Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 27
getulega held ég að þeir séu ekkert betri en við hérna heima." Nú eru liðin hérna farin að æfa sex sinnum í viku og spila svo leiki. Er þetta ekki orðið það mikil vinna að það fari að flokkast undir hálfatvinnu- mennsku? „Ef þú lítur á KR getur þú alveg sagt að það sé hálfatvinnumennska þar og ég tala nú ekki um upp á Skaga þar sem ansi margir leikmenn gera ekkert annað en að spila." Svo þetta er ósjálfrátt að gerast? „Já, hjá þessum klúbbum sem eru að standa sig. Skagamenn vaða í peningum og geta leyft sér svo til allt sem þeim dettur í hug. Hérna er þetta miklu meira strögl en samt eru skólastrákar að fá ágætispeninga út úr þessu á sumrin og þurfa kannski ekki að fá sér aðra vinnu á meðan. Þetta byggist líka mikið á bónusum og ef við myndum nú standa okkur eins og menn liti þetta allt öðruvísi út t.d. hjá okkur." Hvernig hefur þér fundist deildin spilast í sumar? „Ég átti ekki von á að KR og IA myndu stinga af eins og þau hafa gert. Ég bjóst við okkur mikið sterkari og átti jafnvel von á því að við værum að klóra í þessi lið, ég bjóst líka við Eyjamönnum sterkari og svo Leiftursmönnum en þeir hafa verið mjög misjafnir." Heldur þú að KR-ingar nái að stoppa sigurgöngu Skagamanna í deildinni? „Það er alla vega meiri líkur núna en nokkru sinni fyrr og þetta KR lið er til alls líklegt. Það er svo mikill „vinningsfílingur" í liðinu og það er eitthvað sem ég hef ekki séð áður í vesturbænum, þess vegna finnst mér þeir vera mjög líklegir til að taka dolluna í sumar." Þeir hafa þá kannski náð réttu blöndunni? „Já, það er komin miklu jafnari blanda. Það eru komnir vinnuhestar, nokkrar prímadonnur innanum, mjög góð vörn, góð „balansering" á miðjunni þar sem Heimir stjórnar og lætur Þorstein hlaupa, frábærir kantarar og framlínumenn sem ekki er hægt að kvarta yfir. Þeir hafa leyft sér að vera með menn eins og Ríkharö Daða, Þorstein og Asmund á bekknum en það lýsir kannski best styrkleika þeirra." Ef við ljúkum þessu þá á lands- liðsmálum. Ert þú ánægður með þá sóknarboltastefnu sem Logi hefur tekið með landsliðið? „Ég tel að Asgeir og svo Logi hafi báðir verið að gera mjög góða hluti en Asgeir var sá þjálfari sem loksins lét okkur fara að spila fótbolta. Hann lét menn í liðið sem eru librari með boltann - menn sem geta haldið boltanum og það finnst mér góð framför sem ég vona að breytist ekki í framtíðinni." Ertu ánægður með þín tækifæri hjá landsliðinu? „Já, ég get ekki verið neitt ósáttur við það. Ég hef fengið að spila töluvert hjá Loga og er bara mjög sáttur við það. Við hjá Blikum verðum að fara að standa okkur og ég að standa mig eins og maður ef ég ætla að halda sæti mínu í liðinu svo þetta er mikið undir sjálfum mér komið á næstunni" Er erfiðara að halda sæti sínu í landsliði ef leikmaður spilar með slakara liði? „Það gefur augaleið. Ef þú bara lítur á skrif og alla umfjöllun þá er allt á móti þér og þrátt fyrir að menn taki ekki beint mark á skrifunum þá síast þetta inn ef öll umfjöllun er neikvæð og það hefur óbein áhrif á alla. A meðan er allt jákvætt til dæmis um KR, þar er verið að tala um menn sem eiga skilið að fá tækifæri og ósjálfrátt fer þetta að fara inn á sálina á öllum." Hingað til hefur þetta verið frekar mikill nngmennafélagsandi hérna þar sem hngsunin er allir með og allir ánægðir Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.