Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2007, Page 12

Skinfaxi - 01.08.2007, Page 12
25. LoauUmJI? UMfí 25.LANDSMQT umfI Eldri borgarar skemmtu sér vel í ringó Keppni í ringó fór fram í fyrsta skipti á Lands- mótinu í Kópavogi. Keppt var í Lindaskóla og var leikgleðin alls ráðandi hjá keppendum en fram að þessu að hafa eldri borgarar aðallega spreytt sig á þessari skemmtilegu íþrótt. Það var Glóðin 1 úr Kópavogi sem bar sigur úr býtum. I þessari íþrótt eru áhöld tveir gúmmíhringir sem líkjast hringjum sem notaðir eru í sundi. Leikurinn er í grunnatriðum byggður á sömu reglum og eru í strandblaki. Leikurinn er auð- veldur í framkvæmd og hentar vel fyrir bæði kynin. Ringó kemur upphafiega frá Póllandi og Tékklandi en hefur verið að hasla sér völl víða um Evrópu þar sem íþróttin nýtur ört vaxandi vinsælda. f ringó spila tvö lið hvort á móti öðru. Fjöldi í liði fer eftir hæfni. Fyrir byrjendur er hæfi- legt 4-6 í hvoru liði. Fyrir þá sem lengra eru komnir er hæfilegt 3 á móti 3 eða 2 á móti 2. Hægt er að spila á minni velli til að það henti betur getu. Badmintonvöllur er minnsta stærð en blakvöllur er full stærð. Fyrir eldra fólk og börn er gott að nota badmintonvöll. Net og stangir geta þá verið vandamál þar sem nethæð þarf helst að vera 2,24 metrar. Heimsmet á Landsmóti Sett var nýtt heimsmet I vatnsbyssuslag á Landsmóti UMFl í Kópavogi á laugardeginum 7. júlí. Gildandi heimsmet i vatnsbyssuslag var slagur með rúmlega 1.100 þátttakendum. Þátttakendum var ekki skipt I lið en til þess að metið teljist gilt urðu allir þátttakendur að sprauta úr vatnsþyssum sínum á sama tíma. Engin aldurstakmörk voru varðandi þátttöku. Talið er að hátt tvö þúsund keppendur hafi verið inni í þar til gerðri girðingu þar sem slagurinnfórfram. 12 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.