Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 34
Umhverfismerkingar Hvað er nú það - og til hvers? Sífellt fleiri láta sig umhverfismál ein- hverju varða. Sumir láta sér nægja að hugsa um þessi mál, en aðhafast fátt. Aðrir eru komnir skrefi lengra og vilja láta verkin tala. En hvar á að byrja? Hvernig getur venjulegur einstaklingur látið gott af sér leiða á þessu sviði, eða með öðrum orðum dregið úr neikvæð- um áhrifum daglega lífsins á umhverf- ið? Umhverfismerkingar eru eitt þeirra tækja sem geta hjálpað okkur í þessari viðleitni. í hillum verslana sjáum við fjöldann allan af merkjum. Mörg þeirra gefa til kynna að viðkomandi vara sé umhverfisvæn, en það er hins vegar alls ekki sjálfgefið að öll þessi merki séu trúverðug. Sum þeirra fela að- eins í sér einhliða yfirlýsingar framleiðenda um ágæti vörunnar. í grófum dráttum má skipta umhverfis- merkingum í fimm flokka: 1. Umhverfismerki, („Gerð 1“). Vara sem ber þessi merki stenst tilteknar viðmiðunarkröfur um gæði og umhverfis- legl ágæti. Kröfurnar ná til margra þátta og alls vistferilsins (frá vöggu til grafar). Merkin eru óháð og fela í sér vottun þriðja aðila. Merkið tryggir vissulega ekki að var- an sé GÓÐ fyrir umhverfið, en það gefur a.m.k. til kynna að varan sé minna skaðleg fyrir umhverfið en aðrar vörur í sama vöru- flokki. Þessum merkjum er óhætt að treysta! (Dæmi: Norræni svanurinn, Ev- rópublómið, Bra Miljöval, Blái engillinn). 2. „Lífræn merki“. Vörur sem bera þessi merki hafa verið framleiddar með lífrænum aðferðum í samræmi við evrópska staðla og kröfur alþjóðasamtaka um lífrænan landbúnað. Þessar kröfur útiloka að mestu notkun tilbúins áburðar og varnarefna. Þær taka einnig til hóflegrar landnýtingar, meðferðar dýra, meðhöndlunar og úrvinnslu afurða o.fl. Merkin eru óháð og fela í sér vottun þriðja aðila. Þessum merkjum er líka óhætt að treysta! (Dæmi: Tún, Debio, EKO) 3. Siðgæðismerki. Þessi merki tryggja að þeir sem unnu við framleiðslu vörunnar hafi notið lágmarks- réttinda hvað varðar laun og aðbúnað. Kröfurnar á bak við merkin eru í vaxandi mæli til staðar í reglum um lífræna vottun. (Dæmi: Max Havelaar). 4. Önnur sértæk merki. Þessi merki upplýsa um tiltekna umhverfis- þætti, en taka ekki endilega til margra þátta eða alls vistferilsins. (Dæmi: Energy Star, TCO). 5. „Ekki umhverfismerki". Þessi merki tengjast umhverfinu á einn eða annan hátt, en segja lítið eða ekkert um umhverfislegt ágæti vörunnar. (Dæmi: Græni punkturinn, Pandan). Hér verður látið nægja að bregða upp myndum af merkjum í tveim fyrstu flokk- unum, nefnilega „alvöru umhverfismerk- jum“ og „lífrænum merkjum". Norræni svanurinn eropinbert umhverfis- merki Norðurlandanna. Merkið nær til rúmlega 50 vörutegunda, en þar af eru aðeins um 15 fáanlegar hérlendis. Þrjú íslensk fyrirtæki hafa leyfi til að nota merkið; Frigg fyrir þvottaefnið Maraþon milt, Prentsmiðjan Hjá Guðjóni Ó, fyrir prentverk og S.Hólm fyrir hreinsiefnin Undra. Bra Miljöval er sænskt merki í eigu þar- lendra náttúruverndar- samtaka. Það byggir á sambærilegum forsen- dum og Norræni svan- urinn, og sést hérlendis helst á þvottaefnum, sjampói o.fl. Evrópublómið er opinbert umhverfismerki Evrópusambandsins. Það byggir líka á svip- uðum grunni og Svan- urinn og Bra Miljöval, er opinberlega viðurkennt hérlendis, en líklega hvergi sjáanlegt í íslen- skum búðarhillum Blái engillinn er þýskt umhverfismerki, sem nýtur mikillar virðingar. Hérlendis er hann að- eins að finna á pappír og möppum. Tún er merki sem vottar framleiddar eru á ís- landi, þ.m.t. matvörur, snyrtivörur og áburð. Tún felur í sér löggilta vottun, sem stenst allar evrópskar og alþjóð- legar kröfur á þessu sviði. EKO er hollenskur jafnoki Túns. Merkið sést á ýmsum vörum í heilsubúðum hér- lendis. Hér gefst ekki rými til að bregða upp myndum af fleiri merkjum. Þess í stað er rétt að enda pistilinn á góðu ráði til þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum, umhverfinu og þar með komandi kynslóðum til hag- sbóta: Ef þið finnið ekki umhverfismerktar vörur sem þið leitið að, þá skuluð þið spyrja eftir þeim. Þannig þrýstið þið á verslunar- eigendur að hafa umhverfisvænar vörur á boðstólum. Eftirspurn sem ekki nær eyrum þeirra sem sjá um framboðið, er engin eftirspurn! Stefán Gíslason Umhverfisstjórnunarfræðingur MSc Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á íslandi stefang@aknet.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.