búnar að vinna deildina en mér finnst deildin hafa valdið vonbrigðum í ár. Fyrir tímabilið vorum við KR og Valur talin sterkust en það virðist sem við höfum komið langbest undirbúnar í deildina í ár. Ég vonast samt til að fá meiri spennu í deildina í seinni umferðinni." Þú segir að liðin hafi ekki verið jafn vel undirbúin en nú spila öll liðin svipað marga leiki á undirbúnings- tímabilinu, hvað gerði gæfumuninn hjá ykkur? „Það er voðalega erfitt að segja en við spiluðum til dæmis þrjá leiki í röð við Valsstelpurnar og þá sást vel hversu miklu betra formi við vorum í." Hefðu þessi lið þá getað veitt ykkur meiri keppni hefðu þau komið betur undirbúin til móts? „Ég bjóst við þeim sterkari en það verður auðvitað líka að líta á það að við höfum átta landsliðsstelpur í byrjunarliði okkar. Valsstelpurnar veittu okkar samt meiri keppni í fyrra og fyrir þetta tímabil fengu þær mikinn liðstyrk þegar Ragna Lóa gekk til liðs við þær frá Stjörnunni. Þær ættu því samkvæmt því að vera að spila betur." Er eitthvað sem hefur komið þér á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.