Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 23
Borgfirðingur. Hann er frá Brekkukoti hér í Reykholtsdal og er nánast fæddur inn í Ungmennafélag Reykdæla." Er mikill leiklistaráhugi hjá ykkur? /,Leiklistaráhugi hér í sveit hefur alltaf verið mikill og Ungmennafélagið hefur að sjálfsögðu notið góðs af því, félagsmenn áhugasamir og duglegir að starfa. Ahuginn gengur líka í erfðir. Það sannaðist rækilega hjá okkur í Galdra-Lofti. í þeirri sýningu tóku þátt tvennir feðgar, mægður og feðgin." Hvenær byrjuðu þið með leiklistarfélag? „Hjá Ungmennafélagi Reykdæla er ekki starfandi sérstök leikdeild og hér er ekki starfandi sérstak leiklistarfélag. Félagið er elsta Ungmennafélagið í Borgarfjarðar- sýslu, stofnað 1908 og fljótlega fór að bera á áhuga á leklistarstarfsemi. í fundargerð frá 1914 má sjá að rætt hefur verið um að halda sjónleiki" en fyrsta sýning sem öruggar heimildir eru um var þáttur úr Skuggasveini, fluttur á 10 ára afmæli félagsins 1918 og Pilti og stúlku 1919. Síðan þá má segja að nánast óslitið hafi verið leikið í Reykholtsdalnum en auðvitað hafa komið ár og ár þar sem uppsetning hefur fallið niður eins og gengur. Undanfarin aratug hafa sýningar verið annað hver ár °g hitt árið höfum við reynt að gera eitthvað skemmtilegt, halda námskeið, kvöldvökur og fleira. Auk þess höfum við undanfarin ár verið í vináttusambandi við Ereyvangsleikhúsið í Eyjafirði. Þau hafa heimsótt okkur annað hvert ár og öfugt. Félögin reyna þá að hafa skemmtileg leikatriði meðferðis. Við fórum t.d. með °peru í þremur þáttum í Eyjafjörðinn síðast. Reyndar bara hálftíma verk en allt sungið. "Óperan" heitir Goðgá og er eftir Gylfa Ásmundsson lækni í Reykjavík. Ég treysti mér ekki til að telja upp allar uPpfærslur félagsins og ekki veit ég hvað leikritin eru orðin mörg. En til að gefa einhverja mynd af þessu starfi þá hefur Ungmennafélagið m.a. tekið til sýninga Bónorðið eftir Anton Tekhof, Maður og kona eftir Jón Thoroddsen, Hjónaband eftir G°gol, Elsku Rut eftir Norman Krasna, Gullna hlið Davíðs Stefánssonar nokkur verk eftir Jökul Jakobsson, Sveitasinfóníu Ragnars Arnalds og fleira mætti telja." hetta eru engin smá verk svo þú hlýtur að vera með fjölhæfa einstaklinga í kringum >ig? „Mjög svo. Mikil gróska hefur verið í leiklistarlífinu hjá félaginu og margir efnilegir leikarar komið fram. Félagið hefur oftast fengið til sín lærða leikstjóra til að leikstýra en þó hafa heimamenn einnig komið að leikstjórn. Með félaginu starfa einstaklingar sem hafa yfir 30 ára Lofts og Jon Petursson i hlutverki Olafs vinnumanns i Galdra-Lofti. Ungmennafélagið Lundarreykjardal. Dagrenningu leikreynslu og eru þar fremst í flokki þau Steinunn Garðarsdóttir og Ármann Bjarnason. Ekki má gleyma Þorvaldi Jónssyni sem oftar en ekki er vítamínsprauta og ekki bara úrvals leikari heldur liðtækur til allra verka varðandi sýningar. Sama má reyndar segja um marga aðra félagsmenn. Félagar í Ungmennafélagi Reykdæla hafa sótt námskeið í leiklist, bæði fengið kennara til að halda námskeið hér heima og Eru það bara ungmennafélagar sem koma að leiklistinni hjá ykkur? „Það er alltaf ákveðinn kjarni í Ung- mennafélaginu sem vinnur hvað mest að leiklistinni en oft tekur fólk sem er ekki í félaginu þátt í sýningunum. Oft er það líka fyrsta skrefið sem fólk tekur í átt að okkar félagsstarfi og gengur upp frá því til liðs við okkur." einnig sótt leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga." Hefur þú sjálf leikið eitthvað eða leikstýrt? „Ekki get ég sært mig mikið af því. 1986 lék ég í fyrsta skipti með félaginu. Það var hlutverk Árdísar í leikriti Jökuls Jakobssonar, Hart í bak. Lék þar meira að segja á móti formanni UMFÍ, Þóri Jónssyni. Síðan hef ég ekki mikið leikið. Hef aðallega verið eitthvað að snudda í kringum sýningarnar og stundum lent lítillega inn á sviði." Eru þið að setja upp eitthvert leikrit núna? „Við erum ekki að setja upp leikrit þetta árið en stefnum á hressilegt skemmtikvöld. I Reykolti verður síðan haldið í vor ársþing Bandalags íslenskra leikfélaga. Ungmennafélagið okkar stendur að því í samvinnu við Eins og maður heyrir er mikill metnaður hjá ykkur í leiklistinni en stefna margir á leiklistarnám í framtíðinni og hafa einhverjir gert þetta að atvinnu sinni? „Það er mikill metnaður í hópnum. Þeir sem á annað borð gefa sig út í leikstarf leggja sig alla fram. Sumir hverjir stefna hátt, aðrir hafa leiklistina að brennandi áhugamáli og starfa dyggilega að henni hér jafnhliða sínum daglegum störfum. Svo sérkennilega vill nú til að atvinnuleikainn okkar úr Galdra-Lofi, Guðmundur, lék aldrei með félaginu áður en hann fór í leiklistarskólann." Svona skemmtilegur og góður leiklistarhópur hlýtur að krydda félagslífið aðeins í sveitinni? „Já, lífið væri nú fátæklegra hér og minna spennandi og skemmtilegt ef ekki væri leiklistaráhuginn. Áhugaleikarar eru nefnilega þeirrar náttúru að geta af hjartans lyst matreitt skemmtanir handa sjálfum sér og öðrum og því sérlega nauðsynlegir hverju samfélagi. Svo ekki sé nú minnst á hversu þroskandi leikstarfiðer og ýtir undir sköpunargáfu og framfærni allra sem eru þeirrar gæfu aðnjótandi að taka þátt í slíku starfi."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.