Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.2003, Qupperneq 17

Skinfaxi - 01.10.2003, Qupperneq 17
Landsmót IJMPÍ á Sauöárkróki 2oo4 sem hefði ekki verið innan seilingar nema með tilkomu landsmótsins hingað á Sauð- árkrók. Ég held að bætt aðstaða verði mikil vítamínssprauta tyrir íþróttalífið hérna í Skagafirði. Þá gefur slíkt mót héraðinu mikið því þetta er stór og skemmtilegur viðburður sem dregur að sér fjölda fólks. Þetta er stórhátíð og hefur jákvæð áhrif í alla staði fyrir héraðið og ekki bara gagnvart keppnisíþróttunum. Mótið verður því mikil auglýs- ing fyrir Skagafjörð. Við erum að leggja mikið í þetta, ekki bara fjármagn, heldur er líka stór hópur af fólki sem hefur unnið mikið sjálfboðaliðastarf. Ég held því að þetta muni skila sér margfalt til baka í góðri kynningu fyrir sveitarfé- lagið. Þá er ég viss um að íþróttaaðstaðan muni koma til góðs ekki bara fyrir íþróttafólk í Skagafirði heldur einnig í öðrum nágrannahéruðum." Hvert er þitt hlutverk sem formaður landsmótsnefndar? ,,Að láta þetta mót og þessa samkomu takast sem best bæði keppnislega og sem fjölskylduhátíð. Ég kem að undirbúning mótsins á marga vegu og sé til þess að allt verði tilbúið þegar stóra stundin rennur upp. Eigum við ekki að segja að ég sé ábyrgur fyrir því að mótið muni takast sem allra best bæði gagnvart keppendum og öðrum gestum." Stór hópur fólks tók sig saman Það þarf að mörgu að huga í undir- búningi slíks móts. Þótt tæpt ár sé enn í mótið þá er undirbúningurinn farinn vel af stað. Hvenær hófst undirbúningurinn og hvernig miðar honum? „Undirbúningurinn hófst raunverulega þeg- ar stór hópur fólks í héraði tók sig saman um það að sækja um landsmótið. Alvöru undirbúningur hófst síðan sumarið 2002 þegar farið var í framkvæmdir vegna íþróttaleikvangsins. Frá þeim tíma hefur allt verið á fullu og miðar undirbúningi vel.“ Hverjar eru stærstu framkvæmdirnar fyrir slíkt mótshald? ,,Það er náttúrulega gerð nýs íþróttaleik- vangs hérna á Sauðárkróki sem verður besti frjálsíþróttavöllur í þessum heims- hluta,“ segir Bjarni kokhraustur. „Völlurinn verður ákveðið aðdráttarafl fyrir frjáls- íþróttafólk hér á landi og jafnvel erlendis líka. Nú fyrst getum við haldið alvörumót með bættri aðstöðu, jafnvel alþjóðlegmót því efnið sem við notum í völlinn og öll aðstaða stenst samanburðinn við velli erlendis þar sem alþjóðlegmót er haldin. Framkvæmdirnar miðast þó ekki eingöngu við íþróttavöllinn við þurfum t.d. að útbúa tjaldsvæði, taka til hendinni í sundlauginni o.fl. Þannig að það þarf að mörgu að huga fyrir utan mótshaldið sjálft og skipulagn- ingu.“ Völlurinn verður ákveðið aðdráttarafl fyrir frjáls- íþróttafólk hér á landi og jafnvel erlendis líka. Nú fyrst getum við haldið alvörumót með bættri aðstöðu, jafnvel alþjóðlegmót því efnið sem við notum í völlinn og öll aðstaða stenst samanburðinn við velli erlendis þar sem alþjóðlegmót er haldin. Það er ekki hægt að segja annað en þið séuð stórhuga? „Já, fyrst ákvörðun var tekin um að halda landmsótið þá ætlum við að nýta okkur það til fulls. íþróttaleikvangurinn sem slíkur verður eins og best verður á kosið.“ Þótt landsmótsnefnd skili veigamiklu starfi þá eru væntanlega fleiri sem koma að undirbúningnum og mótshaldinu? „Já það rétt. Það er hópur fólks sem starf- ar, og mun fara af stað á næstu vikum, í ýmsum starfs- og undirbúningsnefndum í einstökum keppnisgreinum. Það er því stór hópur fólks sem mun koma að mótinu. Þetta eru Skagfirðingar yfir höfuð sem munu aðstoða okkur og svo munu sjálf- boðaliðar frá öðrum ungmennafélögum einnig verða okkur til halds og trausts. Við þurfum mikinn fjölda sjálfboðaliða til starfa og það hefur gengið vel hingað til að fá fólk til að starfa fyrir okkur.“ Fer mótið eingöngu fram á Sauðár- króki? „Já, það er miðað við að allt mótið fari fram á Sauðárkróki. Þetta fer reyndar eftir þátttökufjölda og ef hann fer fram úr væntingum þá getur verið að við þurfum að fara aðeins út fyrir Sauðárkrók." Eru einhverjar nýjungar hjá ykkur í mótshaldinu? „Við vorum með ákveðnar hug- myndir, um að fjölga greinum til stiga, sem voru samþykktar á sambandsþingi UMFÍ í október. Þetta eru greinar eins og kajakaróður, hjólreiðar o.fl. Þá eru sumar greinar sem hafa bara verið karla- eða konu- greinar. Við viljum breyta þeim og hafa þau fyrir bæði kynin eins og t.d. körfubolti kvenna sem ekki hefur verið á lands- móti. Þá sendum við einnig tillögu inn á þing UMFI um að hvert ungmennasamband geti skráð fimm þátttakendur í hverja grein en aðeins þrír fyrstu frá hverju félagi fái stig og var sú tillaga einnig samþykkt. Hingað til hefur bara mátt skrá þrjá frá hverju félagi í hverja grein fyrir sig. Hugsunin með þessu er sú að fleiri fái tækifæri til að spreyta sig á mótinu því oft er stór iðkendafjöldi hjá hverju félagi í ákveðinni grein en aðeins þrír eru valdir til þátttöku. Eigum við ekki að segja að þetta sé ungmennafélagsandinn í hnotskurn, að leyfa öllum að vera með. Þetta gæti því þýtt fleiri þátttakendur á mótinu. „ Þó að mörgu hafi verið áorkað undan- farið þá er væntanlega margt eftir óunn- ið „Það er alveg rétt og það má búast við að spennunni verður haldið til haga alveg fram að síðasta dag fyrir landsmótið." Ætlar formaðurinn að reyna að hala inn einhver stig fyrir UIVISS? „Já, það hefur verið rætt. Það verður bara að koma í Ijós hvort maður fari ekki að æfa eitthvað með vorinu til að koma sér í from. Við ætlum okkur stóra hluti og ætlum að reyna að virkja sem flesta Skagfirðinga til að taka þátt í mótinu. Annars vil ég bara hvetja alla landsmenn til að mæta á Sauðárkrók næsta sumar. Þetta verður mikil og góð hátíð fyrir keppendur og alla aðra gesti. Við ætlum að brydda upp á allskyns uppá- komum fyrir utan [þróttakeppnina til að gera þetta sem skemmtilegast fyrir alla. Fólk á að geta komið þótt það sé ekki í íþróttum og fundið eitthvað við sitt hæfi.“

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.