Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 11
<! < I heimsókn hjá Ungmennafélagi Selfoss Ungmennafélagið Tíbrá var stofnað fyrir 65 árum en nafni þess var síðan breytt í Ungmennafélag Selfoss nokkrum mánuðum síðar. Ung- mennafélag Selfoss hefur allt frá þeim tíma vaxið fiskur um hrygg og félagið státar nú af 1400 félögum og þ.á.m. eru nokkrir jólasveinar, sem stunda reyndar sínar æfingar bara um jólin. A 42. sambandsþingi UMFÍ var kjörinn nýr formaður hreyfingar- innar, Björn B. Jónsson en hann er búsettur á Selfossi og hefur verið varaformaður UMFÍ undanfarin ár. Kristín Gísladóttir fram- kvæmdastjóri Umf. Sel- foss var komin í jóla- skap þegar Skinfaxi leit við í félagsheimili þeirra og nýbúin að skreyta jólatréið. En félagsheim- ili þeirra, sem tekið var í notkun fyrir tveimur árum var gefið nafnið Tíbrá til að tengja það við söguna. Ungmennafélag Selfoss er stærsta félagið innan Héraðssambandsins á Suðurlandi og var það í fararbroddi í sumar þegar HSK sigraði svo eftirminnilega á Lands- mótinu á Egilsstöðum. Félagið státar af mörg- um ungum og efnileg- um íþróttamönnum eins og sjá má í Skinfaxa, má þar m.a. nefna Magnús Má sundmann.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.