Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 22
Leiklistaráhuginn gengur í erfðir. Embla Guðmundsdóttir Embla Guðmundsdóttir er formaður UMF Reykdæla en þar er leiklistar- áhuginn mikill. Hún flutti í Reykholtsdalinn 1985, gekk mjög fljótlega í ungmennafélagið og hefur starfað sem formaður í 9 ár. Hún er þó ekki að finna upp hjólið hvað leik- listarstarfsemi innan félagsins varðar því fljótlega eftir að Ungmennafélag Reykdæla var stofnað, árið 1908, fór að bera á miklum áhuga á leikistar- starfsemi. Reykdælir hafa sett upp mörg skemmtileg verk síðustu áratugi og í fyrra settu þau upp Galdra-Loft sem slóg í gegn. Sýndar voru 7 sýningar og var alltaf fullt út úr dyrum. Skinfaxi hitti Emblu að máli. Þið settuð á fjalirnar Galdra-Loft í fyrra? „Já, við tókum til sýninga Galdra-Loft Mikill leiklistaráhugi er innan margra ungmennafélaga og hefur hvert stórverkið á fætur öðru verið sett upp á undanförnum áratugum. Það er því ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur enda mikill metnaður sem einkennir þetta félagsstarf innan ungmennahreyfingarinnar. Skinfaxi kom við í Borgarfjarðarsýslu til að forvitnast um leiklistina þar á bæ. Var komið við í Reykholti og rætt við Emblu Guðmundsdóttur formann Reykdæla og síðan var ferðinni heitið í Lundarreykjardal þar sem Gísla Einarsson frá UMF Dagrenningu var heimsóttur. eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstjóri var Flosi Ólafsson en við búum svo vel hjá Ungmennafélagi Reykdæla að Flosi gekk til liðs við félagið þegar hann fluttist hingað fyrir rúmum áratug. Sýningar gengu mjög vel og óhætt er að segja að framtakið hafi vakið nokkra athygli enda langt síðan áhugafélag glímdi við Galdra-Loft. Með helstu hlutverk fóru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, íris Ármannsdóttir, Jón Pétursson og Linda Pálsdóttir." Það var alltaf fullt hjá ykkur. Af hverju voru þið ekki með fleiri sýningar? „Aðalleikarinn í sýningunni var bundinn í sýningum hjá Borgarleikhúsinu en svo óheppilega vildi til, fyrir okkur, að þar var um að ræða einhverja alvinsælustu sýningu síðasta árs, Kysstu mig Kata. Því settum við upp mjög stíft sýningarplan, sjö sýningar á rúmri viku og húsfyllir var á hverri sýningu. Komust færri að en vildu en því miður gátum við ekki komið fleiri sýningum að." Svo þið hafið verið með atvinnuleikara með ykkur? „Já, Hann heitir Guðmundur Ingi Þorvaldsson og er borinn og barnfæddur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.