Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.2003, Page 22

Skinfaxi - 01.10.2003, Page 22
Logi Ölafsson landsliösþjálfari íslands Stigum skref fram á við Það verður dregið í riðla fyrir undan- keppni HM í desember. Það er ómögu- legt á þessari stundu að segja hverjir verða okkar mótherjar en hvar liggja möguleikar okkar að komast á HM 2006? „Möguleikamir liggja fyrst og fremst í góð- um drætti svipað og gerðist síðast, en það er einn hængur á. Nú hafa alþjóðasamtökin ákveðið að fjölga liðum í hverjum riðli til að fá fleiri alvöruleiki og fækka vináttuleikjum sem stóru þjóðirnar eru mjög mótfallnar. Þetta gerir það að verkum að við getum hugsanlega falllið úr þriðja styrkleikaflokki niður í fjórða og fáum þar af leiðandi þrjú sterk lið fyrir ofan okkur í stað tveggja. Það verða s.s. átta riðlar í stað tíu áður. Það verður því 51 þjóð sem keppir um 13 laus sæti en Þjóðverjar sem eru gestgjafar komast beint inn sem 14 liðið. Við erum þó stað- ráðnir í að selja okkur dýrt og halda áfram sem frá var horfið í EM keppninni. Við teljum okkur hafa stigið skref fram á við í síðustu keppni og ætlum að byggja ofan á þá reynslu. Okkur hlakkar til að sjá hverjir mót- herjar okkar verða og síðast en ekki síst að leika gegn þeim.“ Nú hefur íslenska liðið staðið sig ágæt- lega undanfarin ár en við höfum aldrei verið eins nálægt því að komast áfram eins og núna. Hvað er það sem gerir það að verkum að eins fámenn þjóð eins og ísland nái þessum árangri eins og raun ber vitni? ,,Það hefur sýnt sig í leikjum hjá íslenska landsliðinu að liðið nær aldrei árangri nema þegar góður andi, sam- og liðsheildin eru til staðar. Ég held að það hjálpi okkur mjög mikið að þjóðin er fámenn þar sem leik- menn liðsins þekkjast mjög vel og eru góðir vinir. Þeir hlakka því ávallt til að hittast og taka þátt í svona verkefnum. Ég held að það hjálpi okkur við að búa til svona góða liðsheild. Ef við skoðum t.d. bara samstöð- una hjá þýska liðinu eins og hjá markvörð- unum Oliver Khan og Jenz Lhemann sem skiptast ekki á setningum þegar þeir koma saman. Þeir munnhöggvast heldur frekar í blöðunum hvor þeirra eigi að vera í liðinu. Ég sé þetta ekki fyrir mér á milli Árna Gauts Arasona og Birkis Kristinssonar. Þeir væru frekar tilbúnar að fara hönd í hönd útaf vell- inum,“segir hann brosandi. ,,Til þess að afburðaárangur náist þarf að vera góð og mikil samstaða innan liðsins og gagn- kvæmt traust á milli manna.." Megum ekki glata vinnumóralnum Nú höfum við aldrei komist alla leið - hvað er það sem okkur vantar uppá? „Til að íslenska liðið verði betra þurfum við fleiri betri einstaklinga. Við þurfum að geta leyft okkur að fara framar á völlinn með liðið og þá þurfum við betri fótboltamenn sem geta haldið boltanum betur hjá sér og ekki tapað honum á hættulegum svæðum. Þetta gerum við ekki nema með betri einstaklingum sem ráða betur við og hafa betra vald á boltanum. En jafnvægið í okkar liði er gott því við erum bæði með leikmenn sem geta haldið boltanum en við megum samt aldrei glata vinnumóralnum hjá liðinu framlegðinni inn á vell- inum. Um leið og það er farið hjá okkur þá eigum við ekki möguleika." íslandsmótinu lauk í september. Er einhver gerjun hérna heima og eru einhverjir ungir og efnilegir leikmenn að koma upp sem geta orð- ið góðir knattspyrnu- menn? ,,Já, ég held að með útflutningi á leikmönn- um í gegnum tíðina höfum við fengið tækifæri til að leyfa ungum drengjum að spreyta sig þótt við höfum verið að taka inn mikið af útlendingum. Þeir drengir sem hafa kannski vakið mestu athyglina í þessu íslandsmóti eru Veigar Páll Gunnarsson og Kristján Sigurðsson. En miðað við árangur U-21 landsliðsins virðast ekki vera margir afburðaleikmenn á leiðinni. Við þurfum kannski að leggja meiri rækt við einstak- linginn í þjálfuninni." Hústjórnin sér um breytingarnar samdægurs og prentar nöfnin ut á venjulegan prentara. Tímasparandi og þjónustuvænt! Viðhaldsfrítt skiltakerfi fyrir Sigurbjörn hættir í stjórn UMFI Sigurbjörn Gunnarsson gjaldkeri UMFÍ sem setið hefur í stjórn UMFÍ í átjan ár á síðustu 20 árum gaf ekki kost á sér til endur- kjörs til stjórnar UMFÍ á þinginu á Sauðárkróki. Mik- il ánægja var með ársreikn- inga UMFÍ sem Sigurbjörn lagði fyrir þingið og skilar Sigurbjörn af sér góðu búi. Björn B. Jónssson formað- ur veitti Sigurbirni þakkarvott frá UMFÍ í lok þings. í stuttri kveðju Sigurbjarnar kom meðal annars fram að hann hefði áhuga á að starfa í áfram í þágu UMFÍ en á öðrum vettvangi en í stjórn félagsins. Þá gáfu þau Sigurður Viggósson, Hildur Aðalsteinsdóttir og Krístin Gísladóttir sem setið hafa í stjórn UMFÍ ekki kost á sér áfram og þakkar UMFÍ þeim öllum fyrir vel unnin störf. www.merkismenn.is

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.