Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 16
Dýrtíð og hagfræði Framh. af bls. 6. enn ekki tekizt að leysa það. En mér vitanlega hefir ekki komið fram neinn verulegur skoð- anamunur á því meðal hagfræðinga, hvaða ráðstafanir komi til greina og hvaða áhrif þær myndu hafa. Um það, sem hagfræðivís- indin hafa að leggja til málanna, eru hag- fræðingarnir m. ö. o. sammála, einnig þeir, sem annars eru á öndverðum meiði í stjórn- málum eða hafa sinn hverjar skoðanir á því, hvort áhrif hinna einstöku ráðstafana séu æskileg. Þegar ég heyri menn furða sig á því, að allir hagfræðingar skuli ekki vera sammála um það, hvað gera skuli í dýrtíðarmálunum, dettur mér í hug samtal tveggja málfræðinga, sem ég heyrði fyrir nokkru. Þeir voru að tala um möguleikana á ríkisframburði og annar um nauðsynina á því, að slíkur framburður væri lögtelcinn, líkt og stafsetning nú. En ann- ar var sunnlendingur og sagðist aldrei mundu sætta sig við, að í ríkisframburðinum yrði hv borið fram sem kv, en hinn sagðist ekki geta borið fram sunnlenzka hv-hljóðið, enda fyndist sér það ljótt og mundi hann hundsa ríkisframburðinn, ef þa<5 yrði lögtekið. Dett- ur nokkrum í hug að telja þá minni málfræð- inga fyrir þá sök, að þeir hafa ólíkar skoðanir, ekki verið ljós á skipi þar sem það var á svo mikilli ferð sitt á hvað. Hafi þeir þá látið vélina taka aftur á bak, lóðað og svo haldið út frá landinu og þannig bjargað sér frá strandi. Sæmundur sagði að fyrir þetta hefði Sverr- ir átt að fá einhverja viðurkenningu. En hvorki hann né aðrir munu hafa talað fyrir því máli. Sverrir gamli varð mjög glaður yfir því að hafa með snarræði sínu bjargað skipi frá því að stranda og ef til vill nokkrum mannslífum. „Önnur hlaut hann ekki laun, ánægður þó var hann“. Þess skal getið að Sverrir þessi var faðir Jóns yfirfiskimatsmanns og Þorláks kaup- manns, báðir í Vestmannaeyjum og Bjarna í Finnbogahúsi í Reykjavík. Friðrik Ágúst Hjörlerfsson. ólíkan smekk, hvað snertir framburð stafa, eða að tel.ja þennan skoðanamun málfræðing- anna málfræðinni sem vísindagrein til vanza? Ég vona ekki, enda væri þá málfræðinni gert rangt til. Málfræðingarnir j^eta ef til vill sagt til um, hvor framburðurinn sé uppruna- legri, hvenær hvor um sig hafi komið til sög- unnar, hvar stafirnir séu bornir fram á hvorn veginn o. s. frv., en um það, hvorn framburð- inn eigi að nota eða hvor sé fegurri, geta þeir ekkert sagt sem vísindamenn, þar eð hér er um smekksatriði, mismunandi óskir mannanna að ræða, sem ekki verður skorið úr vísinda- lega og eru vísindunum algerlega óviðkom- andi. Og líkt stendur á með þau atriði dýr- tíðarmálanna, sem hagfræðingarnir eru ekki sammála um. Þá er um að ræða mismunandi óskir mannanna, mismunandi slioðanir á því, hvað sé réttlátt og hvað ranglátt, sem ekki verður dæmt um með aðstoð hagfræðivísind- anna né nokkurra vísinda, og hagfræðin því hvorki fæst við né mun nokkurn tíma fást við, heldur verða eftir sem áður komnar undir viðhorfi mannanna til annarra manna og sam- félagsins, óskum þeirra og hvötum, umhyggju þeirra fyrir eigin velferð og velferð þeirra, sem þeir hafa samúð með, og skoðunum á því, í hverju hamingja þeirra sé fólgin. Það, sem deilt hefir verið um í sambandi við dýrtíðarmálin, er ekki það, hvort vinna eigi gegn dýrtíðinni eða ekki; allir virðast sammála um, að það skuli gera. Það hefir heldur ekki verið deilt um það, hvað hægt sé að gera til þess; þeim ráðstöfunum, sem til greina koma hafa ýmsir hagfræðingar fyrir löngu lýst. Það, sem deilt hefir verið um, — og deilt er um enn, — er fyrst og fremst það, hvernig skipta eigi byrðunum af ráðstöfun- unum niður á borgara þjóðfélagsins. um það hafa stjórnmálaflokkarnir ekki getað orðið sammála. En þegar stjórnmálamennirnir koma sér saman um það, þarf ekki að standa á „vísindalegum tillögum" frá hagfræðingun- um um það, hvað gera skuli til þess að vinna sem skjótast bug á dýrtíðinni. Nýbyggingarsjóður Framh af bls. 1. öðrum. Það hefir enga þýðingu að vera að gera einfalt mál margbrotið, að vera að búta í sundur hagnað útgerðarinnar og gefa hlut- unum hin og þessi nöfn, þegar sýnilegt er, að um endurnýjun skipastólsins getur ekki verið að ræða, nema útgerðin haldi öllu sínu og dugar þó ekki til, enn sem komið er og vant- ar þar mjög mikið á. Tryggvi Ófe igsson VÍKINGUR 16

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.