Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 8
skipta um lið. Fyrir þremur árum var þjálfari hjá Tusem sem vildi lítið nota mig svo ég hugsaði um það að fara annað. Sá þjálfari var svo rekinn og sá sem tók við notaði mig 100% svo ég hætti við að skipta um lið. Þegar samningnum lýkur þá er ég búinn að vera hjá Essen í 7.ár. Ég hef mikinn áhuga á að spila á Spáni og ef ég fæ tilboð frá toppliði á Spáni þá fer ég 2003. Það gengur reyndar mjög vel hjá Essen í dag og kannski vitleysa að fara núna þegar liðið er loksins komið við toppinn eftir tíu ára hlé. En við sjáum hvað gerist." Þú hefur verið að leika einstaklega vel í vetur og ert meðal marka- hæstu manna í deildinni. Er þetta þitt besta tímabil hingað til? „Mér hefur gengið vel það sem af er. Ég var mjög ánægður með síðasta tímabil en er enn ánægðari með stöðuna í dag og vonandi halda hlutirnir áfram að ganga svo vel." Hefur þú verið að æfa svona vel eða er það aldurinn og reynslan sem er að skila sér? „Að sjálfsögðu hafa æfingar skilað miklum árangri. Æfingar okkar eru mjög góðar og þjálfarinn mjög fær. Aldur og reyn- sla skiptir vitanlega miklu máli og jafnframt þroski og tilfinningalegt jafnvægi." Þú ert ekki eini íslendingurinn sem leikur með Essen heldur leik- ur Guðjón Valur Sigurðsson einn- ig með liðinu. Hvernig hefur hon- um gengið og hvernig er að hafa annan íslending með sér í sama liði? „Hann er búinn að standa sig mjög vel á sínu fyrsta ári og þeir hjá Tusem eru mjög ánægðir að hafa samið við Gogga. Það er frábært að hafa íslending í sama liði og hef ég spilað á þessum 6. árum með Páli Þórólfs og Guðjóni Val, báðir algjör- ir toppmenn." Nú leika alls fimm íslenskir leik- menn í þýsku deildinni. Hvemig er Iandinn metinn hér í Þýska- landi? „Ég veit það ekki, en ég held að menn séu sáttir við okkur því við gefum okkur alltaf alla í leikinn og það kunna þeir að meta." Það styttist óðum í EM í handbolta sem fer fram í janúar í Svíþjóð. Hverjiir eru möguleikar okkar í keppninni? „Það er erfitt að segja til um það. Við getum unnið allar þjóðir og tapað líka fyrir flestum þjóðum svo það er allt opið." Eins og áður segir þá eigum við m.a. fimm leikmenn sem leika í sterkustu deild í heimi, Þýska- landi, og eru að spila vel. Eiga íslendingar ekki rétt á að gera kröfur til ykkar um góðan árangur? „Það er eðlilegt að fólk geri kröfur. Kjarninn í liðinu er á besta aldri svo fólk á að gera kröfur um að við spilum vel." Guðmundur Guðmundsson hefur tekið við liðinu. Hafa orðið ein- hverjar breytingar með honum sem við eigum eftir að sjá á EM? „Það koma alltaf breytingar þegar nýr þjálfari kemur en ég er búinn að hafa Gumma svo stutt að ég get lítið sagt um það. Kynni mín af honum fram til þessa eru mjög jákvæð. Hann er mjög vel skipulagður og veit hvað hann ætlar að gera með liðið." Hverja telur þú vera helstu veikleika og styrkleika liðsins? „Okkar veikleiki er óstöðugleiki, við spilum suma leiki eins og snillingar en aðra eins og einhverjir byrjendur. Ef við ætlum okkur að gera ein- hverja hluti í Svíþjóð verðum við að spila vel og ná stöðugleika." Ekki er enn ljóst hvort ungmenna- félaginn Bjarki Sigurðsson Aftur- eldingu fái á fara með. Yrði hann ekki mikilvægur fyrir ykkur á mótinu? „Hann er heimsklassa leik- maður með mikla reynslu og yrði liðinu mikill styrkur. Lið hans vildi ekki leyfa honum að vera með í æfingaleikjunum á móti Noregi fyrir skömmu og fannst mér Afturelding koma frekar illa frá því máli því Bjarki var búinn að æfa með okkur alla vikuna fyrir leik en á leikdag koma þeir og segja að hann megi ekki vera með." Hvað með ungu strákana sem fengu tækifæri á móti Norðmönn- um. Eru þeir klárir í slaginn? „Mér fannst þeir allir standi sig mjög vel. Það eru margir góðir að koma upp og framtíðin björt." f hvaða sæti lendum við á EM? „Við náum betra sæti en á síðustu EM!" (*■£*> ...ég held að menn séu sáttir við okkur því við gefum okkur alltaf alla í leikinn og það kunna þeir að meta.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.