Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Page 10
Þeir,
sem fórust
með
,,Jarlinum“
Jóhannes Jónsson. Guðmundur M. Thordarson.
Um miðjan septembermánuð var farið að
óttast um 1/v Jarlinn. Hann fór frá ísafirði
með fiskfarm 21. ágúst, áleiðis til Englands,
kom við í Vestmannaeyjum, fór þaðan 23. á-
gúst. Seldi aflann 1. sept. í Fleetwood og fór
þaðan 3. sept. síðan hefir ekkert til hans
spurst.
Jarlinn var járnskip, 190 brúttósmálestir að
stærð, byggður í Englandi 1890 sem togari
með 250 hestafla gufuvél, síðar var hann not-
aður til línuveiða. 1925 var hann keyptur hing-
að til lands, og gerður út á flestar vertíðir og
síld á sumrin. Eigendur skipsins voru Óskar
Halldórsson og börn hans. Einn eigandinn,
sonur Óskars, Theodór, var starfandi sjómað-
ur á skipinu.
Fjölskyldunum, tengdar sjómannastéttinni,
hefir enn fjölgað, sem um sárt hafa að binda
af völdum styrjaldarinnar.
Hinum látnu hefir verið sýndur virðingar-
vottur með minningarathöfn.
Engin orð fá umsteypt örlögunum eða end-
urheimt liðna úr helju. Hætturnar á leiðum
sjómannsins eru nú hundraðfaldar. Enginn
veit hvað hefir orðið þeim að fjörtjóni. En
hver slíkur atburður á að herða sjómannastétt-
ina til átaka um ýtrustu aðgerðir til aukins ör-
yggis þeirra, sem áfram halda baráttunni fyr-
ir tilveru þjóðar sinnar.
Sjómannastéttin í heild vottar aðstandend-
um hinna látnu djúpa samúð sína, og hinum
föllnu félögum fyllstu virðingu.
Skipshöfn ,,Jarlsins“ var þessi:
Jóhannes Jónsson, skipstjól’i, Öldugötu 4,
Reykjavík. — Fæddur 22. apríl 1877. —
Ókvæntur.
Guðmundur Matthíasson Thordarson, stýri-
maður. Búsettur í Kaupmannahöfn. Var stadd-
ur í Englandi þegar Danmörk var hertekin.
Fæddur í Rvík 26. janúar 1904. Kvæntur.
Átti 1 barn.
Eyjólfur Björnsson, 1. vélstjóri, óðalsbóndi
í Laxnesi, Mosfellssveit. Fæddur 23. febr.
1883. Kvæntur. Átti 3 börn.
Jóhann Sigurjónsson, 2. vélstjóri, Siglufirði.
Fæddur 12. febr. 1897. Kvæntur. Átti 2 börn
og 1 fósturbarn.
Sigurður Gíslason, kyndari, Óðinsgötu 16,
Reykjavík. Fæddur 21. janúar 1915. Ekkju-
maður. Átti 2 börn.
Dúi Guðmundsson, kyndari, Siglufirði. —
Fæddur 4. febrúar 1901. Ókvæntur. Átti 1
barn og aldraða foreldra.
Halldór Björnsson, matsveinn, Ingólfsstræti
21, Reykjavík. Fæddur 20. febrúar 1920. Ó-
kvæntur.
Ragnar Guðmundsson, háseti, Gufá, Mýra-
sýslu. Fæddur 13. ágúst 1911. Ókvæntur.
Konráð Ásgeirsson, háseti, Bolungavík.
Fæddur 22. júlí 1912. Ókvæntur.
Sveinbjörn Jóelsson, háseti, Skólavörðustíg
15, Reykjavík. Fæddur 23. nóvember 1923.
Ókvæntur.
Theódór Óskarsson, háseti, Ingólfsstræti 21,
Reykjavík. — Fæddur 22. febrúar 1918. —
Ókvæntur.
VÍKINGUR
10