Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 2
Grein sú, er hér birtist, er fyrsta erindið í erindaflokki, sem útvarpsráð er nú að láta
flytja um dýrtíðarmálin, og fjallar það um þann skerf, er hagfræðin sem vísinda-
grein getur lagt til lausnar dýrtíðarmálunum. Þar sem stór hluti lesenda vorra hefir
sjaldnast tækifæri til þess að hlýða á útvarpserindi, þótti blaðinu vel til fallið að fá að
birta þetta erindi, þar sem það varpar glöggu ljósi yfir það, sem mörgum hefir áður
verið aðeins óskýr hugmynd. — Höfundurinn hefir góðfúslega orðið við beiðni vorri
um birtingu þess. Ritstj.
GYLFI P. GÍSLASON DÓSENT:
Dýrtíðin og hogfræðin
Eins og að líkum lætur, er nú mikið talað
um dýrtíð þá, sem er í landinu, og er vöxtur
hennar undanfarið bæði almenningi og stjórn-
arvöldum landsins hið mesta áhyggjuefni, svo
sem eðlilegt er. En þegar verið er að tala um
dýrtíðina, hefi ég oft verið spurður: ,,Hvað
viljið þið hagfræðingarnir eiginlega láta haf-
ast að í þessum dýrtíðarmálum?“, ,,Hvað á nú
að gera samkvæmt kenningum hagfræði vís-
indanna?“, og sumir segja jafnvel: ,,Er ekki
vitleysa að láta stjórnmálamennina ráða því,
hvað gert er í dýrtíðarmálunum, — á þetta
allt saman ekki að byggjast á vísindalegum,
hagfræðilegum útreikningum?“
En allar þessar þrjár spurningar byggjast á
misskilningi á hlutverki hagfræðinganna og
eðli hagfræðinnar og vísindanna yfir höfuð
að tala. Það er þessum misskilningi, sem nú
skal gerð nokkur tilraun til þess að eyða.
Til þess að það sé hægt, verður fyrst að gera
nokkra grein fyrir því, hvað vísindi í raun og
veru eru. Orðin ,,vísindi“ og ,,vísindalegur“
eru býsna mikið notuð nú orðið og óspart með
þau flaggað og til þeirra vitnað, enda hafa
vísindin unnið óteljandi afrek í þágu mann-
kynsins á síðustu tímum. En þessi afrek vís-
indanna virðast hafa gert það að verkum. að
menn eru farnir að hrópa á þau sér til hjálpar
í flestum málum, — einnig í þeim málum, sem
vísindin sökum eðlis síns geta enga úrlausn
veitt í og munu aldrei geta, vegna þess að
lausnin er komin undir óskum manna og skoð-
unum á því, í hverju sé fólgin hamingja þeirra
og velferð í lífinu, en það er hver sæll á sína
vísu.
Hlutverk allra vísinda er fyrst og fremst
að leita sannleikans, að skynja og skilja, hvað
á sér stað, skilja samhengið á milli fyrirbrigð-
anna og leitast við að setja þekkinguna á
staðreyndunum fram sem sameiginlegt ein-
kenni á þeim, reglu eða lögmál. Vísindin eru
kerfisbundin, gagnrýnin og fordómalaus
rannsókn á fyrirbrigðum, þar sem niðurstað-
an er sett fram sem sameiginlegt einkenni
þeirra, regla eða lögmál. Vísindin leitast jafn-
an við að svara spurningunni: ,,Hvað á sér
stað?“, en þau eiga hinsvegar ekkert svar við
spurningunni: ,,Hvað á að eiga sér stað?“
Þeirri spurningu svarar siðfræðin, en vísind-
in ekki, enda verður ekki leyst úr spurningu
um það, hvernig tilveran eigi að vera, með
því að rannsaka, hvernig hún er. Hvernig
menn telja tilveruna eiga að vera, hlýtur að
vera komið undir því, hverjar óskir menn ala
í brjósti og hverjar skoðanir menn hafa á því,
í hverju réttlæti og hamingja sé fólgin, en við
því á engin vísindagrein nokkurt svar né get-
ur nokkurn tíma átt.
En hvað kemur þetta hagfræðinni og dýr-
tíðarmálunum við og því, sem ég minntist á 1
fyrstu? Ilagfræðin er vísindagrein, — sú vís-
indagrein, sem fjallar um þá starfsemi mann-
anna, sem miðar að því að fullnægja þörfum
þeirra og við köllum einu nafni atvinnulíf. —
Hagfræðin rannsakar atvinnulífið og fyrir-
brigði þess, reynir að komast að raun um or-
sakir fyrirbrigðanna og afleiðingar og leitast
við að setja þekkinguna á fyrirbrigðunum
fram sem sameiginlegt einkenni á þeim, reglu
eða hagfræðilegt lögmál. Með tilliti til þeirr-
VÍKINGUR
2