Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 32
Ungmennafélaginn og Stjörnumaðurinn Birkir ívar Guðmundsson fór á kostum í markinu í vetur þrátt fyrir að félagar hans í liðinu hafi ekki leikið jafn vel en Stjarnan komst ekki í fyrsta skipti í úrslitakeppnina eftir að fyrirkomulaginu var breytt fyrir 9 árum. Birkir byrjaði að leika handknattleik tíu ára gamall en hrökklaðist ekki í markið fyrr en á fjórtánda aldursári. Hann stóð sig vel með landsliðinu á HM í Frakklandi ekki alls fyrir löngu og ef hann leikur jafn vel á næsta ári er ekki ólíklegt að kappinn haldi á vit ævintýranna og geri íþróttina að atvinnu sinni. En markvarðastaðan virðist ekki vera fljótt á litið sú staða sem inaður mundi helst kjósa sér. Enda hefur alltaf verið sagt að hanboltamarkverðir hljóti að vera létt ruglaðir að standa á milli stanganna. Hvað segir Birkir um það? „Jú, þetta hefur maður heyrt, og eflaust er það að einhverjum hluta rétt. Það þarf einmitt svona léttruglaða menn til þess að reyna að verða fyrir þrumuskotum Róberts Duranona, Patreks Jóhannessonar og Hilmars Þórlindssonar." En hvað fær menn til að fara í markið í hanbolta? „Það er nú bara þannig að markmannsstaðan er mikilvægasta staða liðsins í handbolta, og ég held því fram að egóistanir leitist eftir því að fara í markið, því að markmaðurinn er yfirleitt hetjan á vellinum, getur í raun ráðið einn og sér úrslitum leikja." Þér finnst kannski gott að fá knöttinn í andlitið? „Nei það er það ekki, getur verið mjög sárt, en þannig er boltinn slys geta gerst og maður verður bara að taka því. Hvernig stóð á því að þú valdir markið í handboltanum? „Það vildi þannig til að ég hafði spilað aðeins í marki en færði mig í útistöðu í 3. eða 4. flokki. Þá var góður markmaður sem spilaði með okkur sem hét Héðinn og fótbrotnaði hann á miðju tímabili, það var leitað til mín og síðan hef ég verið fastur í markinu." Einhversstaðar las ég að þeir sem gátu ekkert úti í handbolta var alltaf kastað í markið - það hefur kannski verið þannig með þig? „Nei, það er ekki rétt. Góðir mark- menn verða að vera þeim eiginleikum gæddir að geta lesið leikinn jafnvel eða betur en útileikmenn. Enda skiptir ekki öllu máli hvað þú getur þar sem að þú ert í dag, það sem skiptir máli er hvað viltu verða og æfa sig að krafti í því, orðatiltækið "æfingin skapar meistar- ann" á vel við hér. Menn geta orðið góðir í hvaða stöðu sem er inn á vellinum ef þeir kjósa að æfa vel." Að öllu gamni slepptu þá sérðu varla eftir því að hafa farið í markið enda einn besti markvörður okkar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.