Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2007, Qupperneq 29

Skinfaxi - 01.08.2007, Qupperneq 29
Hafoteuui ÞorvcdMum., fomtaJðtAr UMFÍ 1969-1979: Hafsteinn Þorvaldsson fyrrverandi formaður Ungmennafélags l'slands. „Þjóðin geturekki verið án hreyfingarinnar" „Ég var 15 ára gamall þegar ég gekk í Ung- mennafélag Biskupstungna en árið áður flutti ég ÍTungurnar úr Hafnarfirðinum. Ég hafði verið þó nokkuð mikið í félagsmálum í Hafnarfirði, í barnastúkunni, KFUM og í FH. Þegar ég er kom- inn ÍTungurnarfékkég undanþágu vegna aldurs til að fara í íþróttaskólann í Haukadal. Pabbi fékk Sigurð Greipsson til að taka mig og þannig má segja að þarna hafi orðið mín fyrstu kynni af ungmennafélagshreyfingunni," segir Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrum formaður UMFÍ, í spjalli við Skinfaxa. Hafsteinn segir að 1948 hafi hann síðan flust í Villingaholtshrepp þar sem faðir hans fékk stærri og betri bújörð. Og 17 ára gamall var hann orðinn formaður Ungmenna- félagsins Vöku. „Það var svolítið skrítið hvernig það gekk allt fyrir sig. Formaðurinn var á þessum tíma í Svíþjóð en nokkrir menn komu til mín og sögð- ust ætla að kjósa mig formann á aðalfundinum. Ég sagði að fyrst yrði ég að ganga í félagið og spurði af hverju þeir vildu kjósa mig. Ég væri nýkominn í sveitina og þekkti varla nokkurn mann. Þeir sögðu að ágreiningur væri um hvar félagsheimilið ætti að standa í sveitinni en voru vissir um að aðkomumaður gæti sætt ólik sjón- armið. Mér var falin mikil ábyrgð, þá aðeins 17 ára að aldri. Ég byrjaði strax á því, eftir að ég hafði verið kosinn formaður, að heimsækja hvern einasta bæ í sveitinni. Að lokum hafði ég það í gegn að Þjórsárver var byggt á holtinu á milli barnaskólans og kirkjunnar," segir Hafsteinn. Hafsteinn flutti síðan á Selfoss 1961 og var varla kominn inn úr dyrunum þegar ungur maður kom til hans og bað hann um að endur- reisa ungmennafélagið á staðnum. Það varð úr en Hafsteinn segir að það hafi skipt sköpum að hafa góðan mann sér hlið og á þar við Hörð Óskarsson sem flutti á sama tíma og Hafsteinn til Selfoss.„Ég lofaði aldrei að vera formaður nema eitt ár en ég var þá kominn í stjórn Skarp- héðins sem ritari. Ég náði því á sínum tíma að vera ritari á þremur vígstöðvum, það er ung- mennafélags, héraðssambands og UMFl." Hafsteinn varð formaður UMFl 1969 og segir að hann hafi byrjað strax á því að fara í víking út á land eins og hann kemst sjálfur að orði.„Ég heimsótti gömlu karlana í þessari ferð og það var mikill skóli fyrir mig. Ég er aðeins barnaskólagenginn og svo var ég auðvitað líka í íþróttaskólanum í Haukadal. Menntun er meira en skólaganga, ég lærði af fólkinu," segir Hafsteinn. - Hvað situr eftir i minningunni þegar þú litur yfir farinn veg? „Það eru margir sem segja að ungmenna- félagshreyfingin sé ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem hún var. Ég er ekki sammála þessu. Það var strax markmið hjá okkur Sigurði Geirdal að laga hreyfinguna hverju sinni að nýj- um tíma. Við lifum ekki endalaust á fornri frægð heldur verðum við að horfa fram á við. Það var stór stund fyrir hreyfinguna þegar hún eignaðist sitt eigið húsnæði og í mínum huga var það afar mikilvægt fyrir UMFl að fá Sigurð Geirdal til starfa. Það varð allt að peningum í höndunum á honum. Hann var afspyrnuduglegur því að á sama tíma og hann var í fullri vinnu hjá UMFl lauk hann menntaskólanámi og síðar háskóla- námi. Á þessum tíma voru líka erlend samskipti endurreist. UMFl hefur unnið í margs konar verkefnum og margir merkir áfangar hafa náðst í gegnum tíðina. Fjölskyldan á fjallið er geysilega áhugavert verkefni og Unglingalandsmótin hafa komið mjög sterkt inn á síðustu árum. Ég verð að viðurkenna að mér leist ekki á þau í upphafi og þótti kjarkurinn mikill að skella mótinu inn á verslunarmannahelgina í samkeppni við allt sem var þar fyrir. Annað hefur komið á daginn því að þessi mót eru hrein snilld og tvímælalaust kom- in til vera. Landsmótin hafa markað djúp spor í hreyfingunni en þau verða eins og annað að laga sig að breyttum tímum. Mér fannst Lands- mótið í Kópavogi stórglæsilegt, setning mótsins var sérlega góð og verður minnisstæð. Auðvitað hefði maður viljað sjá fleiri gesti en bæjaryfir- völd lögðu sinn skerf til mótsins og eiga þakkir skildar fyrir það," segir Hafsteinn. Hafsteinn segir að ekki megi gleyma þætti ríkisvaldsins og bæjarfélaga um allt land. Þessir aðilar hafi stutt hreyfinguna af rausnarskap. Hann segist yfirhöfuð vera mjög ánægður með þróun mála innan ungmennafélagshreyfingar- innar. Forystumenn þjóðarinnar, sveitarstjórnar- menn og alþingismenn hafi áttað sig á því að þjóðin geti ekki án hreyfingarinnar verið. „Starfsemi UMFl byggist á því að halda áfram að finna verkefni sem höfða til ungs fólks en halda tengslunum við þá eldri í leiðinni. Þegar þetta fer saman sé ég ekki annað en að framtíð UMFl sé björt. Ungmennafélagshreyf- ingin verður alltaf að vera vakandi fyrir því sem er að gerast í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Verkefnin, sem hreyfingin hefur staðið fyrir í gegnum tíðina, eru mjög áhugaverð og það verður að halda áfram. Mérfinnst hreyfingin á góðri leið og þeirri stefnu eigum við að halda ótrauð. Við lifum ekki á gamalli frægð en það er gott að halda í gamla tímann og vitna til hans. Hreyfingin hefur aldrei verið sterkari að mínu mati," segir Hafsteinn Þorvaldsson. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 29

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.