Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 3
ritstjórinn Allirá Unglingalandsmót UMFÍ í Stykkishólmi Sumarið er fljótt að líða og þegar 2. tbl. Skinfaxa kemur inn um bréfalúguna hjá þér er komið fram í lok júlí. Sumarstarf UMFÍ hefur verið fjölbreytt það sem af er og eru mörg verkefni enn í gangi eða að hefjast. Eitt viðamesta verkefni í sumarsins er Unglingalandsmót UMFÍ, sem fram fer í Stykkishólmi 2. til 4. ágúst, og er framkvæmdin í höndum HSFI. Mikil undirbúningsvinna hefur farið fram undanfarna mánuði og má búast við glæsilegu og fjölmennu móti. Þetta er í fimmta skiptið sem Unglingalandsmót UMFÍ fer fram og aldrei fyrr hafa verið jafn margar forskráningar og nú. Sú nýbreytni var tekin upp fyrir þetta mót að hafa það opið almenningi og hefur það fallið í góðan jarðveg. Aðstandendur mótsins leggja mikla áherslu á að þetta sé fjölskylduhátíð enda verður nóg um að vera fyrir alla aldurshópa auk þess sem Snæfellsnes er stórkostleg náttúruperla og margt hægt að skoða og gera. Ég er því sannfærður um að allir eigi eftir að skemmta sér vel, sem leggja leið sína á Unglingalandsmót UMFÍ í Stykkishólmi. Skinfaxi er að þessu sinni tileinkaður Unglingalandsmótinu og verður blaðinu m.a. dreift til allra þátttakenda á mótinu. Meðal annars er rætt við Kjartan Pál Einarsson formann undirbúningsnefndar móts- ins, Selmu Björnsdóttur og Rúnar Frey Gíslason leik- og söngpar, sem munu halda uppi fjörinu á kvöldvökunni, Einar Einarsson frjáls- íþróttaþjálfara sem lætur sig ekki muna um að keyra allt Snæfells- nesið til þjálfa krakkana á Nesinu, Óla Jón Gunnarsson bæjarstjóra á Stykkishólmi, sem er ekki að koma að landsmóti í fyrsta skipti o.fl. En eins og áður segir er nóg um að vera hjá UMFÍ og ræddi Skapti Örn Ólafsson við nokkra valinkunna kappa innan hreyfingar- innar sem stýra um þessar mundir nokkrum áhugaverðum verkefnum má þar m.a. nefna „Göngum ísland" sem Helgi Arngrímsson sér um og „Fjölskyldan og fjallið," sem Ásdís Helga Bjarnadóttir formaður umhverfisnefndar UMFÍ er farin af stað með, en þetta er átaksverk- efni sem miðar að því að fá fjölskyldur í fjallgöngur. Að lokum vil ég hvetja alla til að mæta á Unglingalandsmótið í Stykkishólmi enda verður þar mikið fjör. Þeir sem komast ekki mæli ég eindregið með að njóti náttúru íslands, taki þátt í verkefnum UMFÍ og klæði sig í gönguskóna og gangi um landið. Með kveðju Valdimar Tryggvi Kristófersson Forsíðumyndina tók Sigurjón Ragn- ar, Ijósmyndari Skinfaxa, íStykkishólmi þegar Skinfaxamenn heimsóttu staðinn fyrir skömmu. Krakkarnir á myndinni æfa frjálsar með Snæfelli og voru að mæta á æfingu þegar Sigurjón myndaði þau. Skinfaxi RITSTJÓRI Valdimar Tryggvi Kristófersson LJÓSMyNDIR Sigurjón Ragnar o.fl. UMBROT OG HÖNNUN Valdimar Tryggvi Kristófersson ÁByRGÐARMAÐU R Björn B. Jónsson FRAMKVÆMDASTJÓRI Sæmundur Runólfsson AUGLýSINGAR Markaðsmenn PRENTUN Svansprent DREIFING Blaðadreifing ehf PÖKKUN Ás Vinnustofa PRÓFARKALESTUR Aðalbjörg Karlsdóttir RITSTJÓRN Anna R. Möller Vilmar Pétursson Sigurlaug Ragnarsdóttir Birgir Gunnlaugsson Ester Jónsdóttir STJÓRN UMFÍ Björn B. Jónsson Helga Guðjónsdóttir Kristín Gísladóttir Anna R. Möller Sigurbjörn Gunnarsson Ásdís H. Bjarnadóttir Hildur Aðalsteinsdóttir Sigurður Viggósson Kjartan P. Einarsson Svanur M. Gestsson Birgir Gunnlaugsson SKRIFSTOFA SKINFAXA ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ UMFÍ FELLSMÚLA 26, 108 REyKJAVÍK SÍMI: 568-2929, FAX: 568-2935 NETFANG: umfi@umfi.is HEIMASÍÐA: www.umfi.is Ársáskrift af Skinfaxa kostar 1.796.- krónur Skinfaxi kemur út 4-5 sinnum á ári.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.