Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 9
Árið 1933 létu 2 nýtízku seglskip úr höfn í Hamborg samtímis, bæði skipin voru stál- skip. Skipin voru Priwall 3,185 tonn, byggt 1920 og Padua 3.064 tonn, byggt 1926. Ferð- inni var heitið til hafna við Spencer Flóa í Suður-Ástralíu. Bæði skipin með kjölfestu að- eins. Þau brunuðu niður Ermarsund með fárra stunda millibili og út í Atlantshafið und- ir fullum seglum. Þau urðu hvorugt annars vör alla leiðina en 62 dögum eftir að þau mistu sjónar af hinni klettóttu strönd Englands, voru þau í Spencer-Flóa og lögðust upp að bryggju daginn eftir. Ferð beggja hafði tekið 67 daga frá Plamborg. Vissulega höfðu bæði skipin haft ákaflega hagstæðan vind alla leiðina. Daginn áður en Priwall kom til Port Victoria höfðu átta aðrir rásiglarar komið þangað sem allir höfðu taf- ist stórlega vegna óhagstæðra vinda. Til sam- anburðar var útivist áðurnefndra skipa eins og hér segir: Archibald Russel var 94 daga frá Skaga í Danmörku, Killoran var 99 daga frá Kaupmannahöfn, l’Avenér var 93 daga frá Dungeness. Pamir var 30 daga frá Afríku, Parma var 93 daga frá Suðaustur-Englandi, Pommern var 96 daga frá Elsinore. Penape var 89 daga frá Elsinore og Viking 96 daga líka frá Elsinore, og síðan tæpum sólarhring seinna kom Priwall eftir 67 daga ferð. Hvílíkur hópur seglskipa á miðri 20 öld. Met í ferðum milli Ástralíu og Englands á þó annað skip ,,Lightning“ sem var hleypt af stokkunum árið 1854. Undir stjórn ,,Bully“ Forbes skipstjóra fór hún með gullfarm virtan á 5.000.000 dollara frá Melbourne til Liver- pool á 64 dögum. Enginn núverandi rásiglari hefir koniist í námunda við þetta afrek, en fjórmastraða Bark-skipið Svanhilda 2150 smál. að stærð og byggt 1890, fór frá Walleroo í Suður-Ástralíu Padua og- Priwall sigldu á 67 dögum frá Þýzkalandi til Ástralíu árið 1938. Potosi sigldi 378 milur (nautical) á 24 tímum. fjórum árum eftir að því var hleypt af stokk- unumi, hún var fullfermd korni og kom til Queenstown á írlandi eftir 66 daga útivist. í kringum Kap Horn stóðu hin nýrri lestarskip vel að vígi í samkepni við hraðsiglarana, því þar var oftast vestlægum hvassviðrum að mæta, en þegar nálgaðist miðjarðarbaug breyttist öll aðstaðan. Þá stóðu hin rennilegu skip með háreista siglingu ólíkt betur að vígi og komust auðveldlega fram úr barkskipun- um sem byggð voru á árunum 1880 til 1890. Fljótasta ferð, sem farin hefir verið eftir þessari leið síðan í heimsstyrjöldinni, fór Parma með 5200 tonna farm af hveiti, hún fór þessa leið á 83 dögum árið 1933. Þrátt fyr- ir það, að hún færi aldrei með ofsa hraða neinn sérstakan dag — hún komst lengst 263 mílur á einurn degi — þá komst hún allt af vel áleið- is. Meðal vegalengd sem skipið fór alla leið, var 175 mílur á dag. Hið fagra Barkskip Herzogin Cecilie 3.111 tonn, bvggð 1902 fór frá Geelong til Falmouth hlaðin ull árið 1907 á 82 dögurn, en hlaðin hveiti, þurfti hún minst 86 daga til þess að fara þessa sömu leið. Þetta var árið 1936 og hennar síðasta ferð, áður en hún strandaði á ensku ströndinni. Sé litið á ferðir hraðsiglaranna, er hér ekki af neinu að stæra sig, en séu þessar ferðir bornar saman við ferðir sambærilegra skipa, verður annað uppi á teningnum. Árið 1939 þurfti Winterheede 134 daga og Lawhill 140 daga til þess að fara þessa sömu leið og jafn- vel það var hátíð hjá ferð Favell árið 1928, sem tók 210 daga. Af öllum seglskipum, sem byggð voru á 20. öldinni, stenst ekkert samanburð við hið mikla skip Preussen, sem var fimm mastrað al-rigg- að skip. Það var 5.081 tonn að stærð, 433 fet á lengd og lestaði 8000 tonn. Það var aðeins átta ár við líði, en nafn þess mun lengi lifa í 9 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.