Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Page 19
Grein þessi birtist í „Vesturlandi“ 25. okt. s.l. og þó hér sé um mikið alvörumál að ræða, sem auðvelt ætti þó að vera að leysa, virðist það engan hljómgrunn fá á æðri stöðum, hvað sem veldur. Bjarni Guðmundsson Isafirði hefir beðið Vikinginn um að endui'prenta greinina, og er það gert með ánægju, ef orðið gæti til þess, að hrinda af stað einhverjum athöfnum í þessu máli. Ritstj. Vítavert skeytingarleysi Einstök heppni að 22 menn drukknuðu ekki í blíðskaparveðri. Þann 18. desember árið 1928 strandaði þýzkur togari á blindskeri hér skammt undan bæjarlendingunni í Vigur. Itrekaðar tilraunir voru gerðar til að ná skipinu af skerinu, en árangurslaust. Flæðarhátt var þegar skipið strandaði og bar því hátt á því þarna, sem það stóð á sker- inu, bæði um flóð og fjöru. Meðan svo var, mátti segja, að skipið gæti verið þeim sem sigldu um ,,Vigursund“, svo er það venjulega kallað, fremur leiðarvísir en farartálmi á þessari skerjóttu leið. En þar kom að, að Ægir vann á skipinu og var svo komið árið 1935, að skipið var orðið brotið í þrjá hluti, sem sokknir voru það í sjó, að aðeins stóð lítill hluti skipsflaksins upp úr yfirborði sjávar um háflóð. Þegar svo var komið, var bæði mér og öðr- um kunnugum ljóst, að skipsflak þetta var nú orðið stórhættulegt sjófarendum þeim, er leið áttu um ,,Vigursund“. Sérstaklega var það nú orðið hættulegt öllum smærri bátum, sem óhikað gátu áður en skip þetta strand- aði, farið hvar sem var um sundið þegar flæði var, nema ef um mikið hafrót var að ræða. Að þessu athuguðu gerði hreppsnefnd Ög- urhrepps á fundi sínum svofellda ályktun: „Samþykkt að fela oddvita að gera gang- skör að því, að flak af togara á ,,Vigursundi“ verði gert hættulaust sjófarendum“. in af. „Vonin“ strandaði við Bjargós, mann- björg varð og skipið náðist út síðar. „Skjöld- ur“ strandaði við Sigríðarstaðaós á Vatnsnesi, en náðist út. ,,Elliði“ sat fastur í krapa við Hindisvík. „Pólstjarnan“ lenti á Illugastaða- boða og missti þar skipstjóra sinn Jón Gunn- laugsson frá Sökku í Svarfaðardal, en stýri- maðurinn Júlíus Jónasson sigldi skipinu inn á Með því, að ég áleit, að mér sem oddvita bæri í þessum efnum að snúa mér til vitamála- stjóra, er umsjón hefir með .æði mörgu er að siglingum lýtur við landið, þá skrifaði ég hon- um þann 12. júlí árið 1935. Niðurlag þessa bréfs míns er á þessa leið: „Þess má geta, að Djúpbáturinn verður í hverri ferð, sem hann fer um Djúpið, svo að segja að strjúkast með þessu hættulega skips- flaki. Af framansögðu eru það eindregin tilmæli mín til yðar, herra vitamálastjóri, að þér gerið þær ráðstafanir í þessu efni er afstýra megi fyrirsjáanlegu tjóni á skipum og máske mannslífi, verði ekkert aðgert áður en dimma tekur af nóttu á næstkomandi hausti“. Þetta erindi hreppsnefndar Ögurhrepps fekk enga áheyrn, og liðu nú fjögur ár þar til málinu var aftur hreyft. Hinn 13. maí árið 1939, lagði oddviti Ög- urhrepps fram á fundi hreppsnefndar bréf frá skipstjóranum á Djúpbátnum, Sigfúsi Guðfinnssyni. I bréfi þessu var farið fram á að hi’epps- nefndin hlutaðist til um að ljósmerki verði sett til leiðbeiningar við innsiglingu að Vigur og að ,,bauja“ verði cett á boða fram undan bænum í Vigur. Samþykkt var að fela oddvita að skrifa vitamálastjóra um þetta erindi skipstjórans. Miðfjarðarsand, þar sem það brotnaði í spón, en menn komust af. „Baldur“, sem legið hafði með okkur á Kálfshamarsvík, lá af sér garð- inn á Kaldbaksvík á Ströndum og varð ekkert að meini og „Æskan“ lá við Blönduós. Fleiri skip lentu og í hrakningum þótt þau séu ekki nefnd hér, enda voru þeir minni háttar. 19 VÍKINGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.