Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 23
handkna 111eisma ður Þórir Ölafsson Þórir Ólafsson handboltakappi er 22 ára og hefur búið alla sína tíð á Selfossi. Hann er að leika sitt fyrsta ár í efstu deild en Selfoss hefur ekki gengið nógu vel það sem af er leiktíðinni. Hann á þó von að liðið muni leika betur eftir áramót. Hann segist sjálfur eiga meira inni, en nú er liðið ár síðan hann var valinn í íslenska landsliðið. Valdimar Kristó- fersson setti á sig klístur og ræddi við Þóri um handboltann á Selfossi og íslenska landsliðið. Það skiptir okkur gríðalega miklu máli að það mæti sem flestir á völlinn íslandsmótið í handbolta er rúmlega hálfnað og þið eruð í neðri helming deildarinnar. Sáttir við ykkar stöðu fram til þessa? „Það hefur gengið svona upp og ofan hjá okkur við erum núna í 10 sæti. Við vildum auðvitað vera ofar en deildin er býsna jöfn núna. En við erum bjartsýnir og ætlum okkur að gera betur eftir jól." Meðalaldur liðsins 22 ár Hvað hefur farið útskeiðis? „Það hefur svo sem ekkert sérstakt farið úrskeiðis, við erum með reynslulítið lið og ég held að meðal aldurinn sé um 22 ár. Við höfum skorað nóg af mörkum en vörnin hefur stundum verið að kikka og þegar að vörnin er léleg klikkar markvarslan oft með." Hvert var markmiðið ykkar í upphafi tímabilsins? „Okkur var spáð 8 sæti sem við áttum ekki von á. Fyrst og fremst ætluðum við að stimpla okkur inn í deildina." Þið sigruðu 2. deild í fyrra nokkuð sannfærandi, en er mikill munur á að leika í 1. og 2. deild og í hverju felst hann? „Það er mikill munur á deildum sérstaklega því að deildin hefur aldrei verið jafnari en í ár. Munur á markvörðum og varnarleik er það sem ég sé helst. í dag er lykill að velgengni í handbolta vörn og markvarsla." Nú er búið að leggja niður 2. deild og aðeins leikið í einni deild. Hvað finnst þér um þróun handbolt- ans á Islandi? „Þróun handboltans er mjög slæm þessa stundina miðað við fótbolta, körfubolta og aðrar greinar. Það eru bara 14 lið á landinu eins og er í handboltanum og það er því miður ekki nógu gott. Ég vona að bæjar- félögin á landinu taki sig á og sýni handboltanum meiri áhuga og skilning því þau gætu hjálpað til að snúa þessari þróun við." Hver er skýringin á slæmri stöðu handboltans í dag og hvað þarf að gera til að lyfta honum á ný á hærri stall? „Ég veit nú ekki alveg hver skýringin er, en krakkar í dag hafa um svo margt að velja í íþróttum og kannski er handboltanum ekki sýndur nógu mikill áhugi. Af boltagreinum sem stundaðar eru á íslandi hefur handboltinn náð bestum árangri og verið meðal bestu þjóða í heimi í þeirri grein. Ég held samt að áhuginn Ég vona að bæjarfélögin á landinu taki sig á og sýni handboltanum meiri áhuga og skilning því þau gætu hjálpað til að snúa þessari þróun við.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.