Skinfaxi - 01.12.2001, Blaðsíða 30
Sara, Linda og Hrafnhildur
hópfimleikadro 11ningar
Komast færri að en vilja í
fimleikana
Fimleikadeild Selfoss er líklega ein
vinsælasta deildin innan Ungmenna-
félagsins. í kringum 200 krakkar æfa
fimleika með félaginu og komast
færri að en vilja. Hópfimleikar hafa
verið í stöðugri uppsveiflu á síðustu
árum og notið mikilla vinsælda.
Valdimar Kristófersson leit við á
æfingu og hitti þar fyrir Lindu Ósk
Þorvaldsdóttur, Hrafnhildi Björk
Guðgeirsdóttur og Söru Kristínu
Finnbogadóttur, en þær stunda allar
hópfimleika.
Hvað eru hópfimleikar? „Hópfimleikar er hópíþrótt þar
sem 12 eru í liði og þar sem heildin og góð samvinna skiptir
miklu máli. Það er keppt á gólfi, í stökki, á trampólíni, á
hesti og á dýnu," segir Hrafnhildur.
Linda Ósk og Hrafnhildur keppa saman í hópfimleik-
unum en Sara Kristín, sem er 13 ára er í flokki fyrir neðan
þær. Hvernig stóð á því að þið fóruð að æfa hópfimleika?
„Eg byrjaði þriggja ára að æfa áhaldafimleika og var þá á
tvíslá og jafnvægisslá. Síðan var byrjað á hópfimleikum
nokkrum árum seinna og mér þótt það spennandi.”
Hvernig hefur ykkur gengið á
mótum? „Bara nokkuð vel. Við
höfum reyndar ekki enn orðið fs-
landsmeistarar í hópfimleikum en
ég endaði í 2. sæti á íslandsmót-
inu í skrúfustiga. Það er alltaf hal-
dið eitt mót á ári þar sem keppt er
í einstaklingskeppni í þeim grein-
um sem keppt er í í hópfimleik-
unum," segir Linda og Sara státar
ekki af síðri árangri. „Eg var einu
sinni íslandsmeistari í 1. þrepi og
ég lenti einu sinni í 2. sæti í 2.
þrepi en það var reyndar þegar ég
var 11 og 12 ára."
Hvað með þig Hrafnhildur? „Ég
varð í 2. sæti á íslandsmótinu í 4.
þrepi í fyrra."
En hvernig er það með fimleika
og hópfimleika. Er þetta bara
stelpuíþrótt? „Nei, alls ekki. Þetta
er jafnt fyrir stráka og stelpur en
það eru að vísu mjög fáir strákar
sem eru að æfa fimleika. Hjá okk-
ur eru reyndar margir ungir strá-
kar sem byrja að æfa en svo leita
þeir í aðrar íþróttagreinar þegar
þeir verða eldri," segir Linda.
Er það ekki frekar óvenjulegt að byrja þriggja ára? „Jú,
vissulega. Systir mín var í fimleikum og ég elti hana alltaf á
æfingar og var með þótt ég væri ekki
nema þriggja ára. í dag verður maður
að vera orðinn fimm ára til að fá að
byrja að æfa. Þetta fyrirkomulag var
ekki komið þegar ég byrjaði þannig
að ég gat byrja tveimur árum fyrr en
gengur og gerist í dag."
Mamma gaf mér þá
fimleikabol og það
varð til þess að ég
mætti á mína fyrstu
æfingu.
Hvernig stendur á því? „Ég veit
það ekki, en ég gæti trúað
því að þeim finnist fim-
leikar dálítið púkó þegar
þeir verða eldri. Þetta er
ekki nógu karlmannlegt
fyrir þá," segir Hrafnhildur
glottandi.
Hvað með þig Hrafnhildur? „Ég byrjaði fimm ára og var
nú ekkert að einbeita mér að neinni einni grein. Ég prófaði
hin ýmsu áhöld en fór síðan að einbeita mér að trampó-
líninu."
En Sara? „Ég byrjaði í áhaldafimleikum en ég man nú ekki
afhverju ég byrjaði. Mig minnir reyndar að ég hafi verið að
horfa á fimleika í sjónvarpinu og langað til að prófa.
Mamma gaf mér þá fimleikabol og það varð til þess að ég
mætti á mína fyrstu æfingu."
Nú eru 200 krakkar að æfa fim-
leika hjá ykkur. Eru þetta þá allt
stelpur sem eru að æfa með
ykkur? „Já, að lang mestu leyti.
Það eru að vísu nokkrir strákar
sem eru í yngsta hópnum þ.e. 5 og
6 ára og svo er einn strákahópur,
sem í eru átta strákar, að mig
minnir, sem eru orðnir 11 og 12
ára," segir Sara.
Hvað með aðrar íþróttir? „Ég var aðeins í fótbolta en er
hætt því núna," segir Hrafnhildur og Linda segist hafa
verið í frjálsum á sínum tíma, en Sara hefur bara verið í
fimleikunum.
Eru fimleikar miklu skemmti-
legri íþrótt heldur en t.d. fótbolti
og frjálsar sem þið voruð einu
sinni í? „Já, mér finnst það en
þetta er að vísu svo ólíkar greinar
að það er dálítið erfitt að bera þær
saman," segir Linda.
Æfið þið oft í viku? „Við æfum
fjórum sinnum í viku og stundum
áður en við förum í skólann. Þetta
eru yfirleitt tveggja tíma æfingar,"
segir Hrafnhildur.
Hvernig er það ef allir mæta ekki
á æfingu þar sem þetta er hóp-
íþrótt. Er þá hægt að vera með
æfingu? „Já, það er alveg hægt en
það er æskilegt að allir mæti. Það
skiptir samt öllu máli að allir
mæti á æfingar áður en kemur að
móti," segir Linda
Nú eru fimleikafólk mjög liðugt,
eru þið endalaust að taka ein-
hverjar teyjuæfingar? „Nei, ég
get nú ekki sagt það. Við teyjum
alltaf fyrir og eftir æfingar en það
fer ekkert langur tími í það," segir
Sara.
Hvað er skemmtilegast við hóp-
fimleikana? „Það er fjölbreytnin.
Þetta eru margar æfingar og við
eru endalaust að takast á við
eitthvað nýtt. Svo er þetta hóp-
íþrótt þannig að hún er mjög
félagsleg og við hittumst nokkuð
reglulega fyrir utan æfingatím-
ann," segir Hrafnhildur.
Það er stundum talað um að
fimleikafólk þurfi að hætta þeg-
ar það er komið rétt yfir tvítugt.
Er þetta rétt? „Nei, alls ekki, en
það er reyndar voðalega misjafnt
hvað menn endast lengi í þessu,
eins og er með allar aðrar íþróttir.
Stjörnustelpur eru t.d. mjög góðar
í hópfimleikunum en þær eru
margar hverjar komnar vel yfir
tvítugt, en eru enn í mjög góðu
formi og standa sig rosalega vel,"
segir Linda og Hrafnhildur bætir
við. „Það er ekki hægt að miða við
neinn sérstakan aldur. Þetta snýst
bara um áhugann og hversu dug-
legir menn eru að æfa."