Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 18
Ágústa, Bryndís og Preyja frjálsíþróttakonur Efnilegar frjálsíþróttakonur Innan frjálsíþróttadeildar Selfoss æfa þrjár ungar og geysilega efnilegar stúl- kur. Agústa Tryggvadóttir er þeirra elst, þá kemur Bryndís Eva Óskarsdóttir og svo Freyja Amble Gísladóttir. Þær hafa allar hampað íslandsmeistaratitlum í sínum aldursflokki og setja markið hátt. Valdimar Kristófersson hitti þess- ar hressu stelpur að máli í íþróttahús- inu á Selfossi en þær voru þá nýkomn- ar úr prófi. Freyja er 15 ára en það eru ekki nema tvö ár síðan hún fór að æfa frjálsar af krafti. „Ég æfði sund í fjögur ár en snéri mér síðan alfarið að frjálsum fyrir tveimur árum. Ég æfi mest 800m hlaup en er einnig í 400m og 1500m.” Bryndís er 16 ára. „Ég byrjaði að æfa frjálsar þegar ég var 9 ára. Ég er aðallega í grindahlaupi, hástökki, þrístökki, langstökki og aðeins í spretthlaupunum." Agústa er 18 ára. „Það eru sex ár síðan ég byrjaði í frjálsum. Ég var einnig í fótbolta á sínum tíma en æfingaálagið var orðið of mikið svo ég hætti í fótboltanum. Ég er mikið í sjöþraut og síðan hef ég einnig einbeitt mér að þrístökki og hástökki." Hvernig æfir maður eiginlega fyrir stökk- og hlaupagreinarnar - ekki fer maður bara út og hleypur eða er stökkvandi allan liðlangan daginn? „Nei, alls ekki," segja þær hlæjandi. „Þetta eru fjölbreyttar æfingar sem maður þarf að taka. Það þarf t.d. að gera styrktaræfingar sem eru margar og fjölbreyttar, það þarf að æfa þolið og svo skiptir tæknin miklu máli," segir Freyja. Nú eru frjálsar einstaklingsíþrótt. Haldið þið hópinn og æfið mikið saman? „Það er misjafnt. Ég og Agústa æfum mikið saman því við æfum svipaðar greinar en Freyja er meira í hlaupunum og æfir því aðeins öðruvísi en við. Við höfum heldur ekki alveg jafn gaman af því að hlaupa eins og Freyja, þannig að við látum hana um það," segir Bryndís brosandi. Hvetjið þið hvor aðra mikið þegar þið eruð að æfa saman? „Já, við reynum það. Við æfum yfirleitt eftir mjög svipuðu prógrammi og erum þá að gera sömu æfingarnar. Það verður því aðeins meiri metnaður í manni fyrir vikið og við reynum að hvetja hvor aðra til að gera betur." Segir Ágústa. Nú voru þið allar að koma úr prófum, en hvernig gengur að sameina skólann og íþróttimar? „Það gengur bara nokkuð vel en getur þó stundum verið dálítið strembið þegar við erum að æfa mikið. En því meira sem maður æfir því betur skipuleggur maður sig þannig að íþróttirnar taka ekki frá né bitna á skólanum," segir Bryndís og Ágústa bætir við. „Námið hjá mér hefur verið að þyngjast í vetur og ég veit ekki alveg hvernig þetta hefði verið ef við hefðum verið með þjálfara það sem af er vetri." Já, þið eruð þjáfaralausar þessa stundina? „Já, það hefur gengið eitthvað erfiðlega að fá frjálsíþróttaþjálfara en það er vonandi að það breytist jafnvel fyrir jólin," segir Freyja. Þetta setur mark sitt á æfingarnar hjá ykkur? „Jú, það gerir það. Þetta háir okkur náttúrulega mikið og við getum ekki æft að sama krafti og áður. Það vantar einhvern til að halda uppi aganum og keyra mann áfram. Ég hef þó reynt að halda mér við með því að æfa körfubolta," segir Ágústa og Freyja bætir því við að hún sé á fullu í styrktaræfingum. En eru frjálsar ekki meiri sumaríþrótt en vetrar? „Nei, ekkert frekar. Þær eru fyrirferðameiri yfir sumartímann en við æfum samt af krafti yfir veturinn enda er mikið af mótum innanhúss sem byrja fljótlega eftir jól," segir Bryndís. Nú kepptuð þið allar á Landsmótinu á Egilsstöðum í sumar. Hvernig var það? „Alveg æðislega gaman," svara þær í kór. „Ég hef farið þrisvar en í fyrsta skiptið sem ég fór tók ég bara þátt í æskuhlaupinu. Þetta er alltaf jafn gaman og stemmningin og að hafa alla þessa áhorfendur gerir þetta alveg ógleymanlegt," segir Ágústa og Freyja er henni sammála og bætir við. „Þá var aðstaðan á Egilsstöðum alveg frábær og hjálpaði manni til að ná góðum árangri. Svo er þetta líka gaman vegna þess að fjölskyldan notar tækifærið og fer í gott frí. Þetta er sannkallað fjölskyldumót." Og það hefur ekki eyðilagt fyrir ykkur að þið eruð í HSK sem fór með sigur af hólmi? „Nei, það var ekki leiðinlegt og frábært að vinna mótið. Því miður unnum við ekki frjálsar en við hjálpuðum til í heildarstigakeppninni," segir Bryndís. Ágústa og Bryndís kepptu á móti hvor annarri í lOOm grind á landsmótinu. Er ekki dálítið erfitt að vera að æfa saman og að keppa svo á móti hvor annarri á mótum? „Nei, alls ekki. Það er a.m.k. enginn rígur á milli okkar. Við reynum að fremsta megni að styðja hvor aðra, en auðvitað er metnaður í okkur og við reynum að sigra hvor aðra þegar komið er í mót," segir Ágústa. Þannig að þið verðið ekkert sárar út í hvor aðra eftir mót? „Nei, nei, a.m.k. er það ekkert langvarandi. Það er þó stundum ágætt að það sé dálítið langt á milli móta." Segir Bryndís glottandi. Freyja lenti í 5. sæti bæði í 800m og 1500m hlaupi á landsmótinu þrátt fyrir ungan aldur, en skyldi talan 5 vera í einhverju uppáhaldi hjá henni? „Já, ég var búinn að ákveða það fyrirfram að lenda í 5. sæti," segir hún með stríðnistón og heldur áfram. „Nei, alls ekki. Ég var mjög sátt við þennan árangur og ég bætti mig mjög mikið á mótinu eða um 15 sekúndur í 1500m hlaupinu." Innanhússmótin byrja síðan af krafti eftir áramót og það verður gaman að fylgjast með þeim stúlkum í vetur og í framtíðinni. Þannig að þið verðið ekkert sárar út í hvor aðra eftir mót? „Nei, nei, a.m.k. er það ekkert langvarandi. Það er þó stundum ágætt að það sé dálítið langt á milli móta." Segir Bryndís glottandi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.