Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 25
skiprúmi, og 1. janúar var ég sendur til Múr-
wik á loftskeytanámskeið, og eftir sex vikur
var því millibilsástandi einnig lokið, og þá
fékk ég skipun um að fara á kafþátaskólann
í Eckernförde til að ljúka fullnaðarnámi sem
kafbátsforingi, að því búnu átti ég að fara á
vígvöllinn!
Atburðirnir gerðust með meiri hraða en
ég hafði haldið. Löngu áður en við höfum
tileinkað okkar fyrstu frumatriðin af öllum
þessum nýju og flóknu hugtökum um kafbáta,
meðan allt þetta nýja hringsnerist í höfðum
okkar, köfunargeymar, botnventlar, vara-
geymar, dælur, stillingin á gamla U 3 á
rannsóknardýpi o. f 1., — meðan við vorum
tnn að púla í öllu þessu, var því skyndilega
lckið.
U 73, sem fyrir skömmu hafði verið sendur
til að leggia tundurdufl í Norðursjóinn, hafði
mist alla þilfarsmenn sína í ofviðri, og sendi
loftskeyti til að biðja um nýja menn. Fregnin
um þetta barst til kafbátaskólans að kvöldi
hins 22. febr., og daginn eftir hvarf ég frá nám-
inu og fór til Kiel, til þess að verða liðsforingi
á U 73. Það þarf ekki að geta þess, að ég
kom til Kiel á undan bátnum, vegna þess að
hann þurfti að koma við í Cuxhaven til að
skipa upp þeim tundurduflum, sem hann gat
ekki lagt. Hann kom ekki til Kiel fyrr en
síðdegis hinn 24. Kapteinnin var undrandi,
þegar ég bauð honum þjónustu mína um leið
og hann lagðist að Blúchersbryggju. ,,Hvað
vitið þér um það, hvort ég vil taka yður?“
Því gat ég vitaskuld ekki svarað. 1 stýrimaður
revndist alúðlegvi og sagði, að þetta mundi
eflaust fara vel.
Daginn eftir sætti kapteininn sig einnig við
hið óumflýjanlega, þegar honum varð lióst,
að ég var tundurskeytasérfræðingur og hafði
einnig staðið mig vel í loftskeytafræðinni,
þótt ég hefði orðið að hætta við námið í kaf-
bátaskólanum.
Hann varð að hlíta þeirri staðreynd, að út-
lærðan kafbátsforingja var hvergi hægt að
fá. Við sigldum saman allt árið 1916, og hvor-
ugan okkar iðraði þess.
Á U 73.
Vinir mínir í Kiel létu í ljós nokkra efa-
girni við gleði minni yfir þessari skipun í kaf-
bátaþjónustuna. Og í raun og veru hófst nú
tími, sem færði mér mörg vonbrigði. Það var
ekki aðeins, að báturinn okkar þyrfti viðgerð,
sem tók nokkrar vikur, heldur tók ég líka
eftir því, að U 73 var haldinn af ýmsum var-
anlegum kvillum, svo það var fremur lítil
von um að vinna lárviðarsveiga með hann að
vopni.
Allt, sem U 73 átti að gera gekk of seint.
Þótt ótrúlegt sé, var okkur ekki unnt að ná
nema 9,5 mílna hraða ofansjávar með báð-
um Körting-Dieselvélunum, en þá freyddi svo
af bógnum, að hvaða venjulegt flutningaskip
sem var, gat komist undan. Neðansjávar gát-
um við einstöku sinnum komist upp í 4 mílur,
stundarfjórðung í senn. Þetta gat verið full-
nægjandi, ef við ætluðum að gera tundur-
skeytaárás, þegar svo ólíklega vildi til, að
óvinurinn sigldi beint framhjá tundurskeyta-
hlaupinu.
Köfunin tók tvær mínútur, þegar allt gekk
vel, en —, hvc- offc var það? Ekki tókst okkur
heldur að ná meðalhraða við að lyfta bátnum
upp á yfirborðið, vegna þess að ekki hafði
verið ætlað neitt rúm fyrir véldælu, sem gat
tæmt köfunargeymana með þrýstilofti, í stað
þess urðum við að dæla úr þeim með venju-
legri skipsdælu, í hvert sinn sem báturinn fór
upp á yfirborðið.
8,8 cm. fallbyssunni okkar hafði verið feng-
inn staður fyrir aftan tuminn, svo við urðum
að snúa skutnum eða a. m. k. hliðinni að óvin-
inum, áður en við gátum hafið skothríð á
hann. Auk þessa voru bæði tundurskeyta-
hlaupin utanborðs, svo ekki var hægt að hafa
daglegt eftirlit með þeim, jafnvel þótt veður
væri gott.
Samkvæmt gerð sinni var báturinn einkum
ætlaður til þess að leggja tundr.rdu.fl, en ekki
til á.rása. Smátt og smátt komst ég að raun
um, að báturinn gekk með fleiri barnasjúk-
dóma, sem virtust ætla að verða ólæknandi,
en þessir gallar voru nú nógir til að bvrja með.
Það kemur stundum fyrir, að innri verð-
mæti bæta upp ytri bresti, og þannig var U 73
til allrar hamingju farið. Hin innri verðmæti
hans voru í góðu lagi. Foringinn Siess kapt-
einn, hafði einsett sér það, að afreka miklu
mcð þessum lasburða báti. (Yfirforingi kaf-
bátadeildarinnar lcallaði hann „fljótandi lík-
kisttma"). Fyrsti vélstjóri bölvaði í hljóði
,,saumavélunum“ sínum, sem af einhverjum
mistökum hefðu verið látnar í kafbát, en hann
fór með þær eins og fullorðnar vélar, og vei
þeim, sem dirfðist að fara móðgandi orðum um
þær opinberlega! Stýrimönnunum kom oftast
nær vel saman, og skipshöfnin var hafin yfir
lof, og venjulega last einnig.
Meðan við lágum til viðgerðar í skipa-
smíðastöðinni, fór kapteinninn til Berlínar, til
þess að fá flotadeildina til að velja U 73 til
sérstakrar þjónustu, sem ennþá var leynileg.
25
VIKINGUR