Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 31
 UMFI-FRETTIR ------T------ Skinfaxi 400 nyir áskrifendur í maí kom út sérrit Skinfaxa sem fjallaði um fíkniefnaforvarnir. Blaðið var prentað í 20.000 eintökum og sent inn á heimili foreldra barna á aldrinum 12-16 ára. Blaðið vakti mikla lukku hjá ungum jafnt sem eldri en í því var að finna viðtöl við Pál Oskar, Emilíönu Torrini og Magnús Ver svo einhverjir séu nefndir. Boðið var upp á kynningaráskrift af Skinfaxa í þessu blaði og það var greinilegt að lesendum líkaði vel við blaðið þar sem 400 þeirra tryggðu sér áskrift. •Keflvíkingar virðast ekki ætla ríða feitum hesti í TOTO- keppninni í ár. Liðið lék gegn FC Kaupmannahöfn ekki alls fyrir löngu og töpuðust báðir leikirnir. Keflvíkingar lágu fyrst 6-1 á útivelli en töpuðu svo 1-2 hér heima. • Það líður nú ekki á löngu þar til tvö af smærri dagblöðum landsins verði sameinuð í eitt stórt dagblað. Dagur á Akureyri og Tíminn hafa ákveðið að efla útgáfur sínar með því að gefa út eitt blað saman. Blaðið mun verða morgunblað og verða aðalskrifstofur blaðsins á Akureyri. Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.