Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Síða 4
að fylgja, því að úr því er ekki hægt að skera með aðstoð vísindanna fremur en leysa úr öðrum spurningum um það, hvernig heimur- inn eigi að vera. Sé ekki samkomulag um það, hvaða stjórnmálastefnu skuli fylgja, getur hagfræðingurinn sem vísindamaður ekkert almennt um það sagt, til hvaða ráðstafana eigi að grípa. En nú getur hagfræðingurinn að sjálfsögðu haft stjórnmálaslcoðanir eins og aðrir menn, og segi hann, að til þessara ráð- stafana skuli grípa en ekki hinna, segir hann það ekki sem hagfræðingur heldur sem stjórn- málamaður. Hinsvegar getur þekking hag- fræðingsins komið að gagni, er menn mynda sér stjórnmálaskoðun, því að hann getur gert ljóst, hvaða afleiðingar stefnan hafi, og get- ur það orðið til þess, að menn skipta um skoð- un, ef menn óska raunverulega ekki eftir þeim afleiðingum, sem stefna þeirra hefir í för með sér. Menn hafa þá ekki þekkt leið- ina þangað, sem þeir vildu komast, og þá geta hagfræðingarnir leiðbeint. Af þessu, sem nú hefir verið sagt, leiðir einnig svarið við þriðju spurningunni, sem ég gat um áðan, sem sé, hvort ekki ætti að taka völdin af stjórnmálamönnunum í þessum efn- um og byggja ráðstafanirnar allar á svo köll- uðum „vísindalegum, hagfræðilegum út- reikningum". Þar sem ráðstafanirnar hljóta fyrst og fremst að byggjast á einhvers konar stjórnmálaskoðun, er auðvitað ógerningur að taka þetta ákvörðunarvald úr höndum stjórn- málamannanna. Jafnvel þótt það væri fengið í hendur hagfræðingum, gætu þeir ekki tek- ið sínar ákvarðanir nema út frá stjórnmála- sjónarmiði; þeir, sem slíkar ákvarðanir taka, eru nefnilega stjórnmálamenn, þegar þeir taka slíkar ákvarðanir, og það hvort sem þeim líkar það betur eða verr. „Vísindalegum hagfræðilegum útreikningum“ má svo beita til þess að komast að raun um, á hvern hátt er hægast að ná því markmiði, sem ákveðið hefir verið að keppa að, — til þess að kom- ast að raun um, hvaða áhrif sú ráðstöfun muni hafa, sem ákveðið hefir verið að gera, hvað orðið hefði, ef hún hefði ekki verið gerð, hvaða áhrif aðrar ráðstafanir hefðu haft o. s. frv. Þessi umgetna spurning byggist því á misskdningi á eðli stjórnmála og hlutverki „vísindalegra, hagfræðilegra útreikninga“. í þessu sambandi má geta þess, að ég hefi heyrt menn furða sig á því, að ekki skuli hafa verið reiknað út „vísindalega, út frá hag- fræðilegum staðreyndum", eins og það hefir verið orðað, fyrir hvað eigi að selja kílóið af kjötinu, og hversu hátt kaup t. d. iðnaðar- VÍKINGUR mannanna, sem átt hafa í kaupdeilum undan- farið, eigi að vera. Hér gætir enn sama mis- skilningsins á eðli hagfræðinnar og svo kall- aðra „hagfræðilegra útreikninga“. Það er ómögulegt að skera vísindalega úr því, hvort selja á kjötkílóið á 10 aurum hærra eða lægra verð, eða hvort iðnaðarmaður á að fá 10 aur- um hærra eða lægra kaup á tímann. Það fer eftir því einu, hvernig menn telja sanngjarnt og réttlátt að skipta þjóðartekjunum, og um það m. a. fjalla stjórnmálin, en það hlýtur hverjum manni að vera auðsætt, að það er ómögulegt að skera vísindalega úr því, hvort þessi stéttin á að hafa hærri tekjur en hin, hvort þessi maðurinn á að vera ríkari en hinn o. s. frv., eða réttara sagt: Það er alls ekki hlutverk neinnar vísindagreinar, hvorki hag- fræðinnar né annarra, að taka neina afstöðu til slíks. Fram að þessu hefir einkum verið rætt um það, hvers ekki má vænta af hagfræðinni og hverju hagfræðingarnir ekki geta svarað sem slíkir. Og nú kæmi mér ekki á óvart, þótt ein- hver spyrði: „En til hvers er þá eiginlega þessi hagfræði og allir hagfræðingarnir, og hvaða gagn er að þessum þúsundum bóka, er skrifaðar eru árlega um hagfræðileg efni?“ Hlutverk hagfræðinnar er að komast að raun um sem mestan sannleika í sambandi við atvinnulíf og atvinnurekstur mannanna, að afla sem mestrar þekkingar í þessum efn- um, hvort sem okkur nú kann að virðast þessi þekking gagnleg eða gagnslaus; þótt okkur virðist sum þekking nú gagnslaus, getur hún orðið gagnleg síðar. Þekking er keppikefli í sjálfu sér, hvort sem hún er álitin gagnleg eða gagnslaus. Hagfræðin leitast við að kom- ast að raun um orsakir og afleiðingar fyrir- brigða atvinnulífsins, rannsakar innbyrðis samband þeirra og reynir að komast að raun um, hvort ekki sé um reglur eða hagfræðileg lögmál að ræða, er séu að verki að baki hinna fjölbreyttu fyrirbrigða. Þetta er hið fræðilega hlutverk hagfræðinnar. Og í þessum efnum hefur henni orðið mikið ágengt, þótt enn sé að sjálfsögðu margt órannsakað og á huldu, enda er hagfræðin ung vísindagrein. En á grundvelli þeirrar þekkingar, sem þegar er fengin, er hægt að segja til um, hvaða afleið- ingar þetta eða hitt fyrirbrigðið muni hafa í för með sér og hvað hægt sé að gera til þess að koma í veg fyrir það, hvaða afleiðingar bessi eða hin ráðstöfunin hafi, og hvað vænt- anlega yrði, ef liún væri ekki gerð o. s. frv. Þetta er hið hagnýta hlutverk hagfræðinnar. Þótt hún geti ekki skorið úr því, v.ið hvaða 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.