Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 22
kWHSl'VKYV -----▼----- Nær KR iíjks al sftoppa IA Það er orðið ansi langt síðan KR-ingar hafa hampað Islandsmeistaratitlinum í knattspyrnu en 1996 gœti verið ár þeirra röndóttu. Lúkas Kostic virðist vera að gera góða hluti og eina liðið sem virðist geta komið í veg fyrir að KR sigri er lið Guðjóns Þórðarsonar, IA. ÍA Siggi Jóns er farinn! Arnar og Bjarki eru farnir! Nú hlýtur Skagaveldið að dala. IA hefur unnið 1. deildina í knattspyrnu undanfarin ár og það virðist engu máli skipta hvaða leikmenn yfirgefa liðið því nýjir knattspyrnumenn virðast koma á færibandi á Skaganum. Oli Þórðar, Alexander Högnason og Oli Adolfs eru nú burðarrásir í annars geysisterku liði Skagamanna sem stjórnað er af Guðjóni Þórðarsyni. ÍA hefur leikið betur en þeir eru að gera í dag en leikreynsla þeirra á eftir að koma sér vel í seinni umferðinni þegar baráttan við KR-inga fer að harðna. KR Það er orðið ansi langt síðan þetta stórveldi í vesturbænum hampaði íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu I gegnum tíðina hafa „bestu" knattspyrnumenn landsins reynt fyrir sér hjá KR en alltaf hefur blandan verið eitthvað vitlaus. I ár stjórnar Heimir Guðjónsson miðjunni vel og með þá Ríkharð Daðason og Guðmund Benediktsson frammi er liðið stórhættulegt. KR-ingar hafa sýnt það í fyrri umferðinna að þeir geta farið alla leið en leikreynsla þeirra er ekki eins mikil og Skagamanna og því verður 2. sætið þeirra í ár. ÍBV Eftir eftirminnilegt sumar í fyrra hafa Eyjamenn ekki fundið taktinn í ár. Landsliðsmaðurinn Hlynur Stefánsson sneri heim úr atvinnumennsku og Kristinn Hafliðason og Nökkvi Sveinsson styrktu leikmannahópinn. IBV eru komnir í undanúrslit í bikarnum en eftir nokkra tapleiki í röð í deildinni keppa þeir aðeins að Evrópusæti í ár. Leiftur Þetta var fjórða liðið sem búist var við að blandaði sér í toppbaráttuna en eins og IBV hefur þeim ekki tekist að finna taktinn. Daði Dervic og Lazorik gengu ( báðir í raðir Leifturs fyrir tímabilið sem hefur mjög fáa uppalda leikmenn í liði sínu. Leiftur féll út úr bikarnum í 16 liða úrslitum og nú keppa þeir við IBV um Evrópusæti. Stjarnan Þeir komu upp úr 2. deild og virðast nú loksins ætla að halda sæti sínu þar. Helgi Björgvinsson kom frá Keflavík og styrkir hann vörn liðsins verulega. Valdimar Kristófersson er í betra formi en oft áður og liðið er þegar á góðri leið með að ná takmarki sínu sem var að sögn Valdimars að halda sér í deildinni. Botn baráttan Grindavík, Breiðablik, Keflavík, Fylkir ogValur berjast öll á botninum og það verður ómögulegt að sjá fyrir hvaða tvö lið leika í 2. deild á næsta ári. Valur og Breiðablik hafa leikmannahóp til að standa sig betur en þessi lið hafa ekki náð sér á strik í sumar. Lið Keflavíkur hefur átt í vandræðum með meiðsli og Kjartan Másson hefur þurft að nýta leikmannahóp sinn til hins ýtrasta í sumar. Fylkir og Grindavík virðast í fljótu bragði vera máttlausustu liðin í deildinni og ef þau taka sig ekki á eru þau líklegustu til að spila í 2. deildinni að ári.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.