Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 2
ritstjórinn Myndarlegt framlag í byrjun desember var samþykkt á Alþingi í fjárlögum að auka framlag til UMFÍ að fjárhæð 25 milljónir króna og er það ætlað til eflingar á starfi hreyfingarinnar. Ungmennafélagar gleðjast að sjálfsögðu yfir auknum framlögum og eiga þau eftir að koma að góðum notum í því öfluga starfi sem Ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir. Þá ber eirtnig að fagna því viðbótarfjármagni sem Alþingi leggur til ISI í fjárlögunum. Að þessu tilefni vill Ungmennafélag Islands koma á framfæri þakklæti til fjárlaganefndar, Alþingis og menntamálaráðherra fyrir öflugan stuðning við starfsemi hreyfingarinnar. I heimsókn hjá Ungmennafélagi Selfoss Skinfaxi RITSTJÓRI Valdimar Tryggvi Kristófersson LJÓSMyNDIR Sigurjón Ragnar o.fl. UMBROT OG HÖNNUN Valdimar Tryggvi Kristófersson ÁByRGÐARMAÐUR Björn B. Jónsson FRAMKVÆMDASTJÓRI Sæmundur Runólfsson AUGLýSINGAR Markaðsmenn PRENTUN Svansprent DREIFING Blaðadreifing ehf PÖKKUN Ás Vinnustofa PRÓFARKALESTU R Aðalbjörg Karlsdóttir Það fór ekki framhjá blaðamanni og ljósmyndara Skinfaxa þegar þeir keyrðu yfir Ölfusárbrú að jólin eru á næsta leyti. Búið var að skreyta hátt og lágt í bænum og allir komnir í jólaskap. Tilgangurinn með ferð okkar austur fyrir fjall var að koma við hjá Ungmennafélagi Selfoss, sem varð 65 ára á árinu, og hitta nokkra unga og efnilega íþróttamenn félagsins, sem voru m.a. í fararbroddi á Landsmótinu á Egilsstöðum í sumar þegar HSK tryggði sér sigur á mótinu, en Ungmennafélag Selfoss er stærsta félagið innan Héraðssambandsins Skarphéðins. Þá var komið við hjá formanni félagsins, Sigurði Jóns- syni og tveimur vöskum og dugmiklum mömmum sem kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að fylgja börnunum sínum eftir og að leggja hönd á plóginn í sjálfboðavinnu fyrir Ungmennafélagið. Þá er einnig annan formann að finna á Selfossi, Björn B. Jónsson, sem kjörinn var formaður UMFI á 42. sambandsþingi samtakanna, sem haldið var í Stykkishólmi í október eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Þess má geta að vegna heimsóknar Skinfaxa til Umf. Selfoss er blaðinu dreift frítt inn á öll heimili í bænum og var það Sunddeild félagsins sem sá um útburðinn fyrir UMFI og er þeim hér með þakkað kærlega fyrir hjálpina ásamt Kristínu Gísladóttur fram- kævmdastjóra Umf. Selfoss sem var okkur innan handar. Einnig var slegið á þráðinn til Patreks Jóhannessonar handknattleiks- manns, sem hefur farið vel af stað með liði sínu Essen í vetur og hann inntur eftir gengi liðsins og möguleikum landsliðsins á EM í Svíþjóð, sem fram fer í janúar 2002. Þá vill ritstjóri Skinfaxa og ritnefnd þakka Þóri Jónssyni fyrir vel unnin störf í þágu hreyfingarinnar og óska honum alls hins besta í framtíðnni og að sama skapa bjóða Björn B. Jónnsson, formann UMFI velkominn til starfa. Þá viljum við óska öllum ungmennafélögum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með jóla- og nýárskveðju Valdimar Tryggvi Kristófersson Litla sæta jólastúlkan á forsíðunni heitir Ragna Karen Víðisdóttir, en hún æfir fimleika með Stjörnunni í Garðabæ og er fjögurra ára. Myndin er tekin í Garðablómi Garðabæ og var það ljósmyndari Skinfaxa, Sigurjón Ragnar sem tók þessa fallegu jólamynd af Rögnu Karen. RITSTJÓRN Sigurbjörn Gunnarsson Anna R. Möller Vilmar Pétursson Sigurlaug Ragnarsdóttir STJÓRN UMFÍ Björn B. Jónsson Helga Guðjónsdóttir Kristín Gísladóttir Anna R. Möller Sigurbjörn Gunnarsson Ásdís H. Bjarnadóttir Hildur Aðalsteinsdóttir Sigurður Viggósson Kjartan P. Einarsson Svanur M. Gestsson Birgir Gunnlaugsson SKRIFSTOFA SKINFAXA ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ UMFÍ FEFLSMÚFA 26 108 REyKJAVÍK SÍMI: 568-2929 FAX: 568-2935 NETFANG: umfi@umfi.is HEIMASÍÐA: www.umfi.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.