Skinfaxi - 01.08.2007, Side 31
Bjöm B.Jáwíum lœtw afformtMwkM í UMFÍ:
Björn B. Jónsson í ræðustóli á Akureyri þar sem samningar voru undirritaðir varðandi Landsmótið
sem haldið verður á Akureyri 2009.
„Skemmtilegur tími
með öflugu fólki"
Björn B. Jónsson, formaður Ungmennaféiags
íslands, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til
endurkjörs á þingi UMFÍ sem haldið verður í
október. Björn tilkynnti þessa ákvörðun sína á
stjórnarfundi í Skagafirði um helgina.
Björn hefur setið í 12 ár í stjórn UMF(, sex ár
sem varaformaður og síðan önnur sex ár sem
formaður. Áðuren Björn kom til starfa hjá UMFÍ
var hann formaður HSK 1988-1990. „Að starfa
í 12 ár í svona stórri hreyfingu, eins og UMF( er,
verður að teljast góður tími. Mér finnst hollt að
nú eigi sér stað endurnýjun og gott fyrir hreyf-
inguna að fá inn nýtt blóð. Það eru spennandi
tímar fram undan hjá UMF( en fljótlega hefst
bygging á nýjum höfuðstöðvum ÍTryggvagöt-
unni sem ráðgert er að taka í notkun 2009. Það
er gott að nýr formaður fái tíma til að taka þátt í
þeirri uppbyggingu. Þó að ég láti af formennsku
á þinginu í haust vonast ég eftir að fá að starfa
áfram í hreyfingunni," sagði Björn B. Jónsson.
Björn sagðist búinn að eiga frábæran og
skemmtilegan tíma þessi tólf ár (stjórninni.
Hann hefði á þessum tíma unnið með öflugu
fólki sem hefði verið sér afar dýrmætt. „Ég leit á
það sem ákveðið tækifæri í lífinu að fá að stjórna
svona öflugum samtökum. Þetta tækifæri fékk
ég og það gaf mér mikið," sagði Björn B. Jóns-
son.
- Hvað er það sem stendur upp úrþegarþú
líturyfirfarinn veg?
„Það kemur margt upp í hugann. Fyrst
skal nefna endurskipulagningu á innra starfi
UMF( og það finnst mér hafa skipt miklu máli.
Margir hafa verið velviljaðir hreyfingunni og er
hægt að nefna stjórnvöld og alþingismenn í því
sambandi. Uppbyggingin í Þrastaskógi er eftir-
minnileg, bæði í skóginum sjálfum og nýja hús-
ið. Undirbúningur að nýjum höfuðstöðvum
UMF( hefur staðið yfir í þrjú ár en byggingar-
framkvæmdir fara nú að hefjast. UMF( hefur
staðið fyrir glæsilegum verkefnum í forvörnum.
Unglingalandsmótin eru liður í þeim sem og
einstök verkefni. Áræðni hreyfingarinnar var
mikil að fara út í forvarnir í sambandi við kyn-
ferðislegt ofbeldi á börnum. Uppbygging á ung-
menna- og tómstundabúðunum er afar ánægju-
leg en starfsemin þar er með blómlegum hætti.
Það hefur líka verið ánægjulegt að sjá hvað stór
hópur manna hefur alltaf verið tilbúinn að starfa
með okkur."
- Hvernig sérðu framtíð UMFÍfyrirþér?
„Ég sé hreyfinguna stækka enn frekar á
næstu árum. Við eigum eftir að starfa meira í
menningarmálum en meðtilkomu nýrra höfuð-
stöðva í Reykjavík opnast miklir möguleikar í
þeim efnum," sagði Björn B. Jónsson.
V
sooa
2B.LANDSMOT
UMFÍ
W UF* B
elkomin til
UFÁ
>r
VIRKNI
BYGGINGAVERKTAKI
BRIM
SEAFOOD
ARKITEKTAR B0LH0LTI8 WWW.ARKTHING.IS
4^SPM www.spm.is I
SUÐURLANDSSKÓGAR
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 31