Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 26
Landsmótið 2004 á Vestfjörðum Stjórn UMFÍ tók á fundi sínum þann 10. febrúar s.l þá ákvörðun að semja við HSB, íþróttafélögin í Bolungarvík og HSV á ísafirði um framkvæmd Landsmóts UMFI 2004. Skinfaxi ræddi við Katrínu Gunnarsdóttir, formann HSB og Kristinn Jónsson formann HSV um úthlutunina. Spennandi verkefni og ögrandi Katrín Gunnarsdóttir Landsmótshald leggst ágætlega í mig og mína félaga. Hér er um að ræða gríðalega spennandi verkefni og mjög ögrandi. Svo stórt íþróttamót hefur aldrei verið haldið á Vestfjörðum en Vestfirðingar hafa haldið mörg minni mót, m.a. unglingalandsmótið á Tálknafirði. Hér býr því fólk sem hefur þekkingu og reynslu af mótahaldi. Jú vissulega ríkir gleði hér, gleði yfir því að okkur hefur verið treyst fyrir svo stóru verkefni og við vonum að við stöndum undir því." Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um það hvar keppt verður í hinum ýmsu landsmótgreinum. Héraðssamband Bolungarvíkur og Héraðssamband Vestfirðinga sendu ekki inn sameiginlega umsókn svo það á eftir að ræða þá skiptingu. Eg vona að okkur takist að leysa það mál í fullri sátt. Þau svæði sem um ræðir eru auk Isafjarðarbæjar, Bolungarvík, Suðureyri, Þingeyri og Flateyri." Sameiginlegur undirbúningur er ekki farinn af stað. Það er ákvörðun stjórnar UMFI að héraðssamböndin tvö haldi þetta mót og því hef ég átt von á að heyra meira frá stjórninni hverning þeir hafa hugsað þetta mál. Mér þykir eðlilegast að fyrsti fundur sé boðaður af hálfu UMFI og svo taki sameiginleg Landsmótsnefnd héraðssambandanna við. Það er ljóst að við verðum að halda vel á spöðunum þau ár sem eru fram að Landsmóti. Eitt er víst að þau eiga eftir að líða hratt og erfið verða þau örugglega en um leið spennandi. Sú aðstaða sem fyrir hendi er dugar ekki til Landsmóthalds og verður m.a. að byggja löglega sundlaug. Hvort það verður varanlegt mannvirki eða til bráðabirgða verður að koma í ljós. Engin frjálsíþróttaaðstaða er fyrir hendi. Hér í í Bolungarvík er gott rými til að byggja slíka aðstöðu upp en knattspyrnudeild UMFB hefur undanfarin ár tyrft stórt svæði til nota sem æfingasvæði. Þar mætti hugsa sér uppbyggingu frjálsíþróttavallar. En eins og ég sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar og margar hugmyndir á lofti. Akvörðun um staðsetningu mannvirkja verður að vera tekin af skynsemi og varast skal að hafa tilfinningar of mikið með í ráðum. Aðstaða fyrir keppendur og mótsgesti er allgóð á þessum stöðum. Eg man ekki eftir mikilli baráttu um þetta Landsmótshald. Sjálfsagt hefur eitthvað gengið á einhvers staðar á bak við tjöldin. Mér finnst sem ásókn í Landsmót hafa minnkað ef eitthvað er síðustu ár. Hér áður fyrr var hart barist og oft stóðu slíkar orrustur yfir í mörg ár og lágu oft margir sárir á eftir. Versnandi fjárhagsstaða sveitarfélaganna hefur sjálfsagt einnig eitthvað að segja um dvínandi ásókn að Landsmótshaldi. Það er rétt að Unglingalandsmótið á Tálknafirði var fyrsta stórmótið hér á Vestfjörðum og tókst ágætlega. Hins vegar hefði verið gott að hafa þá sem þar stóðu fyrir mótshald með okkur til halds og traust en sjálfsagt eigum við eftir að leita til þeirra eftir góðum ráðum. Vestfirðingar hefja öll verk með því hugafari að ljúka þeim og ljúka þeim vel. Eg á von á því að með samstilltu átaki allra sem að mótinu standa náum við því markmiði og höldum glæsilegt Landsmót árið 2004.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.