Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 26
Eygló og Árný
kjarnakonur
Öll íþróttafélög þrífast á
sjálfboðastarfi sem er því
miður á undanhaldi í
dag. Valdimar Kristófers-
son hitti að máli tvær
kjarnakonur, Eygló Pét-
ursdóttur og Arný Stein-
grímsdóttur sem hafa í
fjölda ára starfað af mik-
illi samviskusemi fyrir
Ungmennafélagið Sel-
foss í sjálfboðavinnu.
Það var ekki í tísku á þeim tíma
að stelpur væru í fótbolta
Mér finnst
eðlilegt að
foreldrar fylgi
börnum sínum
eftir og leggi
svolítið á sig ef
þess þarf.
Þær fylgja börnunum sínum eftir
hvert fótmál og standa þétt við
bakið á þeim. Eygló á tvö börn,
Stefán Ólaf og Sunnu Stefáns-
börn, sem eru bæði í fótboltanum,
en Árný á fjögur börn, Steingrím,
Lindu Björk, Katríni Yr og Önnu
Maríu Friðgeirsbörn, en þau eru
og hafa verið í fótboltanum. Þær
hafa einstaklega gaman af því að
fylgja þeim eftir þótt það fari oft
mikill tími í það, en þær hafa að
auki unnið það afrek að koma
kvennaknattspyrnunni á kopp
hjá félaginu ásamt öðru góðu
fólki í bænum.
Hvað hefur forgang?
En skyldu þær sjálfar hafa stund-
að íþróttir á sínum tíma? „Já,
reynda,." segir Árný og heldur
áfram. „Ég var eitthvað í frjálsum
og síðan var ég aðeins í fótbolt-
anum á sínum tíma en ekkert
skipulega. Það var ekki í tísku á
þeim tíma að stelpur væru í fót-
bolta. Maður þurfti því að berjast
fyrir því að fá að vera með og það
hafðist að lokum, en maður spilaði
þá og lék sér með strákunum öll-
um stundum."
Aftur á móti hefur Eygló aldrei
stundað neinar íþóttir en hvaðan
kom þá áhuginn hennar á íþrótt-
um? „Hann kviknaði fyrst og
fremst út af börnunum. Það eru
margir foreldrar sem hafa aldrei
komið nálægt íþróttum en vilja
fylgja börnunum sínum eftir og fá
áhugann í kjölfarið."
Nú þrífast íþróttafélögin miklu
leiti á sjálfboðastarfi þ.e.a.s. á því
fólki sem er tilbúið að leggja á sig
vinnu fyrir félagið. Finnst ykkur
þetta vera sjálfsagður hlutur? „Já,
mér finnst eðlilegt að foreldrar
fylgi börnum sínum eftir og leggi
svolítið á sig ef þess þarf. Fólk
verður að átta sig á því að þótt að
þetta taki stundum mikinn tíma og
getur verið ansi erfitt þá er bara
svo skemmtilegt og ánægjulegt að
fylgja börnunum sínum eftir og
vinna með þeim í þessu," segir
Eygló.
Nú hefur sjálfboðastarf verið á
undanhaldi á síðustu misserum.
Það er erfiðara að fá fólk til að
sinna þessu. Hafið þið einhverjar
skýringar á því? „Það eru allir svo
uppteknir í dag, en þetta er í raun
spurning hvað hefur forgang hjá
foreldrum. Ertu t.d. tilbúinn að
fórna því að fara sjálf í leikfimi eða
sleppa að mæta í saumaklúbbinn?
Þetta er bara spurning um hvað
fólk velur. Það er alltaf hægt að
finna sér tíma fyrir börnin sín en
þú verður kannski að fórna ein-
hverju öðru í staðinn," segir Eygló.
Getið þið gefið foreldrunum ein-
hver ráð sem telja sig ekki hafa
tíma? „Það verður bara hver fyrir
sig að átta sig á hvað hann vill.
Þetta er forgangsröðun eins og við
töluðum um áðan en við getum
fullvissað foreldra um að þessum
tíma er vel varið og hann er ákaf-
lega skemmtilegur," segir Árný.