Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1997, Page 25

Skinfaxi - 01.04.1997, Page 25
UMFl' Ungmennafélögin verða mörg hver í sviðsljósinu í Sjóvá-Almennra deildinni í sumar. Keflvíkingar hafa komið sterkir til leiks og eru á toppnum þegar þetta er skrifað. Liðið hefur góða blöndu af ungum strákum og gömlum jöxlum. Keflavík er til alls líklegt í sumar og má búast við þeim í efri hluta deildarinnar. Skallagrímur er að reyna fyrir sér í fyrsta sinn í efstu deild. Það er erfitt að átta sig á styrk liðsins en að flestra áliti verður dvöl þeirra stutt á meðal þeirra bestu. Þeir sýndu það samt í fyrstu umferð að þeir eru til alls líklegir þegar liðið sigraði Leiftur 3-0. Lið Grindavíkur kemur reynslunni ríkari til leiks í sumar. Liðið bjargaði sér frá falli í fyrra á síðustu stundu en það má fastlega búast við því að Grindvfkingar verði á svipuðum slóðum í sumar. Stjörnumenn úr Garðabæ verða einnig i erfiðleikum í sumar. Liðið lék vel í fyrra en sumarið getur verið erfiðara þar sem lykilmenn frá því í fyrra eru ekki til staðar. Leiftur frá Ólafsfirði hafa alla burði til að blanda sér í toppbaráttuna. Leiftur fór illa af stað og tapaði í fyrstu umferð fyrir Skallagrími 0-3. Eitt er þó víst að meira býr í liðinu og efArnar Grétarsson nær að binda miðjuna saman er liðið til alls líklegt. Spá Skinfaxa um lokastöðu: 1. ÍA 2. ÍBV 3. KR 4. Leiftur 5. Keflavík 6. Fram 7. Valur 8. Grindavík 9. Stjarnan 10. Skallagrímur

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.