Skinfaxi - 01.08.2007, Side 21
SujrÚAt Björk JaJwlrscLáUÍA', bœjMdjári J Afaweyri:
AKUREYRI
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Spennandi tímar fram undan
Skrifað hefur verið undir nýjan og endurskoðað-
an samning milli Akureyrarbæjar og fþrótta-
félagsins Þórs um uppbyggingu á félagssvæði
Þórs. Markmið samningsins er að bæta verulega
æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir knattspyrnu á
félagssvæði Þórs sem og að byggja þar upp fuil-
kominn frjálsíþróttavöll. Á þessu umrædda
svæði mun 26. Landsmót Ungmennafélags
fslands verða haldið 2009.
Með samningnum verður Þór tryggt aukið
svæði til æfinga. Einnig verður keppnisvöllurinn
tekinn upp og í hann lagðar hitalagnir ásamt
nýju grasi. Þá mun verða reist sameiginleg stúka
fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir á svæðinu
sem mun þæta alla aðstöðu bæði Þórs og Ung-
mennafélags Akureyrar verulega.
Það er sameiginlegur skilningur samnings-
aðila að um góðan og hagstæðan samning sé
að ræða og að spennandi tímar séu fram undan
við uppbyggingu svæðisins.
Erum að skapa
heilsusamlegt
umhverfi
fyrir bæjarbúa
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri,
er mjög ánægð með samninginn og segir mjög
spennandi tíma fram undan á Akureyri. Skinfaxi
sló á þráðinn til bæjarstjórans og innti hann
frekar eftir samningnum og því hvað hann hefði
í för með sér til framtíðar litið.
- Nú blasir við mikil uppbygging íþrótta-
mannvirkja á Akureyri. Þetta hlýtur að verða mikil
lyftistöng fyrir iþróttalíf almennt séð á Akureyri
þegar til framtíðar er litið?
„Já, það er óhætt að segja að spennandi
tímar séu fram undan á Akureyri hvað varðar
uppbyggingu íþróttamannvirkja og þjónustu
fyrir bæjarbúa og gesti okkar á því sviði. Við
höfum á undanförnum árum verið mjög dugleg
við að byggja upp og munum halda því áfram á
næstu árum. Má segja að flestar þær íþrótta-
greinar sem stundaðar eru hér undir merkjum
(þróttabandalags Akureyrar verði komnar með
mjög góða aðstöðu fyrir iðkendur sína innan
fárra ára. Við teljum að með þessari öflugu upp-
byggingu séum við að skapa íþróttahreyfing-
unni aðstæður til að vaxa og dafna. Þetta
mun renna styrkari stoðum undir aukna þátt-
töku barna og unglinga í íþróttum og gefa
afreksíþróttafólki möguleika tii að ná langt í
sinni íþróttagrein."
- Það hefur tekið töiuverðan tima að landa
þessum samningi. Er ekki mikill léttir að hann skuli
vera kominn ihöfnogaðnú skuii vera hægt að
hefjast handal
„Það er rétt að samningarnir hafa tekið langan
tíma en verkefnið er stórt og mikið og mikilvægast
er að velja bestu kostina í stöðunni. Við erum enn
innan þeirra tímamarka sem við höfum sett okkur
vegna uppbyggingar fyrir Landsmót UMFf og til að
bregðast við kröfum leyfishandbókar Knattspyrnu-
sambandsins vegna knattspyrnumannvirkja."
- Kostnaðaráætlun fyrirþessar framkvæmdir
liggur fyrir. Hvað kostar að ráðast iþetta verkefni
og tekur ekki ríkið á þátt iþeim með einhverjum
hætti?
„Það er Ijóst að verkefnin, sem tengjast
þessum uppbyggingarsamningum, koma til
með að kosta um hálfan miljarð króna. Við höf-
um hafið viðræðurvið menntamálaráðherra um
þátttöku í kostnaði við uppbygginguna á frjáls-
íþróttaaðstöðunni enda hefur verið hefð fyrir
því að ríkið leggi fram fjármagn í sambærilega
uppbyggingu á undanförnum árum."
- Margir vilja meina að uppbygging íþrótta-
mannvirkja hafi áhrifá búsetu fólks. Ertu sammála
því?
„Já, ég tek heilshugar undir það. Ég tel að
íþróttaaðstaða, sterk íþróttafélög og öflugt
menningarlíf almennt séu þeir grundvallar-
þættir sem fólk horfir til þegar það velur sér
búsetu. Breytingar í samfélaginu á undanförn-
um árum hafa leitt til aukins frítíma fjölskyld-
unnar og því er mikilvægt að fjölbreytt og öflug
afþreying sé í boði. Góð aðstaða til íþróttaiðk-
unar skapar líka fjölmörg tækifæri fyrir ferða-
þjónustu sem er jafnframt atvinnuskapandi."
- 26. Landsmót UMFl verður haldið á Akureyri
2009. Er ekki spennandi fyrir Akureyri að fá þetta
stóra mót til sín en þá verður heil öld síðan að
fyrsta mótið var haldið, og það einmitt á Akureyri?
„Þegar fulltrúar Ungmennafélags Akureyrar
og Ungmennasambands Eyjafjarðar fóru þess á
leit við Akureyrarbæ að standa að baki umsókn
þeirra til að halda mótið á Akureyri 2009 var þvi
auðsvarað. Bæjaryfirvöld eru bæði stolt og
ánægð með að þetta stóra afmælismót skuli
fara fram hér í bænum og við erum staðráðin
í að leggja okkur fram í að halda mótið með
glæsibrag," sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir,
bæjarstjóri á Akureyri.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 21