Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 26
Það er kominn timi a mijj að breyta til of ég lielð að beir sínu sterkasta liði. Ég á von á því þegar menn fara að skríða saman að þetta komi hjá okkur og við förum að færa okkur ofar í töflunni." Þú heldur að seinni umferðin verði betri? „Já, ég ætla að vona þaö, við erum nú aðeins komnir með þrjú stig eftir fyrri umferðina en vonandi verða þau sex." Nú er Breiðablik orðið nokkuð frægt fyrir að vera í botnbaráttunni, hvað þarf að gerast svo liðið fari að blanda sér í baráttuna á hinum endanuin? „Hmm, það er nú málið. Það þarf að koma inn þessu vinningshugarfari en hingað til hefur þetta verið frekar mikill, þótt það sé leiðinlegt að segja það hér, ungmennafélagsandi hérna þar sem hugsunin er nllir með og allir ánægðir. Það vantar meiri töfflieit í klúbbinn, eins og til dæmis þegar við fengum Kristófer til baka þá sýna KR-ingarnir hvað þeir eru töff. Hann má ekki spila á móti þeim, þeir tvöfölduðu verðið á honum, það er eitthver svona hugsunarháttur sem þarf að vera til staðar hjá toppliði. Við erum með góðan þjálfara, umgjörðin er mjög góð og ég vil meina að mannskapurinn sé góður. Svo er annað sem verður að vera í lagi og það er kollurinn á leikmönnum. Maður sér það til dæmis hjá Skagamönnum þar sem sigurviljinn er svo mikill og þeir hreinlega trúa því ekki að þeir geti tapað - þeir þekkja ekkert annað. Það skiptir engu þótt þeir séu með ekkert betra lið en andstæðingar þá standa þeir yfirleitt uppi sem sigurvegarar þar sem þeir hafa kollinn í lagi. Ég var farinn að finna fyrir þessu í deildarbikarnum hjá okkur og þá töpuðum við ekki einum einasta leik." Ert þú sjálfur ekkert orðinn leiður á að vera í liði sem ávallt er í botnbaráttunni? „Það er kominn tími á mig að breyta til og ég held að þeir viti það alveg í klúbbnum að eftir þetta tímabil breytir maður eitthvað til. Ég er búinn að vera hérna frá því ég man eftir mér þannig að ég held að það sé kominn tími á eitthvað annað. Ég vona bara að ég þurfi ekki að yfirgefa liðið í einhverjum vondum málum og þess vegna er mikilvægt að við komum sterkari til leiks í seinni umferðinni." Knattspyrnudeild Breiðabliks veit semsagt að eftir þetta ár ferð þú frá félaginu? „Ég held að það sé engin spurning og það var t.d. á döfinni fyrir þetta tímabil að ég myndi skipta en þar sem ég var með samning var ákveðið aö klára hann. Það er mjög líklegt að það verði breyting á næsta ári og ég held að það sé líka bara nauðsynlegt fyrir sjálfan mig sem knattspyrnumann. Mér finnst eins og ég sé að staðna og þá þarf að breyta til og gera eitthvað nýtt." Ertu þá að spá í eitthvað hérna innanlands? „Maður er eiginlega hættur að hugsa út fyrir landssteinanna en ef eitthvað gerist í þeim málum er það góður plús." Nú hafa nokkrir íslenskir knatt- spyrnumenn verið að fara til Norður- landa að spila, freista Norðurlöndin þín? „Alsvenskan og úrvalsdeildin í Noregi eru sterkari deildir en Sjóvá-Almennra deildin og þar eru menn orðnir atvinnumenn. Aðbúnaður er betri, betri æfingatími, betra veður en veðurfarið hérna á Islandi er það versta við að stunda knattspyrnu hér á landi. Hérna er svo til alltaf eitthvað rok en ef það væri logn væri allt annað að horfa á íslenska knattspyrnu. Knattspyrnuliðin í þessum deildum eru líka í miklu betri þjálfun en við hérna heima og það er að sjálfsögðu vegna þess að þeir þurfa ekki að gera neitt annað en að æfa. En 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.