Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 6
Það var nýbyrjað Gull & Silfurmótið í Kópavogi þegar blaðamaður rakst á hressar stelpur úr 4. flokki Selfoss. Markmaður liðsins sem var jafnframt fyrirliði svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur. Er þetta fyrsta Gull & Silfurmótið sem þú hefur tekið þátt í? „Ég var í Breiðabliki þannig að ég hef tekið þátt í þeim nokkrum." Hvernig gekk hjá þér síðast þegar þú kepptir hérna? „Það gekk svona ágætlega en ég hef einu sinni lent í þriðja sæti og einu sinni í öðru sæti." Hvernig hefur gengið hjá ykkur Selfyssingum á mótinu í ár? „Við erum búnar að vinna einn leik og tapa einum en mótið byrjaði bara í morgun svo það er mikið eftir ennþá." Hverjir eru möguleikar ykkar á mótinu? „Ekki miklir." Eru þið ekki nógu góðar? „Nei. Breiðablik er með besta liðið og ekkert lið getur unnið þær en svo er Selfoss næst." Verðið þið þá í úrslitum á móti Breiðabliki? „Nei." Hvað eigið þið eftir að leika marga leiki? „Við eigum einn eftir í dag, einn á morgun og svo veit ég ekki meir." Hvað annað gerið þið skemmtilegt hérna á Gull & Silfur-mótinu en að spila fótbolta? „Skemmtilegast var þegar Páll Oskar kom í gær og söng fyrir okkur. Annars er allt voðalega gaman hérna en mótið er bara svo nýbyrjað að ég veit ekki hvað verður meira gert fyrir okkur en ég veit að Magnús Scheving kemur í kvöld." Gull og Silfnrmót Breiðabliks var haldið í tólfta sinn í Kópavogi. Tilgangur mótsins í upphaji var að auka verkefni fyrir yngri flokka kvenna í knattspyrnu og stuðla þannig að framgangi kvennaknattspyrnu á Islandi. Gull og Silfurmótið hefur alla tíð staðið undir þeim vœntingum sem til þess eru gerðar og á þessum mótum hafa margar af okkar fremstu knattspyrnukonum stigið sín fyrstu spor. Gull og Silfurmótið var að þessu sinni það fjólmennasta sem haldið liefur verið. Víða um land fara fram knattspymumót með svipuðu sniði, bœði fyrir stúlkur og drengi og það eru margir sem gera tilkall til þess að vera með stœrsta mótið. En metnaður Breiðabliks fellst ekki í því að vera endilega með stœrsta mótið, við viljum hrósa okkur af því að hafa vandaðasta mótið, þar sem hœfileikar hvers og eins þátttakanda fœr að njóta sín, og í það leggjum við metnað okkar. (fréttabréf Gull og Silfurmótsins) 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.