Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Síða 13

Skinfaxi - 01.10.2003, Síða 13
Landsmót XJMPÍ á Sauðárkróki 2oo4 Hvað þarf til að hægt sé að þjálfa þessa einstaklingana þannig að þeir komist á þessi stórmót? „Það þarf skilvirkari vinnubrögð. Það þarf að ákveða ef efniviður er fyrir hendi, hvort á að ná afreksárangri. Þegar það er klárt þá er bara að leggja í hann. Það vantar skilvirkni einna helst, ég meina að áætlun- um sé raunverulega fylgt. Mér finnst of mikið hálfkák í gangi og skortur á að menn séu til í að stjórna og vilji taka ábyrgð. En kannski er ekki að marka mig, ég er aggressívur í svona málum og þoli illa spjali fram og til baka um hlutina þegar er löngu Ijóst hvað þarf að gera. Það vantar einnig peninga til að fylgja eftir ákvörðunum um að ná topp-heimsklassa afrekum. Það verður t.d að vera hægt að greiða þjálfurum laun og kostnað sem fylgir því að komast í allra fremstu röð með íþróttamenn. Það er bara grín að halda því fram að þessir hlutir séu í lagi.“ Engin markaðssetning Hvert er hægt að sækja fjármagn? Er það eingöngu til fyrir- tækja eða getur af- rekssjóður ÍSÍ breytt sínum starfsreglum? ,,Ef við lítum aðeins á málið í heild sinni þá höfum við þurft að vera með endalausar tilfær- ingar í íþróttinni. Þar af leiðandi höfum við fáa einstaklinga sem staldra við í henni nógu lengi til að ná árangri og það er ákveðin mannfæð í heildina tekið í frjálsum íþróttum, nema í barna- og unglingaflokkum. Lítil umfjöllum í fjölmiðlum er ástæða þess að íslenskir frjálsíþróttamenn eru ekki þekktir fyrr en þeir eru komnir það langt að geta helst slegið heimsmet. Við höfum ekki geta markaðssett okkur þannig að íþrótta- fréttamenn eða þeir sem fara með fjölmiðla hafi fengið áhuga á íþróttinni fyrr en hún er komin á slíkt plan að hún er ekki saman- burðahæf við aðrar íþróttir sem vel er verið að fjalla um. Meiri umfjöllun er lykilinn að því að við getum fengið meira fjármagn. Fjármagn frá fyrirtækjum eða öðrum eig- endum fjármagns kemur ekki nema það sé þeim einhvers virði og það er lítils virði ef frjálsíþróttafólk okkar birtist ekki í sjónvarpi eða fjölmiðlum þar sem athygli fólks er og peningarnir koma inn. Þetta er ekki flókið samspil í mínum huga því meiri sem um- fjöllunin er þá verður íþróttmaðurinn og íþróttin verðmætari. Þá er hægt að fá meira út úr fyrirtækjum og opinberum aðilum líka því þetta rúllar allt sama hringinn." Fjármagn frá fyrirtækjum eða öðrum eigendum fjármagns kemur ekki nema það sé þeim einhvers virði og það er lítils virði ef frjálsíþróttafólk okkar birtist ekki í sjónvarpi eða fjölmiðlum þar sem athygli fólks er og peningarnir koma inn. Ég hef mælt með þessari breytingu enda held ég að mótið verði enn glæsilegra og stemmningin enn meiri en verið hefur. Ef þessar breytingar ná fram að ganga er ekki lengur hægt að kasta rýrð á að keppnin standi ekki undir nafni, sé hvorki fugl né fiskur eins og margir aðilar íþróttabandalaganna hafa haldið fram hingað til Vantar athygli Þannig að þú gagnrýnir fjölmiðla fyrir slæglega umfjöllun í garð frjálsa íþrótta? „Ég veit ekki alveg hvern ég á að gagn- rýna. Á ég að gagnrýna blaðamanninn eða íþróttahreyfinguna? Hvar byrjar þetta? Hvert er hlutverk frjálsíþróttadeilda og Frjálsíþróttasambandsins? Hvaða hlutverk hefur blaðamaðurinn? Hverjar eru hans skyldur gagnvart íþróttinni og sögu hennar. Eru þær einhverjar eða er þetta bara sölu- mennska og spurning um athygli ? Hvar á að byrja á þessu? Endapunkturinn er hins vegar sá að á meðan fæst ekki meiri athygli verður framgangur íþróttarinnar hægari." Mikill metnaður í Skagfirðingum Ef við snúum okkur að lokum aðeins að landsmótinu aftur sem verður hérna næsta sumar. Ætlarðu að undirbúa þinn hóp eitthvað sérstaklega fyrir átökin á heima- velli? „Það er mikill metnaður í okkur. Við unnum frjáls- íþróttakeppnina á Egils- stöðum 2001 og ætlum okkur að gera það aftur. Það táknar hins vegar það að við þurfum að bæta okkur. Mér heyrist á mínu fólki að þau séu stemmd fyrir því að ná árangri á mótinu.“ Á 43. sambandsþingi UMFÍ sem haldið var á Sauðárkróki í október var tekin sú ákvörðun að opna lands- mótið öllum. Hvernig líst þér á þessa breytingu? „Mjög vel. Ég hef mælt með þessari breyt- ingu enda held ég að mótið verði enn glæsilegra og stemmningin enn meiri en verið hefur. Með þessari breytingu er ekki lengur hægt að kasta rýrð á að keppnin standi ekki undir nafni, sé hvorki fugl né fiskur eins og margir aðilar íþróttabanda- laganna hafa haldið fram hingað til.“ Það eru því spennandi tímar framundan hjá ykkur. Landsmót að ári og svo ný og glæsileg aðstaða? „Já, það er óskaplega gaman að lifa. Ég er búinn að vera í þessu 25 ár og þetta verður bara skemmtilegra með hverju árinu sem líður.“

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.