Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 32
Góð þátttaka var í verkefninu Fjölskyldan á fjallið hjá HSK í sumar.
PjöUfcyLLm á,
Víð ætlum að halda
þessu verkefni
ótrauð áfram
Verkefninu Fjölskyldan á fjallið
þetta sumarið lauk fyrir skemmstu.
Á fjöllunum eru gestabækur sem
fólk hefur ritað nöfn sín í, sem stað-
festir þátttöku þess í verkefninu.
Mjög góð þátttaka hefur verið í
þessu verkefni undanfarin ár og
má ætla að svo hafi einnig verið í
sumar sem leið.
Gestabókum verður safnað á
næstunni og þá kemur í Ijós hve
margir gengu á fjöll í sumar. Þegar
allar bækur hafa borist verða þrír
heppnir þátttakendur dregnir út
og hljóta sérstaka viðurkenningu
fyrir.
Héraðssambönd tilnefndu
ákveðin fjöll á sínu svæði. HSK
tilnefndi Þórólfsfell og Langholts-
fjall ÍHrunamannahreppi. Engilbert
Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK,
sagði í spjalli við Skinfaxa að verk-
efnið á þeirra svæði hefði gengið
að óskum í sumar og sér sýndist
þátttakan almennt hafa verið góð.
„Við vorum sérlega ánægðir með
þetta ár. Ganga á Þórólfsfellið tókst
mjög vel og var vel sótt en algjör
metþátttaka vará Langholtsfjallið
því að um 200 manns tóku þátt
í göngunni. Við ætlum að halda
þessu verkefni ótrauðir áfram enda
um þarft og spennandi verkefni
um að ræða. Við ætlum að draga út
þátttakendur í sumar og þeir hep-
pnu verða verðlaunaðir sérstaklega
fyrir þátttökuna," sagði Engilbert
Olgeirsson.
Langholtsfjall
HSK stóð fýrir fjölskyldugöngu á
Langholtsfjall í Hrunamannahreppi
fimmtudaginn 7.júní. Áðuren lagt
var af stað á fjallið var þess sérstak-
lega minnst að 100 ár eru liðin síð-
an Friðrik 8. Danakóngur fór með
fylgdarliði um Kóngsveginn og
i
32 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands