Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 16
HITT & ÞETTA —-------;---------T----------------- Nýr byltingarkenndur 10 goð ráð sundfatnaður frá Speedo (stóra mvndin) Elín Sigurðardóttir, S.H., setti íslandsmet í 50 m. skriðsundi, í skálmasíðum Aquablade sundbol og tryggði sér um leið þátttökurétt á OL í Atlanta. (innsetta mvndin) Matte Jacobsen frá Danmörku setti fyrir nokkru glæsilegt Norðurlandamet í 50 m. bringusundi, í nýjum Aquablade sundbol Aquablade nefnist nýr sundfatnaður frá Speedo úr efni sem veitir minna viðnám í vatni en áður hefur þekkst í sundfatnaði. Samkvæmt óháðum rannsóknum Dr. Bodo Ungerechts við Ruhr háskólann í Bochum í Þýskalandi hefur þetta nýja efni 23% rninni vatnsmótstöðu en það efni sem mest hefur verið notað í keppnissundfatnaði. Arangur í sundíþróttinni mælist í nokkrum hundruðustu úr sekúndu. I slíkum tilfellum getur sundfatnaðurinn skipt sköpum. Margir af fremstu sundmönnum heims hafa nú þegar bætt árangur sinn í Aquablade og víst er að Aquablade verður áberandi í sundhöllinni á Ólympíuleikunum í Atlanta. Islensku keppendurnir, Elín, Eydís og Logi hafa fengið Aquablade sundfatnað og munu keppa í honum í Atlanta Aquablade er trompið frá Speedo. Nú þegar er það opinbert að með Aquablade hefur Speedo stungið aðra sundframleiðendur af, í framleiðslu á keppnissundfatnaði. Aquablade sundfatnaður kemur á markað í haust. Rétt er að geta þess að hann er mun dýrari en almennur sundfatnaður Fréttatilkynning frá TÓ ehf l>(if) er börnum mjöy mihilvœyí tiú foreldrar síandi með þeim oy hvetji þttu áfram í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur. Börnin líta upp til foreldra sinna9 athyyli þcirra er þeim mjöy mikilvtvy oy eitt hvatninyarorð yetur hjuryuð dcyinum. Lítum aðeins á 10 yóð ráð fyrir foreltlra harna sem stunda íþróttir: 1. Komdu á æfingu eða keppni þegar þú getur. Barninu finnst það skemmtilegt. 2. Hvettu alla, ekki eingöngu barnið þitt. 3. Sýndu jákvæðni í meðlæti jafnt sem mótlæti - ekki gagnrýna. 4. Berðu virðingu fyrir þjálfaranum - ekki gagnrýna hann rneðan á leik stendur. 5. Dómarinn er til að leiðbeina og framfylgja reglum, ekki gagnrýna hann meðan á leik stendur. 6. Hvettu barn þitt til að taka þátt í æfingum og keppni. Ekki beita þrýstingi. 7. Spurðu barnið þitt að keppni lokinni hvort hafi verið gaman en ekki eingöngu um úrslit? 8. Útbúðu barnið rétt og skynsamlega. Engan íburð! 9. Berðu virðingu fyrir starfi félagsins. Veittu stuðning þinn sem foreldri. 10. Mundu að það er barnið sem er þátttakandi, EKKI ÞÚ!!! 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.