Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2002, Qupperneq 32

Skinfaxi - 01.05.2002, Qupperneq 32
Öflugt starf í Þrastaskógi - Einar Kristján Jónsson formaður Þrastaskógarnefndar Einar Kristján er fæddur og uppalinn á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, foreldrar hans eru séra Jón Eyjólfur Einarsson prófastur Borgarfjarðarprófaststdæmis sem lést 1995 og Hugrún Valný Guðjónsdóttir starfs- maður hjá Reykjavíkurborg. Einar er í sambúð með Liselottu Elísabetu Péturs- dóttur. Einar er menntaður bifvélavirki og hefur starfað sem bifreiðastjóri ráðherra hjá Stjórnarráði íslands frá 1995. Einar hefur verið viðloðandi ungmennafélagshreyfing- una frá unga aldri og var meðal annars formaður Ungmennafélagsins Vísis í Hval- firði um fimm ára skeið. Eins sat Einar í stjórn Ungmennasambands Borgarfjarðar frá 1991-1996. Þá hefur Einar setið í ýms- um stjórnum og nefndum á vegum Ung- mennafélags íslands, ÍSÍ, FRÍ, Glímusam- bandsins ofl. Töluvert starf í skóginum En um þessar mundir er Einar formaður Þrastaskógarnefndar og hefur verið það frá 1999. Blaðamanni lá forvitni á að vita meira um starf Þrastaskógarnefndarinnar. „Það var ákveðið á fundi stjórnar UMFÍ í nóvem- ber 1999 að fela Ungmennafélaginu Vest- urhlíð starf Þrastaskógarnefndar og ég kem inn í þetta embætti fyrir ungmennafél- agið. En allt frá stofnun Ungmennafélags- ins Vesturhlíðar 1987 hafa félagsmenn þess haft veg og vanda af því að fara í margar vinnuferðir austur í Þrastaskóg. Ég hef verið formaður Vesturhlíðar frá 1997. Við vorum skipaðir á sínum tíma fjórir frá Vesturhlíð í Þrastaskógarnefndina, en ásamt mér eru í dag í nefndinni þeir Eðvarð Hallgrímsson, Óskar Magnússon og Hörð- ur S. Óskarsson. Með okkur í nefndinni situr síðan Svanur Geirsson sem fulltrúi UMFÍ,“ sagði Einar og fór yfir hvaða hlut- verk nefndin hefur. „Aðal starf Þrastaskóg- arnefndar er að sjá um rekstur á skóginum. Töluvert starf er í skóginum og má þar nefna söluskálann Þrastarlund sem leigður er út til rekstraraðila og stangveiði í Soginu sem einnig er leigð út til rekstaraðila. Á móti fáum við rekstarfé til að fara í fram- kvæmdir í skóginum," sagði Einar. En framkvæmir í Þrastaskógi hafa verið miklar síðustu ár, má þar nefna bílastæði fyrir húsbíla og fellihýsi, lagning vegar og gras- flatar ásamt venjulegu viðhaldi hverju sinni. Aöstaöan góð í sumar eru starfandi tveir skógarverðir í Þrastaskógi. „Skógarverðirnir hafa séð um að halda utan um svæðið, grisja og merkja gönguleiðir um skóginn. Þá hafa þeir plantað trjám í skóginum ásmt því að rukka inn tjaldleigu," sagði Einar. Góð aðsókn hefur verið í tjaldleigu í skóginum síðast- liðin ár. Vinsælt hefur verið hjá starfsfólki vinnustaða að koma við í skóginum í dags- ferðir, grilla og eiga saman góðan dag. „Við erum með þrjú stór grill sem við lánum út fyrir hópa og þá höfum við verið að bæta við bekkjum og borðum í skóginum. Eins gaf Ungmennafélagið Vesturhlíð út göngu- leiðabækling í samvinnu við Búnaðar- bankann í fyrra þar sem gönguleiðir Þrasta- skógar eru vel kynntar," sagði Einar. Sterkir bakhjarlar og höfðingleg gjöf Þrastaskógamefnd á góða bakhjarla og hefur Búnaðarbankinn og Pokasjóður stutt rækilega við bakið á henni ásamt Lands- virkjun. „Við höfum verið þess heiðurs að- Einar Kristján Jónsson er formaður Þrastaskógarnefndar og hefur hann í mörgu að snúast enda nóg um að vera í Þrastaskógi. Mikið og gott starf hefur verið unnið í skóginum allt frá því Ungmennafélag íslands fékk skóginn að gjöf fyrir rétt rúmum 90 árum. Skapti Örn Ólafsson sló á þráðinn til Einars og spjallaði við hann um starfið í skóginum. njótandi að hafa átt gott samstarf bæði við Búnaðarbankann, sem styrkti okkur um eina og hálfa milljón á sínum tíma og nú í ár styrkir Pokasjóður skógin um eina milljón. Þá hefur Landsvirkjun stutt okkur með verkefni sem hún er með sem heitir Margar hendur vinna létt verk, og hafa starfsmenn frá Sogsvirkjun komið og unnið í skóginum," sagði Einar og var þakklátur fyrir þá miklu aðstoð sem Þrastaskógur hefur fengið í gegnum tíðina. Nóg er um að vera hvað framkvæmdir varðar í skóginum á næstunni. „Við þyrftum að koma á varanlegu vatni sem myndi duga helst allt árið og eins rafmagni inn að tjaldstæðunum. En þetta er eitthvað sem er á stefnuskránni hjá okkur,“ sagði Einar. Þegar blaðamaður spurði Einar að því hvort fyrirhugað væri að selja sumarbú- staðalóðir í landi Þrastaskógar sagði hann svo ekki vera þrátt fyrri að eflaust væri hægt að fá gott verð fyrir lóðirnar. „Það er ekki á dagskrá hjá okkur að selja sumar- bústaðalóðir því landið hefur lengi verið í eigu UMFÍ og meðan ég fæ einhverju ráðið þá verður svo áfram," sagði Einar. Ungmennafélag íslands eignaðist Þrasta- skóg, sem er 42 hektarar að stærð, árið 1911. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri gaf UMFÍ skóginn og árið 1913 fékk skógurinn nafnið Þrastaskógur. Þrastaskógur nær frá Sogsbrú og upp að Álftavatni. í landi Þrastaskógar eru húseignir ekki margar. Á landinu er söluskálinn Þrastarlundur ásamt bensínstöð hjá Esso, lítill vegavinnuskúr sem hýsir skógarverðina og geymsluskúr fyrir tól og tæki. j

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.