Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 13
Ljósmyndir: Valdimar Gunnarsson lið í fremstu röð í blaki og hand- knattleik. Þá er knattspyrnan með sama sniði og í Borgarnesi. Leikið verður á litlum velli í sjö manna liðum og verður sú keppni vafalaust skemmtileg og spennandi. Þá verður keppt í golfi eftir nýju og skemmtilegu formi og svona mætti lengi telja. Fatlaðir keppa við góðar aðstæður. En keppnisgreinar eru boccia, frjálsar íþróttir og sund. Vonandi verður góð þátttaka í þess- um greinum því innan raða fatlaðra eru margir frábærir íþróttamenn. Mótinu verða gerð góð skil í fjöl- uúðlum. íþróttadeild ríkissjónvarps- ms hyggst sinna því vel og Rás tvö naun væntanlega einnig vera með' utsendingar. Ekki er ljóst hvort um serstakt Landsmótsútvarp verður að ræða eins og var t.d. í Borgarnesi. En a skjávarpinu verður hægt að sjá urslitin nánast um leið og þau fara fram. Starfsmenn skipta hundruðum Þegar upp verður staðið munu starfsmenn Landsmótsins skipta hundruðum. Um 50 manns undirbúa hina ýmsu þætti í dag. Þegar nær dregur stækkar hópurinn jafnt og þétt. Við vonum að keppendur verði fast að 2000. Nærri lætur að heildartala keppenda, starfsmanna og aðstandanda liðanna verði um fimm þúsund manns. Spennandi stigakeppni Erfitt er að spá um það hverjir fara munu með sigur í stigakeppni mótsins. En reikna má með að stigakeppnin verði spennandi í öllum keppnisgreinum. A Lands- mótinu í Borgarnesi hlaut HSK 1552,5 stig, UMSK 1357,25, UMSB 848 og Keflavík 688 stig í heildar- stigakeppninni. Sem fyrr munu HSK og UMSK berjast um sigurinn en heimamenn UIA geta blandað sér í þá baráttu ef þeir senda lið í öllum flokkaíþróttum. í næstu sætum verður baráttan sennilega milli HSÞ, UMSB, UMSE, UMSS og HSH. En ljóst er að aðeins þau lið sem senda keppendur í flokkagreinar og góða þátttöku í einstaklingagreinar eiga von um að verða í fremstu röð. Hart verður barist í öllum greinum og ég spái því að einhver íslandsmet verði í hættu í ýmsum einstaklings- greinum. Ýmislegt til gamans gert Þó keppnin verði stór þáttur mótsins Það verður því bæði gaman og alvara á ferðinni landsmótsdagana 12.-15 júlí 2001 á Austurlandi Við eigum von á glæsilegu Landsmóti í skemmtilegu umhverfi við góðar aðstæður. Þó engu sé hægt að lofa er ekkert sem bendir til annars en að veður verði frábært á Austurlandi landsmótsdagana. Það er því tilvalið að taka frá dagana um miðjan júlí og setja stefnuna á Austurland. Með Landsmótskveðju Ingimundur Ingimundarso verður ýmislegt annað gert sér til gamans. Sú dagskrá er enn í mótun en nokkrar sýningagreinar munu vekja mikla athygli. Það eru hjólreiðar, íþróttir aldraðra, siglingar, torfæruakstur, kraftajötnakeppni, Egilsstaða- maraþon og æskuhlaup ungmenna 11-14 ára. Þá býður skemmtilegt umhverfið upp á margháttaða dægrastyttingu. Nægir að nefna siglingu með Lagarfljótsorminum, leikir í Tjarnargarðinum, samverustund í Atlavík og að dilla sér undir leik djassleikara.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.