Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 37
Sameiningarmal Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK Við hjá UMSK viljum fá umræður um mögulega hagkvæmni við sameiningu UMFÍ og ÍSÍ. Á síðustu áratugum hefur þetta mál margoft komið upp. Þess vegna er kominn tími til að það sé rætt ofan í kjölinn í stað þess að þagga það niður með hræðsluáróðri. Frumskilyrði fyrir starfi félagasamtaka er að félagsmönnum séu skapaðar aðstæður fyrir skoðanaskipti. UMSK og fleiri Hérðassambönd vilja að málið sé rætt en stjórn UMFÍ vill það ekki. Stjórnarmenn halda uppi hræðsluáróðri um lrr>yndaða galla við sameiningu og kenna UMSK um að gjá sé að myndast milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Þannig reynir stjórnin að þagga niður umræðuna og loka ^MSK af rétt eins og aðra sem vilja ræða málin. Hræðsluáróðurinn skín síðan í gegn hjá forsvarsmönnum Héraðssambanda í Jólablaði Skinfaxa þar sem gengið er svo tangt að segja að sameining yrði "endalok grasrótarinnar". f’vílík endemis vitleysa að slá svonalöguðu fram. hað kemur að því að við munum fá vitræna umræðu um möguleika á sameiningu, kosti þess og galla. Við getum ekki ætlast til þess að hinn almenni félagsmaður geti tekið akvörðun meðan órökstuddur hræðalsuáróður dynur yfir. ^ér kemur mitt inlegg í umræðuna með því að fara yfir kosti við mögulega sameiningu. Galla sé ég enga. Ég sé n°kkur atriði sem má hafa áhyggjur af en um þau yrði að sjalfsögðu samið, Héraðssamböndunum og grasrótinni í hag. Ef til sameiningar kæmi þá gætu þeir ungmenna- lélagar sem vilja stunda leiklist að sjálfsögðu haldið því áfram. Landsmót og unglingalandsmót yrðu áfram, bara fjölmennari. Lottó til Hérðarssambanda myndi ekki skerðast. Gistiaðstaðan í Fellsmúla þyrfti ekki að leggjast niður. Ef þú lesandi góður hefur heyrt annað þá er það S'mfaldlega hræðsluáróður til þess fallinn að koma í veg ^yrir að þú hugsir málið til enda og myndir þér sjálfstæða skoðun. Lítum á nokkra mögulega kosti við sameiningu. kir> öflugri heildarsamtök yrðu í forsvari fyrir íþrótta- og Lln§mennafélagshreyfinguna út á við og inn á við. Þjónusta við Héraðssamböndin myndi eflast. Töluverðar fjárhæðir myndu sparast við sameinað skrifstofuhald. Tírni og fjármagn myndi sparast vegna fækkunar á þingum og fundum. Minna yrði um tvíverknað hjá héraðssamböndunum. Eitt félagaforrit í stað tveggja. Virkni skrifstofu ÍSÍ á Akureyri myndi aukast (og önnur opnuð á Isafirði). Togstreita sem forsvarsmenn tveggja samtaka draga okkur inn í leggðist af. Sterkari staða þegar krafist er aukningu á fjárstyrki frá ríkisvaldinu. Aukin og jákvæðari samvinna við íþróttabandalögin. Stærri Landsmót. Samið yrði um að KSÍ tæki tillit til Landsmótanna við niðurröðun leikja. Á þingi HSK var samþykkt tillaga um að sjórn UMFI legði fram kosti og galla vegna sameiningar á þingi UMFI í haust. Ég geri þá tillögu að minni með heildarhagsmuni hreyfingarinnar að leiðarljósi. Valdimar Leó Friðriksson Formaður UMSK.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.