Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 26
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGUR
Útgefandi:
Farmanna- og fiskimannasamband Islands.
Ábyrgðarmaður:
Halldór Jónsson.
Ritnefnd:
Hallgrímur Jónsson, vélstjóri.
ÞorvarSur Björnsson, hafnsögumaður.
Henry Hálfdánsson, loftskeytamaður.
Konráð Gíslason, stýrimaður.
Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og
kostar árgangurinn 15 krónur.
Ritstjórn og afgreiðsla er á Bárugötu 2,
Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur“, Pósthólf
425, Reykjavík. Sími 5653.
Þegar hann kom aftur til Kiel, var eins og hula
legðist yfir allan bátinn. Enginn vissi, hvert
ferðinni var heitið, en okkur fannst öllum sem
okkur væri veittur einhver sérstakur frarni, og
hefðum ekki skipt við neinn bát í heimi, hvað
sem í boði hefði verið. Okkur grunaði, að
framundan væri mikil og löng herferð. U 73
tók eins mikla olíu og matvæli og hann gat
borið. En Franksen gaut hornauga til „sauma-
vélanna“ sinna hugsandi á svipinn — „bara
að þær standi sig!“
Skóiabræður mínir á kafbátaskólanum voru
fyrir löngu útlærðir. Flestir voru fyrir nokkru
farnir til sjós á kafbátum og komnir á vígvöll-
inn, meðan ég slæptist í Kielarhöfn eða eyddi
deginum í endalausar dýfingar- og skotæfing-
ar á Heikendorfflóa. En að lokum kom svo, að
við þurftum ekki að fara til skipasmíðastöðv-
arinnar aftur, og eitt kvöldið lögðum við að
Bliichersbryggju, til þess að t;,ka seinustu
birgðirnar morguninn eftir. Það var 30. marz
árið 1916.
Eftir að hafa farið gegnum Kielarskurðinn
að nóttu til, komumst við til Cuxhaven og
tókum þar 34 tundurdufl tveim dögum síðar.
Eftir stutta kveðjuheimsókn á Helgolandi,
slitum við öllu sambandi við heimalandið. Því
næst fengum við að vita um okkar leynilegu
fyrirskipanir: U 73 átti að halda til Miðjarð-
arhafsins. en þar gerðu menn sér vonir um
mikinn árangur af því, að leggja tundurdufl-
um úti fyrir höfnum óvinanna og í hin mörgu
og þröngu sund, þar sem óvinaskip fóru um.
Þannig hófst okkar „kristilega herferð".
Aukið öryggi sjómarma
Franili. af hls. 7.
séu hæfust til að granda kafbátum. Því til
sönnunar má benda á það, að Englendingar
tóku í stríðsbyrjun alla sína stærstu togara
og bjuggu þá út með djúpsprengjum og öðr-
um tækjum sem skæðust eru kafbátum, sum-
part til að halda vörð á þeim slóðum sem ó-
vinakafbáta var von og sumpart til að fylgja
sínum eigin kafbátum. Við verðum að gera
okkur það ljóst, að atvikin hafa leitt til þess
að við erum o'rðnir þátttakendur í þessum
hildarleik sem nú stendur yfir.
Það þýðir ekki að gera sér upp ímyndað
hlutleysi sem héðan af getur ekki átt sér stað
í veruleikanum, en getur aftur á móti staðið
í vegi fyrir sjálfsögðu öryggi skipastóls okkar.
Við erum fáir og smáir og tij. samanburðar má
geta þess að síðastliðið ár var mannskaði
okkar hlutfallslega mejri en Stóra-Bretlands,
sem nú á í ófriði og hefir menn svo milljón-
um skiptir undir vopnum. Þetta útaf fyrir sig
er hugðarefni þess, að við megum ekki láta
neins ófreistaðs sem getur bjargað einu
mannslífi.
Ég hafði þá ánægju að sitja árshátíð Stýri-
mannaskólans. Þar fórust hinum mæta skip-
stjóra okkar Sigurði Péturssyni skipstjóra á
„Gullfossi“ svo orð m. a.: „Ég vil gefa ykkur
heilræði; heilræði sem mér hefir ætíð bless-
ast.Þegar þið farið úr höfn, þá gerið upp við
ykkur hvaða torfærur þið þurfið aö varast á
leið ykkar og gerið ykkur í hugarlund hvað
ber að gera ef þið lendið í þeim. Á sama hátt
hvað aflaga getur farið á skipi ykkar og hvað
ber að gera við því. Eí svo eitthvað af þessu
kemur fyrir á ferð ykkar, skýtur alltaf upp
í huga ykkar því, sem þið áður voruð búnir
að ætla ykkur að bezt yrði gert og koma því
aldrei til greina nein ráðþrot".
Þessi orð eru sögð af reynslu og þau eiga
að vera hugvekja til allra yngri sjómanna.
Látum þetta heilræði einnig njóta sín nú, þótt
tímarnir séu erfiðir, og reynið að sjá fram á
við fyrir einum og öðrum óhöppum.
Það er nú vitað að þau öryggistæki til
handa sjómönnum er ég hefi minnst á hér að
framan, er ekki hægt að fá keypt. En ætla
má að herstjórn Bandaríkjanna láti þau af
hendi með fúsum vilja.
Guðm. Oddsson.
VIKINGUR
26