Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1997, Page 12

Skinfaxi - 01.04.1997, Page 12
Umhverfismál hafa á undanförnum árum skipað æ stærri sess í afpjóðfegum samskiptum landa á milli. Stjórnvöld hafa þó víðast hvar snfið á verðinum ug í mörgum tilfellum hafa þau ekki tekið við sór fyrr en skaðinn er skeður. Dæmi um þetta er eyðing regnskógana, Tjernodyl-kjarnorkuslysið í Rússlandi, skógardauði í Mið- og Austur-Evrópu sökum súrs regns, dauð vötn og ár vegna mengaðs úrgangs er í þau streymir frá verksmiðjum. Loftmengun vegna C02 hefur aukist gífurlega undanfarin ár og er svo komið að í mörgum borgum erlendis þurfa umferðarlögreglumenn að bera grímu. Texti: Ómar Banine Myndir: Sigurjón Ragnar Flestir vita að gróðurhúsaáhrif og þynning ósonlagsins geta í framtíðinni leitt til mikilla hörmunga. Hlýnandi loftslag á jörðinni eykur hættu á að jöklar bráðni en afleiðing þess er að yfirborð sjávar getur hækkað töluvert. Þessi breyting getur reynst afar hættuleg fyrir lönd eins og Bangladesh þar sem þau eru láglend. Ósonlagið ver jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólar og eyðing þess sökum mengunar getur haft mikil áhrif á lífið á jörðinni. Nærtækasta dæmið er aukin tíðni húðkrabbameins. Umhverfismál er því eitthvað er varðar öll ríki heims hvar sem þau eru staðsett á jarðarkringlunni. Á íslandi eru engin stóriðja samanborið við flest önnur lönd í hinum vestræna heimi. Hér er einungis eitt álver sem ekki hefur haft nein stórvægileg áhrif á umhverfið. Mengun hefur því verið talin vandamál er snertir útlönd en ekki ísland. Umræðan um fyrirhugað álver á Grundartanga hefur þó sýnt að þetta er smám saman að breytast. Flestar greinar iðnaðar snerta umhverfið á einn eða annan hátt. Sú atvinnugrein sem einna líklegust er til að skaða náttúru íslands hvað mest í framtíðinni, ef ekki er höfð aðgát, er ferðaþjónusta. A Islandi hefur fjöldi fenðamanna síðastliðin 10 án aukist um 85% Staðreyndir um íerðaþjónustuna Ferðamennska verður líklegast stærsti atvinnuvegurinn í heiminum árið 2000. Árið 1991 ferðuðust 450 milljónir manna milli landa samanborið við 60 milljónir árið 1960. Ferðamennska skapar í dag nærri 5,5% af heildartekjum þess sem aflað er í heiminum. Um 112 milljónir manna starfa við ferðaþjónustu er gerir hana þegar að stærstu atvinnugrein í heimi. Flestir ferðamenn koma frá Vesturlöndum. Frá Evrópu koma um 57% þeirra og 16% frá N- Ameríku. Á íslandi hefur fjöldi ferðamanna síðastliðin 10 ár aukist um 85%. Stefnir í að þeir verði tæp 200 þúsund á þessu ári eða á við meira en 70% af íbúafjölda landsins. Umhverfisvæn ferðamennska Ferðamannaþjónustan er í mörgum tilfellum mjög háð náttúrunni og auðlindum Hlýnandi loftslag á jörðinni eykur hættu á að jöklar bráðni hennar. Því þurfa lönd eins og ísland þar sem óspillt náttúra er aðalaðdráttarafl ferðamanna að vera vel á varðbergi um landsins gæði. Þó að ferðaþjónustan geti haft jákvæð efnahagsleg áhrif á 12 r3ÁJ M '

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.