Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 17
Úr endurminningum Guðmundar á Bakka
A „Sail or“ í sumarmálagarðinum 1887
Sumarmálagarðurinn 1887 er enn í fersku
minni margra gamalla hákarlamanna á Norð-
urlandi, þó að þeim fækki nú óðum, sem muna
þann mikla áhlaupagarð af sjón og reynd.
Garður þessi var eitt hið mesta illveður, er
menn muna hér norðan lands, frá síðasta
fjórðungi 19. aldarinnar. Lentu þá mörg af
hákarlaskipunum í hinum mestu hrakningum,
sum strönduðu, en önnur löskuðust að meira
eða minna leyti. Manntjón varð þó ekki ann-
að en það, að einn mann tók út af hákarla-
skipinu ,,Pólstjarnan“, sem strandaði á Mið-
fjarðarsandi og var það vonum minna, þegar
litið er á hinn mikla fjölda skipa, er úti voru
í garðinum og hve harður hann var.
Þegar sumarmálagarðurinn gekk yfir var
ég annar skipstjóri á hákarlaskipinu ,,Sailor“
frá Svalbarðseyri. ,,Sailor“ var fremur lítið
skip ca. 21 smálest að stærð, um 20 ára gam-
a 11, en sterkbyggður mjög og afbragðs siglari.
Hann var keyptur til Eyjafjarðar frá ísafirði,
en byggður erlendis, töldu sumir hann enskan
að uppruna en aðrir þýzkan, en ekki er mér
ltunnugt hvort réttara var, þótt nafnið benti
til að hann væri enskur.
Til marks um það hvað ,,Sailor“ þótti fara
vel undir seglum, vil ég tilfæra hér tvær vís-
ur, er um hann voru kveðnar, meðan honum
var haldið úti frá Eyjafirði.
„Sailor skríður sílajörð,
sveipaður þíðum voðum,
inn á fríðan Eyjafjörð,
undan stríðum boðum.“
,,í norðvestur eyju Gríms á láði,
,,Sailor“ lista sigldi slag,
sumar fyrsta mánudag“.
Ýmsum kann að þykja það ótrúlegt, að á
sama skipið skyldu hafa veriö ráðnir tveir
skipstjórar, en slíkt var þó ekki óalgengt,
einkum að yngri menn voru ráðnir þannig
með eldri mönnum. — Hér stóð upphaflega
þannig á, að ég hafði verið skipstjóri á
,,Sailor“ og hafði ég ráðið mér stýrimann
Jósúa Jósúason frá Vatnsenda í Héðinsfirði.
Þegar inn til Eyjafjarðar kom, fékk ég fyrst
að vita, að annar skipstjóri hefði verið ráðinn
á skipið, Guðni Jólianncsson, ættaður úr Að-
aldal, en búsettur á Svalbarðsströnd, en þó
varð úr, að við vorum báðir skráðir skipstjór-
ar, en Guðni réð þó jafnan mestu á skipinu.
Sumarmálagarðurinn sannfæröi mig um það
meðal annars, að ekki er heppilegt að hafa
nema einn skipstjóa á sömu fleytunni. Þó
mátti samkomulagið teljast gott olckar á milli,
enda var Guðni dugnaðarmaður og góður sjó-
maður.
,,Sailor“ lagði af stað á veiðar laust eftir
páska. Voru þá öll skip frá Eyjafirði farin til
veiða, og höfðu flest þeirra lagt út um og
eftir 14. maí, en ,,Sailor“ varð síðbúinn vegna
viðgerðar.
Skrásetning skipverja er dagsett 13. apríl
og var lagt út að kvöldi þess dags. Sigldum
við út Eyjafjörð og ætluðum vestur með landi
eins og flest eyfirzku skipanna höfðu gert. —
Þegar komið var vestur undir Skaga fór að
gera hríðarmuggu af N. A. og héldum við inn
á Kálfshamarsvík og lögðumst þar. Þegar
þangað kom lá þar fyrir hákarlaskipið ,,Bald-
ur“, skipstjóri Árni bóndi Guðmundsson frá
Þórustöðum á Svalbarðsströnd, en bæði þessi
skip voru eign Baldvins Jónssonar á Svalbarði
og fleiri manna.
Á Kálfshamarsvík lágum við í þrjá sólar-
hringa og allan þann tíma var N. A. bleytu-
hríð, en þó eklci mjög slæmt veður og alveg
frostlaust. — Leiddist okkur mjög að liggja
þarna aðgerðarlausir og töldum, að ef veður
héldist óbreytt myndum við hæglega ná vest-
ur fyrir Hörn.
Laust eftir miðnætti aðfaranótt sumardags-
inst fyrsta, leystum við skipið og sigldum
vestur. Um sama leyti leystu einnig skipverj-
ar á ,,Baldur“, en hann hélt allmikið dýpra
og hvarf því fljótt sjónum okkar. Klukkan 4
um nóttina byrjaði að hvessa og gekk fram í
(í norður) með hörku frosti. Is mikill lá úti
fyrir Norðurlandi þetta vor, eins og oft var
venja og sigldum við meðfram ísspönginni
vestur með. Þegar við áttum eftir svo sem ll/o
stundar siglingu fyrir Horn, sýndist okkur allt
1.7
VÍKINGUR