Skinfaxi - 01.08.2007, Síða 28
Fréttir úr éweyfuujUAtJU
Undirbúningur að Play the Game á lokastigi:
í mörg horn að líta
Undirbúningur fyrir PlayThe Game-ráðstefnuna, sem haldin verður á Grand
Hótel dagana 28. október til 1. nóvember, er nú á lokastigi en undirbúning-
ur hefur staðið yfir í upp undir ár. Ráðstefnan er einn liður í 100 ára afmæli
UMFÍ. Congress Reykjavík hefur haft veg og vanda af undirbúningi ráð-
stefnunnar í samvinnu við forsvarsmenn Play the Game og UMFÍ.
Þorbjörg Þráinsdóttir, verkefnastjóri hjá Congress Reykjavík, sem hefur
undirbúning ráðstefnunnar á sinni könnu, sagði í mörg horn að líta þegar
ráðstefna á borð við Play the Game er undirbúin.
„Það þarf að bóka sali, gistingu og vinna síðan náið með undirbún-
ingsnefndinni að því sem snýrað öllum undirbúningi. Einnig þarfað
vinna með birgjum og hótelum. Það er að mörgu að hyggja þegar kemur
að ráðstefnuhaldi en þetta er fjölbreytt, spennandi og skemmtilegt starf,"
sagði Þorbjörg. Hún sagði Play the Game svona meðalstóra ráðstefnu en
Congress Reykjavík hefði tekið að sér ráðstefnu með allt að 1200 manns.
Birna B. Berndsen og Þorbjörg Þráinsdóttir, verkefnastjórar hjá Congress
Reykjavík, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFl, eftirundir-
ritun samstarfssamnings.
Bikarkeppni FRÍ ífrjálsum íþróttum:
UMSS keppir í 1. deild að ári
Skagfirðingar unnu sigur í Bikarkeppni FRÍ 2. deild
sem fórfram á Sauðárkróksvelli helgina 13.-14.
september en keppnin var í umsjón UMSS.
Sameiginlegt lið UMSE/UFA sigraði karlahluta
keppninnar og eru því bikarmeistarar karla 2.
deildar. UMSE/UFA hlutu 20 stig en UMSS 19 stig í
karlahluta keppninnar.
UMSS sigraði hins vegar kvennakeppnina með 22 stigum en
UMSE/UFA hlaut 16 stig. Skagfirðingar eru því bikarmeistarar
kvenna. UMSS sigraði jafnframt heildarstigakeppnina með 41 stigi
en UMSE/UFA fengu 36 stig. Skagfirðingar teljast því bikarmeistarar
2. deildar og hafa unnið sér keppnisrétt í 1. deild að ári.
Stigakeppni karla: UMSE/UFA 20 stig, UMSS 19 stig.
Stigakeppni kvenna: UMSS 22 stig, UMSE/UFA 16 stig.
Heildarstigakeppni: UMSS 41 stig, UMSE/UFA 36 stig.
1
Vinnum saman
1907 - 2007
landgræðsla i 100 ár
Græðum ísland
Landgræðslufræ
Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta
fallega grasflöt eigum við fræið handa þér.
Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.
Landgræðsla ríkisins
Gunnarsholti, 851 Hellu
Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is
i
28 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands