Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 12
Ungmennafélags Selfoss Upphafsár Stofnun Ungmennafélags Selfoss og fyrstu árin Annan dag hvítasunnu, þann 1 júní 1936 voru 10 ungir Selfossbúar saman komnir á fundi í Tryggvaskála. Markmiðið var að halda stofnfund að ungmennafélagi í Sand- víkurhreppi. A þessum fundi var enginn annar en framherji ungmennafélaganna Sigurður Greipsson, glímukappi og skóla- stjóri í Haukadal. Hélt hann erindi um starfsemi ungmennafélaganna og bauð þetta nýja félag velkomið í Héraðssam- bandið Skarphéðinn. Björn Blöndal Guð- mundsson las upp lög fyrir félagið sem fundarmenn samþykktu. Var því valið nafnið Ungmennafélagið Tíbrá. Þar sem fáir voru á þessum stofnfundi, var ákveðið að boða framhaldsstofnfund síðar, og voru kosnir til að sjá um hann Björn Blöndal Guðmundsson, Guðmundur Jóhannesson og Grímur E. Thorarensen. Björn Blöndal var aðalhvatamaður stofnunar félagsins. Hann hafði stundað og verið í félagslífi annars staðar áður. Framhaldsstofnfundurinn var haldinn í barnaskólanum á Selfossi þann lO.júní, og sóttu þann fund 25 manns. Þar kynnti Björn Blöndal lög félagsins og fékk sam- þykkt fundarsköp þess. Frestað var stjórn- arkosningu til næsta fundar, en sömu mönnum falið að annast stjórnarstöfin. Kosnar voru verkefnanefnd og skemmti- nefnd, en þeir Björn Blöndal og Guðmund- ur Jóhannsson lentu í báðum nefndunum. Auk þeirra fór í verkefnanefnd Guðlaug Þorfinnsdóttir, en Grímur Thorarensen fór í skemmtinefnd. A þriðja félagsfundinum sem haldinn var 25. júní var gengið til stjórnarkjörs og regluleg stjórn kjörin. í henni sátu Vern- harður Jónsson, Guðmundur Jóhannsson og Björn Blöndal. Varastjórnarmenn voru Bjarni Sigurgeirsson, Grímur Thorarensen og Agúst Helgason. Vemharður Jónson var formaður félagsins fyrsta árið. Hann var starfsmaður Kaupfé- lags Árnesinga og síðar kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki. Hann studdi félagið vel fyr- stu fetin en á 2. aðalfundi félagsins 26. jan- úar 1937 baðst hann undan . Fyrsta málið, sem formlega er tekið fyrir á ungmennafélagsfundi kemur fram á þriðja fundinum 25. júní. Björn Blöndal er sem fyrr allra manna áhugasamastur og hefur umræður um íþróttamálin "og þá sérstak- lega að vinna að því að koma hér upp sundlaug, þar eð virðist vera hér nóg af heitu vatni. Gat hann í því sambandi um umtal það að hita hér upp öll hús með heitu vatni, og vildi hann helst að það gæti farið saman - hitaveitan og sundlaugin.” Hér er tveimur stórmerkum málum hreyft, sem ungmennafélagið verður að teljast frumkvöðull að á þann hátt, að þar er málanna fyrst getið skriflega. Um haustið 1936 hófst fimleikakennsla undir stjórn Guðmundar Jóhanns- sonar, og urðu þátttakendur í upp- hafi 30 talsins. Æfingatíminn var annan hven dag í Tryggvaskála. Einhver leikfimitæki voru til sem félagið fékk frá gamla ungmenna- félaginu. Meginuppistaðan í æfingatækjunum voru tveir hestar, dýnur og kista. Enn var fitjað upp á fimleikaæfingum veturinn 1937-1938, og jafnvel næsta vetur einnig, en þegar kom að stríðinu og hersetunni bresku, sem einnig var á Selfossi, féll öll leikfimi niður að sinni. Einn veturinn voru æfðir hnefaleikar í Tryggvaskála, það voru danirnir í mjólkurbúinu, sem kenndu þá. Þó nokkur pör af hönskum voru keypt fyrir ungmennafélagið, hvað sem síðar varð af þeim. Á aðalfundi Ungmennafélagsins "Tíbrár" þann 26. janúar 1937 var samþykkt að breyta nafni félagsins í Ungmennafélag Selfoss. "Ymsum þótti, að félagið stæði ekki nógu föstum fótum með því að vera í einhverjum hillingum, þegar það loks uppgötvaðist hvað orðið þýddi", segir Grímur Thorarensen, en Bjarni á Fossi hefur einfaldari skýringu: "Mönnum fannst loft í nafninu og þótti það ekki nógu þjált." Sigurður Árnason kom með tillögu um að félagið héti Tryggvi í höfuðið á Tryggva Gunnarssyni, er byggði Ölfusárbrúna. Tillaga Björns Blöndal um nafnið Umf. Selfoss var þó samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, 17 atkvæðum gegn tveimur. Fyrsti aðalfundur Ungmennafélags Selfoss var haldinn 26. janúar 1937, og var Björn Blöndal kosin formaður. Sigurður Árnason var einnig kjörinn í stjórn og sat hann í stjórninni út þann vetur. Var hann í mörgu liðtækur fyrstu ár félagsins, einkum þó í knattspyrnunni. I endurminningum sínum segir hann "Þegar ég kom á Selfoss fór ég brátt að sparka með þeim. Það voru víst þeir dönsku í M.B.F., sem byrjuðu. Þeir æfðu hjá bankanum, og allir smástrákar á staðnum komu þarna að. Aðalmaðurinn í liðinu var Guðmundur Jóhannsson. Fyrsta keppnin var háð við starfsmenn Mjólkur- stöðvarinnar í Reykjavík. Svo var keppt á móti Stokkseyringum. Knattspyrnan varð sjálfkrafa viðfangsefni félagsmanna, þótt ekki sé það opinberlega fært í bækur og eru danimir taldir upphafsmenn hennar. Þátt- taka í knattspyrnunni var almenn meðal þeirra sem tóku þátt í leikfiminni hjá Guð- mundi Jóhannssyni og um vorið eftir að inniæfingar hættu, fór hann með liðið aust- ur á Bankaflatir og lét þau hlaupa í kapp, stökkva og slíkt." í gegnum það að dönsku strákarnir úr mjókurbúinu voru margir góðir knattspynumenn, átti Umf. Selfoss þéttingsgott lið í nokkur ár og góðum lið- um hjá fyrirtækjum í Reykjavík þótti gam- an að fá Selfyssinga suður að keppa við. Sundhallarmálið fékk verulegan framgang á félagsfundi 7. nóvember 1937 og kosin var sundhallarnefnd, í hana völdust þeir Guðmundur Jóhannsson, Grímur Thorar- ensen og Sigurður Eyjólfsson, skólastjóri og á aðalfundi þann 9. janúar 1938 var nefndin þegar búin að panta uppdrátt að væntanlegri sundlaug. Annað mál kom upp á þeim aðalfundi er Björn Þorsteinsson fékk samþykkta tillögu um að Ungmenna- félagið fari þess á leit við stjórn Vatnsveit- unnar á Selfossi að það fái vatn úr vatnsæð þorpsins þann tíma sólarhringsins, sem það er minnst notað, og koma upp skauta- svelli fyrir félagsmenn. Skautalist hafði þá verið iðkuð á Selfossi í nokkur ár. Skauta- svellið komst í gagnið, það fékkst sprautað á Sigtúna-túnið á hentugum tíma og þar að auki notuðu menn áveiturnar framan við þorpið og iðkuðu þar töluvert skauta- hlaup. Þá beitti félagið sér fyrir námskeiði í "hjálp í viðlögum", árið 1939, og var það nám- skeið haldið í Tryggvaskála og stóð ein 3 kvöld. Heimild: Úrdráttur úr bókinni "Ungmennafélag Selfoss 40 ára." eftir Pál Lýðsson. T'BRA Fálagsheimili Umf. Self -L Kristín Gísladótti kvæmdastjóri U ir fram- Selfoss mf

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.