Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2007, Page 16

Skinfaxi - 01.08.2007, Page 16
Líf og fjör á ungmennaviku Dagana 29.JÚIÍ - 5. ágúst 2007 var Ungmennavika NSU (Nordisk Sam- organisation for Ungdomsarbejde) haldin í Helsjön í Svíþjóð. Við vorum fjögursem fórum á vegum og með stuðningi UMFl frá Islandi; Auður Kjartansdóttir frá Stykkishólmi, Guð- mundur Snorri Sigfússon frá Hvann- eyri, Jónmundur Magnús Guð- mundsson frá Arnþórsholti i Borgar- firði og fararstjórinn okkar, hún Ásdís Helga Bjarnadóttir úr stjórn UMFl. Þátttakendurnir voru aiis 33, frá aðildarféiögum NSUí Finnlandi, Sví- þjóð, Danmörku, Suður-Slésvík í Þýskatandi og Græniandi auk Islands. Á Ungmennavikum eralltaf ákveðið þema fyrir hverja viku og núna varþemað „Ungdom i Rörelse". Þemanu var vei fylgt eftir í ár þar sem við ferðuðumst mikið kringum dval- arstaðinn. Lagt var afstað frá Kefla- víkurflugvelli sunnudagsmorguninn 29.júlíog flogið beint til Gautaborg- arþangað sem við vorum sótt og ferjuð á dvalarstað okkar næstu vik- una, Helsjön folkhögskola. Mánudagur Á hverjum morgni var vaknað kl. 08:00 og borðaður morgunmatur. Um kl. 09:00 hófst dagskráin. Farið var upp í rútu og lagt af stað á slaginu 09:01 tilTjolöholmsslott sem er kastali á suðurströnd Sví- þjóðar. Leiðsögumaður sagði okkur sögu kastalans og breskum skógar- eigendum hans, en nú er kastalinn í eigu sveitarfélagsins. Þarna mátti sjá t.d. fyrstu rafknúnu ryksuguna - sem hestar þurftu að draga í kringum húsið og langir barkar voru þræddir inn um gluggana til að ryksuga innanstokksmuni. Búið er að gera kastalann upp og tekið er á móti hópum sem og haldnar veislur, s.s. brúðkaups- og hefðarveislur. Þegar skoðuninni var lokið fórum við niður á strönd þar sem okkur var skipt í hópa og við fórum í leiki. Grillaðar voru pylsur. Á meðan sumir skelltu sér í sjóinn fóru aðrir í sólbað. Haldið var heim um kl 17:00. Þegar heim var komið, skelltum við okkur í vatnið fyrir neðan skólann. Kvöldvaka undir stjórn finnsksænsku þátttakend- anna var svo um kl. 20:00-21:00. Þegar henni var lokið var kvöldkaffi og síðan tekið í spil. Þriðjudagur Eftir morgunmatinn var okkur skipt í þrjá hópa. Fyrsti hópurinn fór og lærði bak-, handar- og andlitsnudd hjá sænskri konu sem búið hafði við Hvammstanga í nokkurn tíma og talaði íslensku. Þægilegt fyrir okkur! Næsti hópur fór og lærði að tálga úr tré, s.s. smjörhnífa, servíettuhringi o.fl. Þriðji hópurinn vann úr járni ýmis listaverk. Hver hópur var á hverjum stað í tvo tíma. Um kvöldið sáu DGI - dönsku krakkarnir - um skemmtunina og kynntu starfsemi félagsins og stóðu fyrir ýmsum leikjum. Eftir það var kvöldkaffi, spjall, spil og fleira. Miðvikudagur Við vöknuðum eins og vanalega klukkan 8 og lögðum af stað kl. 9 til Varberg. Klukkan 10:00 skoðuðum við stórt virki og fangelsi með leið- sögumanni. Eftir leiðsögnina löbb- uðum við á ströndina þar sem var búið að grilla hamborgara. Eftir átið fórum við í sandkastalakeppni. Auðvitað stóðum við okkur frábær- lega! Eftir sandkastalakeppnina fórum við íslensku hraustmennin ásamt fleirum í sjóinn. Hann var mjög heitur miðað við sjóinn á Islandi - alveg frábært. Þegar klukkan sló 16:00 hélt hópurinn heim til Helsjön og fékk sér mat í gogginn. Þjóðverjarnir frá SdU - Suður-Slésvík - sáu um kvöld- skemmtunina eftir matinn. Fimmtudagur Það var vaknað um átta og farið í morgunmat. Síðan tóku allir draslið sitt til og lögðu af stað til Gauta- borgar um kl. 9:00. Rétt eftir að við komum þangað fórum við í sigl- ingu um síkin í Gautaborg og út á fjörðinn. Fengum við þannig ágæta leiðsögn um borgina. Þegar sigl- ingunni var lokið fórum við í há- degismat og fengum að velja milli kjúklings og nautakjöts á fínum veitingastað. Um kl. 14:00 máttum við fara í Liseberg (stærsta tívolí á Norðurlöndunum) eða annað sem við vildum. Flestir mættu snemma í garðinn til að prófa öll tækin! Þvílíkt ævintýri - æðislegtl! Heimförin varsíðan um kl. 21:00 og voru aliir kátir með daginn. Síðan tók kvöldhressing við þegar við komum að Helsjön. Föstudagur Morgunmatur var að vanda kl 8:00 og var lagt af stað til Öströö- búgarðsins. Þar var farið í„kinda- safarí". Farið var inn í sérstaka vagna sem voru dregnir af dráttar- vél. Ekið var inn á tún þar sem kindur voru á beit. Bóndinn sagði okkur frá sauðfjárræktinni og býlinu. Hann lét svo hundinn sinn smala kindunum hvert sem hann vildi. Síðan keyrðum við meira og komum að hópi af loðnautum og fengum við fræðslu um þau. Þá var safaríið búið. Fórum við þá aftur að býlinu og fengum veitingar. Þaðan var keyrt til stærstu lágvöruversl- unará Norðurlöndunum sem heitir Gekás. Þar fengum við kynningu á því hvernig verslunin varð til og hvernig hún hefur þróast úr einni 16 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Islands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.