Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 21
þetta er útlits með því að þá örlar aðeins á
því í sjólokunum. Eru þetta hvassar járn-
brúnir og strengur, sérstaklega vel lagaðar til
að ganga á svipstundu inn úr súðbyrðingi við
árekstur, ef illa hittir á. Mér kemur heldur
ekki á óvart, þótt slys eigi eftir að hljótast
af flaki þessu verði ekkert gert til að afstýra
því.
Ég vil geta þess hér, að illa stóð á, á heim-
ili mínu, ef til björgunar hefði komið kvöld
þetta, sem ,,Haukur“ rakst á flakið. Enginn
karlmanna var heima, nema ég, sem þetta
sama kvöld hafði gengið snemma til hvílu
vegna lasleika.
Eins og á stóð var ég því ekki fær um að
fara á strandstaðinn nema á litlum bát, svo
litlum að eigi hefði rúmað nema helming þess
fólks, sem með ,,Hauk“ var, ef til hefði kom-
ið. Trúlegast, að ef ,,Haukur“ hefði brotnað,
þó ekki hefði verið nema litlu meira en raun
varð á, og allar líkur stóðu, þá hefðu senni-
lega allir drukknað þarna, sem á bátnum
voru, 22 talsins, og hefði þá margur átt um
sárt að binda eftir þann missir.
Svo hagar til, að einmitt þar sem „Hauk-
ur“ lenti á flakinu er snardýpi, og þar hefði
báturinn sokkið á svipstundu, ef brotnað hefði
meira.
Til dæmis um það, hve umferð báts um
,,Vigursund“ e,'r oft mikil þarna rétt fram
hjá nefndu flaki, skal ég upplýsa það, að
seinni hluta síðastliðins ágústmánaðar og í
byrjun septembermánaðar, kom það oft fyrir
að 30 til 40 bátar fóru leið þessa fram og til
baka sama sólarhringinn. Mátti oft sjá, að
menn skorti kunnugleik á leiðinni, enda var
við að búast, þar sem bátar og menn voru
hvaðanæfa frá.
‘'v
Eru það kolkrabbaveiðar á Skötufirði, sem
valda að mestu þessari miklu umferð um sund-
ið um þennan tíma árs, og er þetta algengt ár
eftir ár, þegar kolkrabbi gengur í Djúpið.
Þá liggur og leið allra heimamanna í ytri
hluta Ögurhrepps um ,,Vigursund“ er þeir
fara til fsafjarðar eða eitthvað út fyrir hrepp-
inn, að ógleymdum djúpbátnum, sem tvisvar
og iafnvel þrisvar í viku hverri á ferð um
þessa leið.
Af því, sem sagt hefir verið, vcrð ég að
telja það vítavert skeytingarleysi af vita-
málastjóra að hafa til þessa tíma skotið skoll-
eyrunum við nauðsynlegum kröfum hrepps-
nefndar Ögurhrepps og annarra er farið hafa
fram á, að leiðin um ,,Vigursund“ væri gerð
sjófarendum auðveldari og öruggari, einkum
þá hvað snertir umtalað togaraflak.
Ef vitamálastjóri trúir ekki ummælum und-
inítaðs og hreppsnefndar Ögurhrepps, um
hættu þá sem stafar af nefndu skipsflaki, þá
ræð ég honum til þess að snúa sér til einhvers
þeirra, sem voru með vélbátnum ,,Hauk“, er
hann rakst á flakið.
Ég býst við því, að enn sé æði mörgum hér
i héraðinu ókunnugt um árekstur velbátsins
,,Hauks“ á flakið, og að minnstu munaði að
héraðið missti þarna í sjóinn, í blíðskapar-
veðri, 22 nýta borgara, fyrir tómlæti vitamála-
stjórnarinnar, svo ekki sé fastara að orði
kveðið.
Hitt veit ég, að eftir þetta tiifelli, sem mér
fannst rétt að skýra opinberlega frá, þá muni
allir ísfirðingar standa sem einn maður með
kröfum hreppsnefndar Ögurhrepps. Er næsta
ótrúlegt að hér eftir leyfi vitamálastjóri sér
að hafast ekkert að í þessum efnum.
„Það er of seint að byrgja brunninn eftir
að barnið er dottið ofan í“.
Þessa gamla máltækis mætti vitamálastjóri
gjarnan minnast, eftir að hafa lesið framan-
ritað,sem ég hefi gert ráð fyrir að honum
verði sent.
Enn er sama hættan yfirvofandi vegna tog-
araflaksins á „Vigursundi“.
Enn er það á valdi vitamálastjóra hvort
nokkuð eða ekkert verður gert til þess að af-
stýra þessari hættu fyrir sjófarendur.
Ef til vill finnur Slysavarnafélag íslands,
sem alltaf er þarft verk að vinna á sviði
slysavarnanna á sjó og landi, hvöt hjá sér til
að skipta sér af máli þessu, eftir að hafa
fengið vitneskju um röggsemi!! vitamála-
stjórnarinnar í þessum efnum.
Vigur, 18. okt. 1941.
BJarni Sigurðsson.
Það ve xekki allt, sem sáð er, og ver'Öur ekki allt,
sem spáð er.
Fljót snœddur er fátæks manns verður.
Gamiir skór falla bezt að fæti.
Þótt maðurinn gleymi ellinni, gleymir ellin ekki
manninum.
Gott er að skilja allt eftir á, en ennþá betra er fyrir
að sjá.
Oft bætir hjartað upp það, sem heilann skortir.
Vitið vel má dylja, en heimskuna er verra að hylja.
Frægð er smá við fífl að kljást.
21
VÍKIN GUR