Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2002, Page 20

Skinfaxi - 01.05.2002, Page 20
^fnglingalnndsmót UMFÍ í ^tgkkishólmi Ég ætla að sigla lygnan sjó og njóta þess að fylgjast með skemmtilegu móti, segir Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi Það eru tæp þrjú ár síðan Óli Jón Gunnarsson var gerður að bæjarstjóra í Stykkishólmi, en bærinn gerir vel við Unglinga- landsmótið og er stærsti styrktaraðili þess. Óli Jón er ekki ókunnugur slíkum mót- um á vegum UMFÍ, en hann var bæjarstjóri í Borgarnesi þegar 22. landsmót UMFÍ fór þar fram árið 1997, og veit því hvaða merkingu slíkt mót hef- ur fyrir bæjarfélagið. Hann er því öllum hnútum kunnugur og veit hvað þarf til að halda glæsilegt landsmót. Valdimar Kristófersson, settist niður Það er tiltrú blaðamanns- ins að Óli Jón hljóti að hafa gaman af íþróttum og fjölskylduhátíðum því Unglingalandsmótið er annað stórmótið á vegum UMFí, sem hann kemur að á stuttum tíma. En skyldi hann einhvern tím- ann hafa stundað íþróttir sjálfur? „Ég var á kafi í körfuboltanum í gamla daga með Tindastóli á Sauðárkróki. Það var reyn- dar fyrir allmörgum kílóum síðan,“ segir hann og hlær. „Ég var einnig í fótboltanum og frjálsum sem polli en í dag hefur golfið verið að ná fastari tökum á mér enda skemmtileg íþrótt." með bæjarstjóranum á skrif- stofu hans í Ráðhúsinu í Stykkishólmi. Unglingalandsmótið verður haldið hér fyrstu helgina í ágúst eins og Ég var á kafi í körfubolt- anum í gamla daga með Tindastóli á Sauðárkróki. Það var reyndar fyrir allmörgum kílóum síðan, segir hann og hlær. þér er fullkunnugt um. Hvernig líst þér á? „Mér líst ágætlega á það. Við erum búin að vera að bæta aðstöðuna fyrir mótið. Það er verið að ganga frá undir- lagi og forvinna allt fyrir lagningu gerviefnis á stökk- brautir og spjótkastsbraut. Þá verða hlaupabrautirnar endurunnar, verða leir- brautir eins og víða er. Þá hafa golfmenn og hesta- menn verið að bæta að- stöðuna og unnið að endur- bótum á sínum völlum. Golfklúbburinn og hesta- eigendafélagið sjá um þær greinar á landsmótinu og við höfum styrkt þau félög um tvær milljónir hvort til að byggja upp og bæta sína aðstöðu. Þannig að það verður verulega uppbygg- ing hjá báðum félögunum."

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.