Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 33
Kemur það til greina að hleypa öllum íþróttabandalögum á landinu inn í sam- tökin og hvað mundi það þýða fyrir samtökin? „Það kemur til greina. Það myndi þýða það, að í fyrsta skipti yrðu til ein samtök í landinu þar sem öll íþróttabandalög og héraðssambönd geta starfað saman í einum grasrótarsamtökum á landsvísu þar sem sérsamböndin eru ekki þátttakendur. Það hlýtur að vera spennandi kostur að skoða þann mögu- leika til hlítar. ríkisins til æskulýðsmála, bæði þeim fjármunum sem við erum að fá og eins viðbótar- fjármagni til ISI. Það á eftir að auðvelda okkur að. koma góðum málum í framkvæmd. Við þekkjum það að allt kostar peninga, en við erum jafnframt að vonast til að þessir fjármunir geti styrkt sjálfboðastarfið til muna. Ungmennafélagsandinn á að lifa og mun lifa. Hvernig á að nýta þessu fjáraukningu - er búið að brennimerkja þessa peninga einhverjum ákveðnum verkefnum? „Við ætlun að efla fræðslustarf hreyfingarinnar, efla svæðisstöðvar á landsbyggðinni, auka kynningarmál samtakanna, gera sérstöðu UMFI sýnilegri svo fátt eitt sé nefnt. Menningar- og umhverfismálin munu líka fá sinn skerf af kökunni. Ef af þessu verður, þá þýðir það líka að við verðum að búa okkur vel undir komu íþróttabandalaganna inn í UMFÍ, því þau munu koma inn á okkar forsendum Ef af þessu verður, þá þýðir það líka að við verðum að búa okkur vel undir komu íþróttabandalaganna inn í UMFÍ, því þau munu koma inn á okkar forsendum og því mikilvægt að lottó, valdahlutföll á þingum, Landsmótin o.fl. verði að vera í takt við nýja tíma, ef af verður. Á sambandsþinginu var samþykkt að fela stjórn UMFÍ að hefja viðræður við ÍSI um heildarendurskoðun á skipulagi og hlut- verki íþrótta- og ungmennahreyfinganna, UMFÍ og ÍSÍ, með það að markmiði að hámarka með öllum tiltækum ráðum skilvirkni og hagkvæmni í rekstri þessa málaflokks, en þó þannig að ekki sé gengið á gæði starfsins. Eru þessar viðræður farnar af stað? „Nei, en þær fara af stað mjög fljótlega." Hver er þín tilfinning gagnvart þessum viðræðum og hverju þær muni skila? „Eg tel það afar spennandi kost fyrir báðar hreyfingarinnar að fara í viðræður um sameiginleg málefni. Þær munu skila meiri skilningi á starfi hvors annars. Það verður margt skemmtilegt sem mun fæðast og við munum koma í framkvæmd báðum samtökunum til heilla." Það liggur fyrir að ekkert verði að sameiningu hreyfinganna en er hagkvæmt fyrir þær að vinna saman í ákveðnum málum? „Ég er mjög spenntur gagnvart samstarfi við ISI. Það eru mörg mál sem þarf að taka upp með íþrótta- forystunni eins og sameiginleg tölvumál, fræðslumál, forvarnarmál og margt fleira." I lok nóvember var lagt til á Alþingi, í frumvarpi, að auka framlag til UMFI að upphæð 25 miljónir króna. Hækkunin er ætluð til eflingar starfi hreyfingarinnar. Þú væntanlega gleðst yfir þessu en hvaða þýðingu hefur þetta fyrir ungmennafélagið? „Þetta mun hafa mikið að segja fyrir hreyfinguna og að sjálfsögðu gleðst ég yfir þessum auknu framlögum Formaður ÍSÍ, Ellert B. Schram, hefur oft á tíðum farið mikinn undanfarna mánuði. Á meðan ungmennafélagar gleðjast yfir þessu aukna framlagi frá Alþingi þá hefur hann að sama skapi mótmælt stuðningi Alþingis við UMFI í fjölmiðlum. Hvert er maðurinn að fara og hvað finnst þér um þessar hrópanir hans? „Fyrst og fremst hryggði það mig að forseti ÍSÍ skyldi fara með ósannindi trekk í trekk, bæði í bréfi til þingmanna og í fjölmiðlum. Hann fullyrti m.a. að við ætluðum að nota þessa fjármuni 1

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.