Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 14
Sigurður Jónsson formaður Ungmennafélags Selfoss p/\ Sjálfboðastarfið er mikils virði fyrir ungmennafélögin Svo finnst mér peningarnar verða alltof mikið eftir uppi í trjákrónum í yfirstjórn og öðru, en renni ekki eins og ég vil sjá, í grasrótahreyf- inguna Sigurður Jónsson þekkir vel til Ungmenna- félags Selfoss. Hann er formaður félagsins síðustu tvö ár, frá maí 1999, en þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem Sigurður kemur nálægt Ungmennafélaginu því hann hefur verið viðloðandi það í tugi ára og var m.a. formaður þess fyrir 1977-1979. Valdimar Kristófersson hitti Sigurð að máli og ræddi við hann um innviði félagsins, hugmyndir hans um hvernig má gott bæta innan hreyf- ingarinnar og þar liggur hann ekki á skoð- unum sínum. Lét sig hafa það að verða formaður aftur Sigurður hefur starfað í tugi ára fyrir félagið. Hann kom inn í frjálsíþróttadeildina á fyrstu árum hennar og keppti fyrir félagið auk þess sem hann þjálfaði frjálsar. Sig- urður varð síðan formaður frjáls- íþróttadeildar og að lokum formað- ur Ungmennafélags Selfoss. Hann hætti síðan formennsku 1979 en "lét sig hafa það" að taka hana aftur að sér fyrir tveimur árum. En hvernig stóð á því? „Það er eins og oft er í slíkum félögum, þá var ákveðin kreppa í því að fá fólk til að starfa og þessi kreppa var hér hjá félaginu. Sjálfur lenti ég í uppstillingarnefnd og leitaði log- andi ljósi að einhverjum til að taka við formennsku en enginn var til- kippilegur svo við þurftum að bjar- ga þessu og ég tók að mér starfið." Á stofnufundi félagsins 1. júní 1936 var félaginu gefið nafnið "Tíbrá." Veistu söguna á bak við þetta nafn? „Nei, ekki veit ég hana nákvæmlega, en forveri þessa fé- lags er Ungmennafélag Sandvíkur- hrepps. Á þessum tíma náði Sand- víkurhreppur yfir stærra svæði og hluta af þéttbýlinu hér við Ölfusá. Þetta félag var nokkuð öflugt og átti m.a. félagsheimili sem er hluti af bænun Haga hérna rétt fyrir neðan Selfoss. Þeir voru með stór markmið þessir frumkvöðlar, með- al annars að byggja sundlaug. Síðan lagðist starfsemi þess niður um tíma og þá var stofnað nýtt félag 1. júni 1936 sem bar nafnið Tíbrá. Það starfaði hér þangað til að nafninu var breytt janúar 1937 í Ungmennafélag Selfoss. Ungmenn- afélag Selfoss byggir því á þessum grunni. Við skýrðum síðan félags- heimilið okkar Tíbrá til að tengja það við söguna." Hvernig finnst þér félagið hafa elst og dafnað? „Þetta félag hefur alltaf verið öflugasta félagið á Suðurlandi og stærsta félagið innan Héraðssambandsins. Það hefur eflst og styrkst gífurlega mikið og í dag eru ríflega 1400 félagar. Iþrótt- alega séð er félagið mjög öflugt. Það hefur átt marga landsliðsmenn og heldur úti starfsemi í öllum þeim greinum sem aðstaða er fyrir á staðnum. Það er mjög stór hópur fólks sem leggur hönd á plóginn í sjálfboðastarfi í stjórnum og við að halda utan um skipulagsstarf í einstökum deildum og unglinga- ráðum. Samfélagslegt verðmæti þessa starfs er mjög mikið og mikil- vægt. Það er engin ömrur hreyfing sem leggur jafn mikið samfélags- legt starf af höndum. Þetta fullyrði ég alveg hiklaust og ég er með ákveðnar skoðanir hvernig eigi að koma á móts við þetta starf." Vill aukið fé frá UMFÍ og ÍSÍ Og hvernig viltu gera það? „Ég vil sjá aukið fé koma frá íþróttahreyf- ingunni þ.e.a.s frá UMFÍ og ÍSÍ. Ég vil að þau standa öðruvísi að því að veita fjármagn í starf félaganna. Yfirstjórnin og héraðssamböndin eru dálítið fjarlæg. Þessir aðilar eiga að standa saman að því að afla meira fjár til starfsins frá opinber- um aðilum en ekki standa í karpi sín á milli. Svo finnst mér pening- arnar verða alltof mikið eftir uppi í trjákrónum í yfirstjórn og öðru, en renni ekki eins og ég vil sjá, í grasrótahreyfinguna þar sem okkur vantar peninga til þess að borga þjálfurum og leiðtogum bar- na og unglinga. Þar fer aðalfor- varnarstarfið fram og það öflug- usta sem er rekið á landinu, með stærstan hóp sjálfboðaliða í störf- um. Þetta fullyrði ég í ljósi reynslu minnar í starfi með þessum félög- um. Það er alltof mikið að verið tala um eitthvað annað í tengslum við forvarnir en þetta. Þetta er það sem skiptir máli, að starfa með börnum og unglingum. Síðan er annað að aðstöðuupp- bygging í þessu stærsta félagi á Suðurlandi hefur ekki fylgt félag- inu eftir. Við höfðum löngum bestu aðstöðuna hér á Suðurlandi en nú er víðast hvar komin betri aðstaða fyrir íþróttaiðkun þ.e.a.s. meiri aðgangur og fleiri tímar á haus barna og unglinga, en hérna. Selfoss hefur því dregist afturúr og það passar ekki við metnaðinn í félaginu. Okkar vantar íþróttahús

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.